Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Page 16

Skessuhorn - 10.11.2021, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202116 Skagamenn léku þriðja árið í röð í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar og enduðu í níunda sæti, unnu sjö leiki, gerðu sex jafntefli og töpuðu níu. Þá komust þeir í úr- slitaleik Mjólkurbikarsins þar sem þeir töpuðu gegn Víkingi. Blaða- maður Skessuhorns heimsótti Jóa Kalla, þjálfara Skagamanna, á heimili hans á dögunum og fór yfir tímabilið í heild sinni með hon- um. Fyrst spurði ég hann hvernig undirbúningstímabilið hefði geng- ið og segir hann að það hafi ver- ið mjög erfitt og hann átti sig á því þegar hann horfir til baka hversu mikil áhrif covid ástandið hafi haft á tímabilið í heild sinni. „Við náðum eiginlega ekki nein- um leik á öllu undirbúningstímabil- inu, hvorki fyrir mót eða í Lengju- bikarnum þar sem við vorum í raun með okkar sterkasta lið. Það hafði gríðarleg áhrif og svo ofan á það voru allir sparkspekingarnir að fylgjast með undirbúningsleikjun- um og höfðu enga trú á okkur út frá því. En við notuðum mikið af ung- um strákum sem voru líka oft að spila út úr stöðu því á tímabili átt- um við varla miðjumann til að spila. Undirbúningurinn var erfiður og krefjandi, við vorum að reyna að telja mönnum trú um að við værum búnir að koma öllum hópnum í al- mennilegt stand og þá myndum við verða í fínum málum. En svo þegar deildin byrjar að þá verðum við fyrir aukaskakkaföllum sem tengja undirbúningstímabilið inn í þetta hraðmót sem byrjunin á Íslands- mótinu er. Við misstum menn í meiðsli og óþarfa rauð spjöld í byrj- un sem var olía á eldinn fyrir þessa sérfræðinga sem voru búnir að spá okkur slæmu gengi. Það var erfitt að koma inn í svona mikið mótlæti svona snemma í mótinu þar sem mönnum fannst ekkert vera að falla með okkur.“ Fjórir stórir póstar sem fóru Fyrir mót höfðuð þið misst Stefán Teit og Tryggva Hrafn og í raun enginn sem kom í staðinn fyrir þá? Var enginn möguleiki að leysa þeirra stöð- ur fyrir mót? „Nei, það var bara þannig að í fyrra seldum við Hörð Inga fyrir tímabilið, síðan fer Bjarki Steinn líka á miðju tímabili og loks Stef- án og Tryggvi í lok tímabils. Þarna voru fjórir stórir póstar sem fóru úr liðinu, þeir stýrðu uppspilinu okk- ar og voru gríðarlega mikilvægir í sóknarleiknum og einnig í pressu. Þetta var gríðarlega mikið áfall en við þurftum að gera þetta og þetta er líka það sem við viljum gera. Við viljum selja leikmenn áfram en peningarnir sem komu inn á sínum tíma fyrir þessa leikmenn fóru í það að stilla reksturinn af hjá félaginu sem var alveg nauðsynlegt því annars hefðum við verið í gríðar- legu basli fjárhagslega. Alex Davey kom reyndar, en seinna en upphaf- lega var planað en það var vissulega erfitt að missa alla þessa hæfileik- aríku ungu leikmenn. Því þurftu aðrir ungir leikmenn að stíga upp eins og Gísli Laxdal, Brynjar Snær og fleiri strákar sem maður ætlaði stærra hlutverk en það er erfitt að setja alla ábyrgðina yfir á þá. En auðvitað fengu þeir gríðarlega dýr- mæta reynslu á þessu tímabili og verða vafalaust betri í framhaldinu. En grunnurinn hefði þurft að vera aðeins sterkari áður en við fór- um inn í tímabilið til að geta spil- að okkur betur saman með þetta lið sem varð svo aðalbyrjunarliðið í síðustu leikjunum í sumar. Ef við hefðum náð því þá hefði þetta mót orðið töluvert betra fyrir okkur.“ Ykkur var ekki spáð góðu gengi fyr- ir mót. Hvernig leit þetta út fyrir þér þegar mótið hófst og hvert var mark- miðið? Jói Kalli svarar að hann hafi alltaf haft trú á því að þeir yrðu með betra lið og myndu ná betri árangri en Keflavík, HK, Fylkir og Leiknir. Það hefði alltaf verið markmiðið og þeir hafi haft fulla trú á því að þeir gætu unnið öll þessi lið, sem svo kom á daginn og skipt gríðarlega miklu þegar upp var staðið. Ef við förum í rólegheitum yfir tímabilið. Í apríl og maí spilið þið sjö leiki, sigur gegn HK, tvö jafntefli og fjögur töp. Sástu þarna fyrir þér að fallbaráttan yrði ykkar hlutskipti í sumar? „Eftir þessa leiki áttaði maður sig á því að það yrði líklegast þannig. Það er alltaf þetta hraðmót í byrjun sem ég hef aldrei skilið en svo spil- aðist þetta þannig fyrir okkur í lok- in að þá voru þessir mikilvægu leik- ir. Við fengum erfiða leiki í byrjun, enga rosa skelli nema kannski gegn FH þar sem við misstum menn út af og Árna Snæ í meiðsli. Það var kannski upphafið að þessu erfiða tímabili þar sem við vorum í neðri hlutanum meira og minna allt mótið.“ Átti skilið að fá tækifæri Í júní spilið þið þrjá leiki, eitt jafntefli og tvö töp. Um miðjan maí meiðist Árni Snær og í lok júní skiptir þú um markmann, Dino Hodzic fer út og Árni Marinó kemur inn. Varstu bú- inn að hugsa þetta eitthvað og hefðir þú kannski átt að bregðast við fyrr? „Ástæðan fyrir því að við tók- um Dinó inn var sú að hann var búinn að standa sig mjög vel með Kára og mikill leiðtogi inn í hópn- um hjá okkur. Mjög góður í klef- anum, jákvæð og góð orka í kring- um hann og frábær á æfingum. Við vorum búnir að hugsa hann sem markmann númer tvö á eftir Árna Snæ en svo lendir Dínó í veseni þegar hann byrjar að spila, fær á sig klaufaleg mörk og þetta gekk ekki alveg upp hjá honum. Árni Marinó var búinn að vera öflugur á æfing- um þannig að hann átti alveg skil- ið að fá tækifærið og við ákváðum að gefa honum það. Hann er mjög efnilegur markvörður, auðvitað er alltaf erfitt að koma inn og spila í efstu deild en hann gerði það virki- lega vel. Hann var heilt yfir frábær á þessu tímabili og ánægjulegt að hann skyldi hafa tekið þessa stöðu og neglt hana þegar hann fékk tækifærið.“ Júlí er á svipuðum slóðum, fjög- ur töp en sigur á móti toppliði Vals á þeim tíma. Þarna hefur ekki náðst að kveikja einhvern neista sem oft kemur með svona óvæntum sigri? „Fyrir þennan leik tókum við þá ákvörðun að setja meiri ábyrgð á ákveðna leikmenn þar sem minnk- aðir voru óvissuþættirnir og reyna að skilgreina okkur á auðveldari hátt, sérstaklega í varnarleiknum. Við settum skýrari línur í hlut- verki hvers leikmanns og það gekk upp. Ég fann það líka eftir þennan leik að það varð einhver hugarfars- breyting. Menn fóru að taka meiri ábyrgð, létu heyra meira í sér inni á vellinum sem oft hafði vantað. Það kom einhver ákveðin trú eftir að hafa unnið Val, sérstaklega sóknar- lega og við gátum byggt á því þó við náðum ekki stöðugleika í liðinu strax á eftir að þá var hægt að horfa á þennan leik og byggja upp fyrir það sem eftir var af mótinu.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í byrjun júlí og spurður hvort ekki hefði mátt bæta í hópinn segir Jói Kalli að fyrst og fremst hafi honum fundist vanta reynslu í vörnina og það hefði verið leyst með hollenska varnarmanninum Wout Dröste. „Annars fannst mér við ekkert þurfa meira út af því að ég sá alveg að það bjó meira í þessum mann- skap heldur en hann hafði náð að sýna. Ég vildi gefa þessum strákum tækifæri til þess að sýna það. Við vorum að fá menn úr meiðslum, menn voru að komast í betra form og með meira sjálfstraust þannig að við vildum bara hafa okkar mann- skap til að klára þetta mót.“ Trúin var alltaf til staðar Ágúst var af svipuðu meiði, einn sig- urleikur gegn HK og fjórir tapleikir. Þarna var allt á móti ykkur og nánast allt sem benti til þess að þið væruð að fara þráðbeint niður í Lengjudeildina. Hvernig var staðan þarna á mann- skapnum og var trúin ennþá til stað- ar hjá ykkur? Jói Kalli segir að þeir hafi horft mikið í Valsleikinn og haft þá trú að þeir gætu unnið hvaða lið sem er. „Það er samt erfitt að tönnlast á því þegar tapleikirnir eru orðn- ir svona margir en það breytti því ekki að við ákváðum líka sem hópur að hafa það þannig hvernig sem úr- slitin yrðu að við ætluðum að mæta með sama hugarfar á hverja ein- ustu æfingu. Það átti ekki að vera þvingað andrúmsloft því það hjálp- ar engum heldur að gera það sem við höfum alltaf gert, vera með já- kvætt hugarfar og vinnuumhverfi og halda andanum góðum í hópn- um. Samhliða því þegar þú ert með jákvætt hugarfar á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja sig fram þá fann ég það að við vorum að taka framförum þó úrslitin væru ekki alltaf góð. Við vorum að bæta okkur og mér fannst vera stígandi í því sem við vorum að gera inni á vellinum. Trúin var alltaf til staðar hjá mér, ég benti mönnum á að ef við gætum gert það sem við vorum að gera vel á æfingum og færa það inn í leikina að þá gætum við unnið hvaða lið sem er.“ Er ekki erfitt að halda jákvæðninni í svona mörgum tapleikjum? „Það fór auðvitað hellings orka í það hjá mér að vera jákvæður og vinna þetta á þessum nótum. Ég er búinn að vera svo lengi í þessum fullorðinsbolta og hef alveg reynsl- una í því. Ég hef haft þjálfara sem hafa skellt skuldinni yfir á leikmenn og verið neikvæðir og leiðinlegir og það hefur verið þvingað andrúms- loft að mæta á æfingar. Þetta er eina leiðin sem mér finnst vert að fara, að vinna á jákvæðan hátt þó mað- ur vilji auðvitað setja kröfur á sína leikmenn en það voru ekki margir sem höfðu trú á okkur.“ „Við viljum vera lið sem er að berjast í efri hluta deildarinnar“ Spjallað við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara Skagamanna, um tímabilið í sumar Jói Kalli á heimili sínu. Jói Kalli og fjölskylda fyrir nokkrum árum síðan! Ljósm. úr safni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.