Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Side 8

Skessuhorn - 10.11.2021, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 20218 Atvinnuleysi var 3,5% í september LANDIÐ: Samkvæmt sam- antekt Hagstofunnar var árs- tíðaleiðrétt atvinnuleysi hér á landi 3,5% í september. Hef- ur það ekki verið lægra síðan í mars 2020 þegar það mældist 2,8%. Árstíðaleiðrétt atvinnu- leysi lækkaði um 1,5 prósentu- stig á milli mánaða á meðan ár- síðaleiðrétt hlutfall starfandi jó- kst um 0,4 prósentustig. Í sept- ember er áætlað að 26.200 einstaklingar hafi haft óupp- fyllta þörf fyrir atvinnu (slaki) sem jafngildir 12,1% af sam- anlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 22,5% atvinnulausir, 28,4% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 7,5% í atvinnuleit en ekki tilbún- ir að vinna og 41,6% vinnulitl- ir (starfandi í hlutastarfi og vilja vinna meira). Samanburður við september 2020 sýnir að hlut- fall þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu hefur lækkað um 1,4 prósentustig á milli ára. -mm Fyrsta kóræfingin REYKHÓLAHR: Fyrsta kóræfing kórs Reykhólakirkju verður á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Reykhólakirkju. Ætl- unin er að hittast og fara yfir starf vetrarins, festa æfingatíma og syngja. Ingimar Ingimars- son, kórstjóri, hvetur alla unga sem aldna og öll kyn sem áhuga hafa á skemmtilegum félagsskap og söng að mæta og vera með. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 30. nóvember til 5. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 8.038 kg. Mestur afli: Emilía AK-57: 2.557 kg. í tveimur löndunum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 61.095 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 47.614 kg. í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 16 bátar. Heildarlöndun: 816.710 kg. Mestur afli: Helga María RE- 1: 142.053 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 141.342 kg. Mestur afli: Brynja SH-236: 29.229 kg. í fjórum löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 230.201 kg. Mestur afli: Örvar SH-777: 100.070 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 12.590 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 7.180 kg. í sex löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Helga María RE-1 GRU: 142.053 kg. 3. nóvember. 2. Örvar SH-777 RIF: 100.070 kg. 31. október. 3. Akurey AK-10 GRU: 93.061 kg. 3. nóvember. 4. Sóley Sigurjóns GK-200 GRU: 80.988 kg. 3. nóvember. 5. Sighvatur GK-57 GRU: 74.590 kg. 3. nóvember. -fr Enn er varað við kræklingsáti HVALFJ: Matvælastofn- un varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hval- firði þar sem DSP þör- ungaeitur greindist yfir við- miðunarmörkum þegar sýni voru tekin 22. október sl. DSP þörungaeitur í kræklingi get- ur valdið kviðverkjum, niður- gangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljót- lega eftir neyslu en líða hjá á nokkrum dögum. -mm Árgangamóti ÍA frestað AKRANES: Árgangamóti ÍA sem átti að fara fram laugar- daginn 20. nóvember næst- komandi hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra orsaka. Þetta er annað árið í röð sem mótinu er frestað en því var frestað í fyrra vegna kórónu- veirufaraldursins. Næsta ár- gangamót er áætlað laugar- daginn 12. nóvember á næsta ári. -vaks Ítreka lokun gönguleiðar AKRANES: Skólastjórnend- ur Brekkubæjarskóla sendu í gær ítrekun til foreldra barna í skólanum um göngustíginn sem liggur frá Merkigerði, milli sjúkrahúss og Kirkju- hvols, að Brekkubæjarskóla. Borið hefur á því að börnin séu að fara þessa gönguleið þó hún sé lokuð og er þessi lok- un til að tryggja öryggi þeirra og annarra. Verið er að hækka þakið á sjúkrahússálmunni sem er næst Brekkubæjarskóla og því mikið um framkvæmd- ir sem geta verið hættulegar gangandi vegfarendum. -vaks Kosinn formaður KÍ LANDIÐ: Magnús Þór Jóns- son, skólastjóri í Seljaskóla og fyrrum skólastjóri Grunn- skóla Snæfellsbæjar, hafði sig- ur í formannskjöri í Kennara- sambandi Íslands. Úrslitin voru tilkynnt í gær. Magn- ús hlaut 41,6% atkvæða, Anna María Gunnarsdótt- ir, varaformaður sambands- ins, varð önnur með 32,5%, Hanna Björg Vilhjálmsdótt- ir, kennari í Borgarholts- skóla, hlaut 16,2% og Heim- ir Eyvindarson, deildarstjóri í Grunnskólanum í Hvera- gerði, 8,3%. Rúmlega 60 pró- sent félagsmanna greiddu at- kvæði, 6.676 af 11.068. At- kvæðagreiðslan hófst á mánu- dag fyrir viku og lauk klukk- an tvö í gær. Formannsskipti í Kennarasambandinu verða á þingi þess í apríl á næsta ári. Magnús Þór tekur þá við emb- ættinu af Ragnari Þór Péturs- syni og verður fjórði formaður þess frá upphafi. -mm Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar 5. nóvemer síðastliðinn voru lögð fram tilboð sex hönnunarstofa í endurskoðun aðalskipulags Borgar- byggðar fyrir árin 2010-2022. Allar þessar hönnunarstofur höfðu kynnt tillögur sínar á fundi í Hjálmakletti 14. október síðastliðinn. Tilboð voru svo opnuð í verkið næsta dag. Stofurnar sem buðu í verkið voru Landlínur, VSÓ, Verkís, Landmót- un, Alta og Efla. Á fundi nefndarinnar síðast- liðinn föstudag þakkaði skipulags- og byggingarnefnd stofunum fyr- ir kynningarnar. Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns reyndist til- boð Landlína lægst í verkið, en á það mun hins vegar ekki reyna því formgalli reyndist á framkvæmd útboðsins. Í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar segir: Í kjöl- far þess að tilboð í vinnu við gerð aðalskipulags voru opnuð bár- ust athugasemdir frá Samtökum iðnaðarins, f.h. eins bjóðanda, um að sveitarfélaginu bæri að bjóða vinnuna út í almennu útboði. „Afl- að var álits Ríkiskaupa á réttmæti athugasemdanna og í kjölfar þess tekur skipulags- og byggingarnefnd ákvörðun um að hafna öllum til- boðum og bjóða verkið út í al- mennu útboði,“ segir í bókun nefndarinnar. mm Þjóðskrá hefur tekið saman upplýs- ingar um fasteignaviðskipti á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Seldar voru 1.562 fasteignir til þess hóps sem er að kaupa sína fyrstu fasteign á lífsleiðinni. Að meðaltali greiddu fyrstu kaupendur 45,4 milljón- ir króna fyrir 96,9 fermetra íbúð, eða sem nemur 469 þúsund krón- um á hvern fermetra. „Í dag greiða fyrstu kaupendur að meðaltali fjór- um milljónum króna meira fyr- ir sína fyrstu íbúð en fyrir ári síð- an, en meðalkaupverð hefur hækk- að úr 41,4 í 45,4 milljónir króna. Á síðastliðnum ársfjórðungi var hækkunin um 700 þúsund krón- ur,“ segir í samantekt Þjóðskrár. Mest greiða kaupendur fyrir sína fyrstu eign á höfuðborgarsvæðinu, um 51,5 milljónir króna fyrir 91,8 fermetra íbúð. Til samanburðar er hagkvæmasta verðið á Austurlandi þar sem fyrstu kaupendur greiða að meðaltali 28 milljónir króna fyr- ir 140 fermetra íbúð. Á þriðja árs- fjórðungi var hlutfall fyrstu kaup- enda lægst á Norðurlandi vestra eða um 25% allra kaupenda. Hæst var hlutfallið á Vestfjörðum eða um 45%. Þó er vakin athygli á að frem- ur fáir samningar geta legið að baki viðskiptum í einstaka landshlutum á hverjum ársfjórðungi. Fjöldi fyrstu kaupenda hefur ver- ið yfir 1.500 frá þriðja ársfjórð- ungi 2020 en fjöldi fyrstu kaupenda hafði áður hæst farið í 1.427 á öðr- um ársfjórðungi 2007. mm Undirbúningskjörbréfanefnd Al- þingis hefur birt drög að málsat- vikalýsingu sem nefndin hefur afl- að sér vegna framkvæmdar al- þingiskosninga í Norðvesturkjör- dæmi og talningu atkvæða. Í lýs- ingunni er farið í afar löngu máli yfir rannsókn nefndarinnar og þá sem tengdust framkvæmd kosning- anna í kjördæminu. Drögin voru birt á vef Alþingis til að hlutaðeig- andi gætu gert athugasemdir við það sem þar kemur fram. Einhver bið er enn á að vinnu nefndarinnar ljúki. Fundir hennar eru orðnir 24 talsins auk vettvangsferðar sem far- in var í Borgarnes fyrir um þrem- ur vikum. Formaður nefndarinnar, Birgir Ármannsson alþingismaður, sagði í viðtali við mbl.is 26. október að nefndin væri þá í lokasprettinum í gagnaöflun. Í viðtali við mbl.is í gær 9. nóvember segir Birgir hins vegar að hann geti ekkert fullyrt um hver staðan verði í lok þessar- ar viku. Hann tekur þó fram: „Við erum auðvitað að reyna að færa okkur í átt að niðurstöðu, en það er alveg ljóst að það eru þó nokkrar umræður eftir í nefndinni og ekki víst hvaða tíma það tekur.“ Nú þegar sex vikur eru liðnar frá kosningum kemur fram á visi.is að samkvæmt einum nefndarmanni væri nefndarfólk orðin nokkuð sannfært um að hún þurfi að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes því nýlega hafi hún fengið upplýsingar í hendur sem gefi tilefni til að skoða málið betur. Það er því ljóst að viku eftir viku er verið að lengja tím- ann sem þessi vinna tekur og óvíst með öllu hvenær niðurstaða fáist í þessari rannsókn. frg Formgalli reyndist á útboði um endurskoðun aðalskipulags Fyrstu kaupa íbúðir fjórum milljónum króna dýrari en fyrir ári Frá fundi undirbúningskjörbréfanefndar í Borgarnesi í október. Ljósm. mm. Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar í aðra vettvangsferð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.