Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 21
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 2021 OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 Hafþór Blær Hafþór Blær HANDKLÆÐI MEÐ NAFNI 3.790,- 2.990,- SPORTPOKI MEÐ MERKINGU SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS HETTUPEYSA 3.990,- 3.290,- MEISTARAPEYSA BÓMULLARBOLUR 1.290,- 990,- ÖRYGGISVESTI (KRAKKA) SmáprentSmáprent SmáprentSmáprent SmáprentSmáprent STÆRÐ: 70 X 140 CM STÆRÐ: 29 X 26 CM stjórn knattspyrnusambands Ís­ lands hefur farið þess á leit við Íþrótta­ og Ólympíusamband Ís­ lands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð ksÍ vegna kyn­ ferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Nefndinni er ætlað að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagn­ ar formanns og stjórnar ksÍ og bregðast við ásökunum um þögg­ un. Þá á nefndin að taka sérstaklega til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan ksÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrð­ ingar sem fram hafa komið í opin­ berri umræðu um að ksÍ sé karl­ lægt og fráhrindandi fyrir kon­ ur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag ksÍ eða aðrir þætt­ ir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. „knattspyrnusambandið ítrekar afsökunarbeiðni sína til þolenda og heitir því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda inn­ an hreyfingarinnar. ksÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að að­ stoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta sam­ skipti og upplýsingaflæði til sam­ félagsins. stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi. ksÍ fordæmir ofbeldi af öllu tagi. knattspyrnusambandið er að bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta­ og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Mik­ ilvægt er að skapa aðstæður til að gera raunverulegar úrbætur í takti við þá ráðgjöf sem ksÍ hefur fengið og að upplýst sé jafnóðum um þau skref sem stigin eru,“ segir í yfirlýs­ ingu frá ksÍ. mm Vegna þess fjölda riðutilfella sem komið hefur upp í fé á Norður­ landi vestra á undanförnum miss­ erum telur Matvælastofnun ljóst að herða þurfi baráttuna við sjúk­ dóminn. um er að ræða alvarleg­ an sjúkdóm sem veldur fé mikl­ um þjáningum. Mikið tjón hlýst af riðuveiki bæði fyrir þá bændur sem lenda sjálfir í niðurskurði og þá sem þurfa að búa við ýmsar höml­ ur á búskap sínum vegna nágrenn­ is við riðutilfelli. Jafnframt eru fjár­ útlát alls samfélagsins mikil vegna sjúkdómsins, m.a. vegna kostnað­ ar við skimun og bóta úr ríkissjóði vegna niðurskurðar. „Átak með það að markmiði að útrýma riðu er því nauðsyn. Til þess að það markmið náist verða allir að hjálpast að. Ár­ vekni fyrir einkennum, sýnataka úr fé sem drepst eða er lógað heima, rannsóknir á arfgerðum og úti­ lokun á fé með áhættuarfgerðir til ásetnings eru nokkur af þeim at­ riðum sem bændur þurfa að hafa í huga. sauðfjárbændur um allt land þurfa að vera á varðbergi og gera það sem í þeirra valdi stendur til að verjast riðusmiti,“ segir í tilkynn­ ingu frá Matvælastofnun. Árvekni og sýnatökur sama á við um riðu sem aðra smit­ sjúkdóma, að mikilvægt er að sýkt­ ar kindur uppgötvast sem fyrst svo hægt sé að gera ráðstafanir til að hindra frekari útbreiðslu smits. Bændur þurfa því að vera vel vak­ andi fyrir einkennum og tilkynna héraðsdýralækni um minnsta grun. „Mjög mikilvægt er að fá til rann­ sókna sýni úr fé sem drepst af ein­ hverjum ástæðum eða er lógað heima. Það eru mun meiri líkur á að riðusmit sé í kind sem t.d. dregst upp, verður afvelta eða ferst af slys­ förum en öðrum kindum, jafn­ vel þó dæmigerð riðueinkenni hafi ekki verið til staðar. Bændur eru því hvattir til að tilkynna héraðsdýra­ lækni um slíkar kindur og láta vita þegar til stendur að slátra fullorðnu fé heima. rannsóknir á sýnum eru bændum að kostnaðarlausu.“ Í hverri sláturtíð eru sýni tekin úr fé frá fjölmörgum bæjum. „Á þessu hausti er áhersla lögð á að taka sýni úr kindum frá bæjum sem eru í ná­ grenni við bæi þar sem riða hefur greinst á síðustu árum og frá bæjum sem lent hafa í riðuniðurskurði og hafa tekið fé aftur. Ólíklegra er þó að finna riðu í sýnum úr heilbrigðu sláturfé en úr kindum sem af ein­ hverjum ástæðum er lógað heima. Mikilvægi þess að tilkynna um slík­ ar kindur er því ítrekað.“ Einkenni Þegar kind hefur smitast af riðu­ veiki geta liðið allt frá nokkrum mánuðum til fimm ára þar til hún fer að sýna einkenni. Oft koma einkennin frekar fram þegar dýrið verður fyrir streitu, eins og t.d. við smölun. Fyrstu einkenni riðu geta verið mismunandi og breytileg frá degi til dags. Í sumum tilvikum er um kláða að ræða; kindurnar klóra sér á haus, síðum, afturenda og víð­ ar. kláði sést þó ekki í öllum tilfell­ um, en flest riðusmitað fé svarar þó klóri í bak. Einkenni frá taugakerfi sjást hjá sumum; kindurnar verða óttaslegnar, óöruggar með sig, hrökkva við, titra, skjálfa og gnísta tönnum. Enn ein gerð einkenna er að kindurnar liggja mikið, bera fæt­ ur hátt og slettast til í gangi. Nánari upplýsingar um riðu og einkenni hennar má finna á heimasíðu Mat­ vælastofnunar. mm Knattspyrnusamband Íslands ítrekar afsökunarbeiðni sína Matvælastofnun bendir á að átaks er þörf vegna riðuveiki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.