Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 25
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 2021 25 Verkstjóra hjá Þórsnesi í Stykkishólmi Dagur í lífi... Nafn: sigfús snæfells Magnússon Fjölskylduhagir/búseta: Bý í stykkishólmi og er giftur ragn­ heiði Hörpu sveinsdóttur sem er kennari við Grunnskóla stykk­ ishólms. Fimm börn; Magnús 11 ára, Íris anna 13 ára, kristín Birna 21 árs, Þórdís Hrönn 27 ára og kristján Gilbert 32 ára. Á tvo hunda sem heita Hnota og Móa og bíð eftir fyrsta barnabarninu sem kemur í febrúar. Starfsheiti/fyrirtæki: Verkstjóri hjá Þórsnesi fiskvinnslu og búinn að vera þar í fimm ár. Áhugamál: Golf, stangveiði, smá­ vegis í hestunum og íþróttir al­ mennt. Dagurinn: Föstudagur 24.09.2021. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vakna alltaf kl. 07.00, fyrsta sem ég geri er að klæða mig. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hafragraut. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? klukkan 07.40, labbaði í vinnuna. Fyrstu verk í vinnunni? að setja tölvuna í gang. Hvað varstu að gera klukk- an 10? að vinna við að gera gám klárann fyrir útflutning á söltuð­ um fiski. Hvað gerðirðu í hádeginu? Heim í mat og braut saman þvott. Hvað varstu að gera klukkan 14? Vinna. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? kl. 17.00 er vinnan búin og þá gengur maður frá smá í tölvunni. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór í golfmót. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? kótilettur eftir lokaslúttið hjá golfklúbbnum Mostra. Vignir sveinsson golfari sá um matinn. Hvernig var kvöldið? Geggjað. Hvenær fórstu að sofa? Milli kl. 23.00 og 24.00. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? knúsaði börnin og konuna góða nótt. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Frábær dagur. Eitthvað að lokum? Já. Lenti í þriðja sæti á golfmótinu. Pennagrein Ég vil þakka kjósendum Norðvest­ urkjördæmis það mikla traust sem mér og Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem flokkurinn berst fyrir. Einnig því hugarfari og nálgun sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Það að allir á Íslandi fái lifað mannsæmandi lífi og að virk þátttaka í samfélaginu og lífsgæði sé fyrir alla er lífsviðhorf sem mikilvægt er að halda á lofti í samfélaginu. Í kosn­ ingabaráttunni fann Flokkur fólks­ ins fyrir mikilli samstöðu og fékk öflugan lýðræðislegan stuðning sem hann kallaði eftir til að gera okkur mögulegt að útrýma óréttlæti, mis­ munun og fátækt. Framhaldið ræðst af samstarfi annarra flokka. Við fundum fyrir mikilli samstöðu í kjördæminu fyrir því að krafan um jöfnun búsetuskilyrða í landinu verði sett á oddinn í stjórnmálum. Nauðsynlegir innviðir á borð við nútímasamgöngur og öflugt fjar­ skiptasamband, ásamt góðri heil­ brigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við höfuðborgar­ svæðið, er réttmæt krafa íbúa lands­ byggðarinnar. Fjölbreytt atvinnulíf er styrk­ asta stoð allrar byggðar. Öflugar strandveiðar með frjálsum hand­ færaveiðum eru ein slík stoð og eiga sér langa sögu líkt og hefðbundinn landbúnaður. krafan um að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með já­ kvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um land er réttmæt krafa sem auðvelt er að ná sátt um sé vilji fyrir hendi. Byggð í blóma er grundvöllur öflugrar ferðaþjónustu. Mikilvægt er að auka aðgengi ferðamanna að Vesturlandi og áfram til Vestfjarða og Norðurlands vestra með bætt­ um vegsamgöngum. Þar er sunda­ braut mikilvægust, auk betri veg­ tenginga innan kjördæmisins og til Þingvalla og suðurlands um ux­ ahryggi, sem og Breiðafjarðarferja sem stenst nútímakröfur. sundabraut er án vafa þjóðhags­ lega hagkvæmasta vegaframkvæmd­ in sem völ er á í dag og skiptir miklu fyrir Norðvesturkjördæmi og allt Norðurland. Ekki síst fyrir akra­ nes og myndi styrkja stöðu bæjar­ ins sem hluta af atvinnusvæði höf­ uðborgarinnar og er eðlilegt fram­ hald Hvalfjarðarganga. sundabraut er framkvæmd sem allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ættu að sam­ einast um, ásamt þingmönnum Norðausturkjördæmis, enda mik­ ilvægt hagsmunamál fyrir lands­ byggðina og landið allt. Við í Flokki fólksins lítum með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Eitt af þeim verkefnum er að gæta hagsmuna Norðvesturkjördæmis og stuðla að því að byggð og atvinnulíf kjör­ dæminu eflist. Tækifærin þar eru ótrúlega mörg. Ég er þakklátur kjósendum kjör­ dæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og mun vinna að málefnum kjör­ dæmisins eftir fremsta megni. Ég þakka traustið. Eyjólfur Ármannsson Höfundur var kjördæmakjörinn í 6. sæti í alþingiskosningunum 25. september sl. Þakka traustið stykkishólmsbær hóf fyrir skömmu að bjóða upp á akstursþjónustu fyr­ ir eldri borgara, 67 ára og eldri. Þjónustan er í boði alla fimmtu­ daga frá kl. 13 til 15 og er gjald fyr­ ir hverja ferð 500 krónur. Hægt er að panta akstur með því að hringja í afgreiðslu ráðhússins og sér Bogi Thorarensen Bragason um akstur­ inn. skessuhorn heyrði í Boga og spurði hann hvernig það hafi komið til að hann tók þetta verkefni að sér. Bogi segir að það hafi verið hringt í hann frá bænum fyrir skemmstu og hann beðinn um að sjá um akst­ urinn: „Ég var sko aldeilis til í það og mér fannst það vera forréttindi að taka þetta að mér. Það vantaði ákveðinn aðila til að hjálpa eldri borgurum í bænum að ferðast um, kíkja í verslanir, til læknis og þess háttar.“ Bogi hefur verið öryrki frá árinu 2016 og hefur í rólegheitum verið að ná sér eftir tvær aðgerðir á ökkla sem hann fór í fyrir nokkrum árum síðan. Bogi segir að þjónustan fari hægt af stað enda er þetta nýbyrjað og hvetur hann fólk til að hafa sam­ band og nýta sér þessa þjónustu: „Ég fór í mína fyrstu ferð þarsíðasta fimmtudag og þar skutlaði ég konu í Bónus og í smá stúss. Hún var það ánægð að hún pantaði mig vikulega nokkrar ferðir fram í tímann. Ég get tekið alls fjóra í einu í bílinn ef því er að skipta og upplagt fyrir el­ dra fólk að geta kíkt saman í bæinn upp á félagsskapinn.“ Bogi segir að lokum að það þýði ekkert annað en að vera bjartsýnn á að það verði tekið vel í þessa þjó­ nustu eldri borgara í stykkishólms­ bæ. Hann hlakki mikið til að key­ ra eldri borgara út um allar trissur, hann lofi skemmtilegum félagsskap og þægilegum bíltúr. vaks Bogi Thorarensen Bragason við bílinn í fyrsta skutlinu. Ljósm. sá. „Forréttindi að fá að taka þetta að mér“ Þessi erlendi ferðamaður lenti í vandræðum með að hemja vind­ inn þegar hann hugðist taka sjálfs­ mynd við rætur kirkjufells í norð­ an rokinu í gær. Hvorki glæsileg­ ur hatturinn né fáninn vildu vera til friðs. Ljósm. tfk Með mexíkóskan hatt í sjálfsmyndatöku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.