Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 14
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 202114 körfuknattleiksdeild snæfells sendi út neyðarkall á Facebook síðu deildarinnar á mánudaginn í liðinni viku þar sem kallað var eftir fólki í stjórn. Áður hafði verið leitað eft­ ir fólki í stjórn deildarinnar þar sem núverandi stjórn ætlar ekki að gefa kost á sér áfram. En lítið var um framboð og því gæti farið svo að ekki náist að manna nýja stjórn deildarinnar. Ef ekki næst að manna stjórn þarf að leggja niður deildirn­ ar og draga bæði lið úr keppni. En snæfell er með lið í 1. deild kvenna og í 2. deild karla. að sögn Hjör­ leifs kristins Hjörleifssonar, for­ manns umf. snæfells, stendur til að boða til neyðarfundar og reyna að finna lausn á málinu. Hann seg­ ir koma til greina að setja einn­ ig saman nokkra minni hópa til að sjá um ákveðin verkefni til að létta álaginu á stjórninni. „Þetta er krísa sem er að ganga yfir hjá okkur og víðar. Það virðist oft ganga illa að manna svona stjórnir. Við reynum að bjarga þessu og ég er bjartsýnn að við náum því,“ segir hann í sam­ tali við skessuhorn. körfuknattleiksdeildin hef­ ur boðað til opins fundar klukkan 20, fimmtudaginn 30. september í bókasafni Grunnskólans í stykk­ ishólmi. Efni fundarins er að setja upp stjórn og nefndir til að sinna verkefnum deildarinnar á komandi keppnistímabili. arg Ágreiningur hefur á þessu ári stað­ ið um stjórnun og starfsmanna­ mál í safnahúsi Borgarfjarðar og hafa deilur leitt til vandamála í samskiptum milli forstöðumanns og forsvarsmanna sveitarfélags­ ins. deilur hörðnuðu í síðustu viku og var Guðrúnu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns safnahússins síðastliðin 15 ár, sagt upp störfum. Tilkynnti hún sjálf um uppsögn sína á facebook síðu sinni. Það var Lilja Björg Ágústs­ dóttir, forseti sveitarstjórnar Borg­ arbyggðar, sem ritaði Guðrúnu bréf og tilkynnti um boðaða uppsögn í síðustu viku. síðastliðinn föstudag var svo gert samkomulag um starfs­ lok Guðrúnar. Hún og Lilja Björg rituðu undir samkomulag þess efnis en það verður lagt fyrir næsta sveit­ arstjórnarfund til staðfestingar. „Guðrún hefur þegar látið af störfum en hún hefur starfað fyr­ ir sveitarfélagið síðan árið 2006. Guðrúnu er þakkað fyrir henn­ ar störf í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í framtíðarstörf­ um,“ skrifaði Lilja Björg af þessu tilefni. Guðrún Jónsdóttir fagnaði sjálf málalyktum og skrifaði færslu: „Þetta hefur gert mér kleift að kveðja minn vinnustað með reisn og í sátt og sveitarfélagið hefur nú komið til móts við mig með ásætt­ anlegum samningum um starfslok. Ég ber þá von í brjósti að þekking mín og reynsla á sviði menningar­ arfs nýtist áfram þótt á öðrum vett­ vangi sé, enda stendur hugur minn alls ekki til þess að snúa aftur,“ skrifaði Guðrún Jónsdóttir. mm Vel gengur að steypa nýjasta hlut­ ann af bryggjunni við Grundar­ fjarðarhöfn og eru starfsmenn al­ mennu umhverfisþjónustunnar ehf á fullu flesta daga við framkvæmdir. tfk samfélagsmiðlar hafa áhrif á upp­ lifun meirihluta fólks á ímynd svæða samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem anna kristín Guð­ mundsdóttir, meistaranemi í lands­ lagsarkitektúr við Landbúnaðarhá­ skólann svíþjóðar í uppsala, vann. Verkefnið heitir „samfélagsmiðlar – tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða“ og hlaut anna kristín styrk frá Ný­ sköpunarsjóði námsmanna. Vann hún verkefnið í samstarfi við Land­ búnaðarháskóla Íslands og umsjón­ armaður með því var Helena Gutt­ ormsdóttir lektor. „Markmið verk­ efnisins er að greina þátt samfélags­ miðilsins instagram í að auka að­ dráttarafl að ákveðnum svæðum í hinu byggða umhverfi,“ segir í ný­ útkominni skýrslu um verkefnið. Gerð var greining á manngerðum áfangastöðum í byggð þar sem um­ hverfishönnun er áberandi hluti af myndefni á instagram. „Notendur samfélagsmiðla deila myndefni fyrir vini og aðra til að sjá og geta mynd­ irnar jafnvel haft áhrif á vinsældir ákveðinna svæða. Þannig er mynd­ efnið hluti af ímynd áfangastað­ ar sem getur haft áhrif á ákvörðun notenda um að heimsækja staðinn,“ segir í skýrslunni. Í verkefninu skoðaði anna krist­ ín hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á aðdráttarafl ákveðinna svæða og hvernig sveitarfélög geti nýtt umhverfishönnun til að nýta þessi áhrif og styrkja ímynd sinna svæða. Hún gerði rafræna könn­ un til að varpa ljósi á þau áhrif sem samfélagsmiðlar hafa á notendur er varðar aðdráttarafl svæða. Niður­ stöðurnar dró hún svo saman og flokkaði niður í hönnunarþætti sem sveitarfélög geta nýtt til að byggja upp myndræn bæjarrými og gera þau „instagram­væn“. arg skipulags­ og umhverfissviðs akra­ neskaupstaðar leitar nú til bæjar­ búa á akranesi með tillögur að gatnaheitum við sementsreitinn. Frá þessu segir á vef akraneskaup­ staðar, en óskað er eftir tillögum að nöfnum fyrir fjórar götur en legu þeirra má sjá á meðfylgjandi mynd. Fólk er hvatt að senda inn tillögur en óhætt er að senda inn oftar en einu sinni ef áhugi er fyrir hendi segir enn fremur í tilkynningunni. vaks Yfirlitsmynd þar sem sjá má legu þessara fjögurra gatna á Sementsreitnum. Teikning af vef Akraneskaupstaðar. Óska eftir tillögum að götunöfnum Kirkjan á Seyðisfirði og regnbogagatan hafa birst á mörgum myndum á Insta- gram. Ljósm. aðsend Samfélagsmiðlar hafa áhrif á ímynd svæða Guðrúnu sagt upp störfum í Safnahúsi Borgarfjarðar Aðalsteinn Valur Grétarsson, Sveinn Bárðarson og Jóhann Marteinsson með allt á hreinu. Góður gangur í steypunni í Grundarfirði Hér er verið að færa sílóið á réttan stað. Stuðningsmenn Snæfells á pöllunum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá. Gengur illa að manna stjórn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.