Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 30
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 202130 Hvað færðu þér ofan á pizzuna þína? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Nína Sigurðardóttir „skinku, piparost og beikon.” Díana Georgsdóttir „pepperoni og ananas.“ Helgi P.W. Jónsson „skiptir ekki máli, tek hana ef hún er ókeypis.“ Berglind María Skarphéðins- dóttir „Banana, karríkrydd og smá salt.“ Rebekka Sif Sigurðardóttir „kjúkling og piparost.“ Það var nánast fullt hús í akra­ neshöllinni síðasta föstudagskvöld þegar Ía og Breiðablik/augna­ blik léku til úrslita í bikarkeppni 2. flokks kvenna. skagastúlkur kom­ ust yfir á 17. mínútu þegar brot­ ið var á fyrirliðanum Lilju Björgu Ólafsdóttur sem steig síðan sjálf á vítapunktinn og skoraði af öryggi í vinstra hornið. Forskotið hélt þó ekki mjög lengi því fjórum mín­ útum síðar höfðu gestirnir jafnað metin. Júlía katrín Baldvinsdótt­ ir fékk þá boltann fyrir utan víta­ teig og átti frábært skot sem hafn­ aði efst í hægra horninu sem mark­ vörður Ía réð ekki við. Eftir þetta sóttu liðin á víxl, mikil barátta var í leiknum en lítið um marktækifæri og staðan jöfn í hálfleik. Breiðablik/augnablik komst yfir eftir átta mínútna leik í þeim seinni þegar leikmaður Ía braut af sér frekar klaufalega innan víta­ teigs og Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði úr vítinu með föstu skoti upp í þaknetið. Eftir þetta reyndu skagastúlkur að jafna metin en komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn Breiðabliks/augnabliks og besta færi þeirra var líklegast lang­ skot skömmu fyrir leikslok sem stefndi í markið en markvörður gestanna varði vel. Það var síð­ an díana Ásta Guðmundsdótt­ ir sem gulltryggði sigurinn þegar hún fékk stungusendingu inn fyr­ ir vörn Ía og lagði boltann snyrti­ lega undir markmann Ía og í net­ ið. skagastúlkur neituðu þó að gefast upp og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma náði Lilja Björk unnars­ dóttir að minnka muninn. Ía fékk þá aukaspyrnu rétt utan teigs sem Lilja Björk tók með vinstri fæti og smellti boltanum í samskeytin. Glæsilegt mark en því miður dugði það skammt því nokkrum sekúnd­ um síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og Breiðablik/augna­ blik er því Bikarmeistari í 2. flokki kvenna árið 2021. Þá eru þær einn­ ig Íslandsmeistarar í 2. flokki í a­ deild og unnu því tvöfalt í ár. Ía endaði í þriðja sæti í a­deild í sumar með 24 stig, vann átta leiki og tapaði fjórum. Markahæstar voru þær Erna Björt Elíasdóttir sem skoraði tíu mörk, Lilja Björk unnarsdóttir var með níu mörk og þær María Björk Ómarsdóttir og Ylfa Laxdal með sex mörk hvor. vaks knattspyrnufélagið kári lék fjórða árið í röð í 2. deild karla í sumar en þurfti að sætta sig við fall. Liðið endaði í neðsta sætinu með níu stig í 22 leikjum, vann aðeins einn leik, gerði sex jafntefli og tapaði fimm­ tán. skessuhorn heyrði í Ásmundi Guðna Haraldssyni, Ása, þjálfara kára, og fékk hann í stutt spjall um tímabilið. kári var nánast allt tímabilið í fallbaráttu og fyrsti og eini sigurleikur kára í sumar kom ekki fyrr en í byrjun júlí. aðspurð­ ur hvernig hefði verið að þjálfa við þessar aðstæður, varðandi sjálfs­ traust leikmanna og hugarfar, seg­ ir Ási að það hafi í sjálfu sér ekkert verið erfitt að þjálfa liðið við þess­ ar kringumstæður: „Við fórum vel og vandlega yfir tilgang og mark­ mið liðsins og við vissum fyrirfram að tímabilið yrði erfitt. Við horfð­ um í frammistöðu frekar en úrslit og við reyndum að halda planinu okkar gangandi þrátt fyrir erfið úr­ slit. Það voru ekki margir leikir þar sem að liðið var yfirspilað og við virkilega kepptum við bestu liðin í deildinni, mörg hver vel mönnuð og þjálfuð.“ kári var í samstarfi með Ía í sum­ ar eins og undanfarin ár varðandi leikmannamál og segir Ási að það hafi gengið í sjálfu sér vel því lín­ urnar voru vel skýrar í upphafi og staðan hafi verið tekin nánast dag­ lega um hvernig málum væri hátt­ að þá og þá vikuna. En hann seg­ ir að það megi alltaf gera betur og þeir vonist til að læra af reynslunni í sumar til þess að styrkja samstarfið og möguleikana sem það getur gef­ ið ungum og upprennandi knatt­ spyrnumönnum á akranesi. Reynsluleysið skein oft í gegn Ef þú horfir til baka yfir tímabil­ ið, hvaða lærdóm má draga af gengi liðsins og er eitthvað sem þjálfarinn og leikmenn hefðu kannski getað gert betur? „Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefði jafnvægið á milli eldri og reyndari leikmanna annars vegar og þeirra yngri hins vegar verið betra. Það voru of margir leikir þar sem við vorum með of marga unga inni á vell­ inum, sérstaklega þegar við þurftum að sigla sigrum eða jafnteflum heim. Þá skein reynsluleysið oft í gegn og þá hefðum við þurft að hafa fleiri eldri leikmenn til taks. Það voru þó nokkrir sem að hurfu á braut í vor, einhverjir voru meiddir og mikil ábyrgð sett á of fáar axlir.“ Ási seg­ ir að það hafi reynst þeim erfitt og þeim hafi vantað fleiri reynslumeiri/ eldri leikmenn til þess að standa strauminn fyrstu leikina eða þar til að þeir ungu hefðu verið komnir í takt við umhverfið og kröfurnar: „Í lok tímabils var maður farinn að sjá fleiri af þeim yngri taka ábyrgð og sleppa af sér beislinu þegar í leikina var komið. Það var mjög ánægjulegt en með fleiri eldri leikmönnum og betra jafnvægi þá hefði það kannski gerst fyrr með fleiri stigum söfnuð­ um þegar á þurfti að halda. En ég verð að hrósa þeim eldri leikmönn­ um sem drógu vagninn og settu sjálfa sig í fremstu línu til þess að hjálpa þeim ungu að aðlagast. Þeir æfðu vel, lögðu sig alla fram og voru algjörlega til fyrirmyndar í því hlut­ verki sem þeir fengu og tóku.“ Hent í djúpu laugina Margir ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref með kára í sumar og segir Ási að það hafi komið vel út. Þeim hafi verið hent í djúpu laug­ ina og flestir staðist þá prófraun þó svo að úrslitin hafi sjaldan verið kára í vil: „Þessir strákar voru alveg frábærir, jákvæðir gagnvart verk­ efninu og báru mikla virðingu fyr­ ir tækifærinu sem þeim var gefið. Framlagið og frammistaðan til fyr­ irmyndar og ég efast ekki eina mín­ útu um tilgang verkefnisins þegar maður horfir á þeirra framlag og frammistöðu. Nú eru sumir komnir með um 20 plús meistaraflokksleiki í reynslubankann og það eru ekkert allir sem fá slíka reynslu á þessum aldri. Hún getur gert gæfumuninn þegar fram líða stundir.“ Hvernig er staðan fyrir næsta tímabil? Verður þú áfram þjálfari liðsins og verða einhverjar breyt­ ingar á mannskap? „staðan er bara góð. Við bara rennum blint í sjóinn hvað varðar mannskapinn, vonandi þéttast rað­ irnar enn frekar og varðandi sam­ starfið að þá er viljinn okkar og ég þykist vita að það sé einnig mikill vilji Ía­megin að efla samstarfið og gera það skýrara og skilvirkara. Hvað mig varðar þá bara verður það að koma í ljós hvaða hlutverk ég hef og tek en það er klárt mál að kári og verkefnið sem slíkt er mér afar hugleikið og ég vil vera hluti af því áfram. Ég hef gríðarlega mikla trú á tilgangi þess og því stóra tæki­ færi sem fótboltinn á akranesi hefur með samstarfi félaganna tveggja. Eitthvað að lokum? „Áfram kári og Ía!“ vaks „Káraverkefnið er mér afar hugleikið“ Segir Ásmundur Haraldsson, þjálfari Kára, í spjalli við Skessuhorn Ásmundur Haraldsson, þjálfari Kára. Ljósm. vaks Lið ÍA og Breiðabliks/Augnabliks eftir leikinn á föstudagskvöldið. Ljósm. Guðmundur S. Sveinsson ÍA tapaði úrslitaleiknum í bikarnum í 2. flokki kvenna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.