Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Qupperneq 17

Skessuhorn - 10.11.2021, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 17 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi • JAFNRÉTTI • VIRÐING • FJÖLBREYTILEIKI ALLAR UPPLÝSINGAR UM NÁMSBRAUTIR OG NÁM VIÐ FVA ER AÐ FINNA Á WWW.FVA.IS - VINGJARNLEGT VIÐMÓT - - PERSÓNULEG SAMSKIPTI - - ÖFLUG NEMENDAÞJÓNUSTA - - FRÁBÆR AÐSTAÐA - - LÍFLEGT FÉLAGSLÍF - HEIMAVIST - MÖTUNEYTI NÁMSVER - NÁMSAÐSTOÐ - TÖLVUVER - HVERS VEGNA FVA? Stúdents próf af bóknámsbrautum: Félagsfræðabraut, Náttúru fræða­ braut og Opinni stúdentsbraut. Einnig býðst undir búningsnám á framhaldsskóla braut. Afreksíþróttasvið í boði á öll um brautum. Starfs­ rétt indanám í húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun, félags liðabraut og sjúkraliðabraut. Hægt er að stunda nám til stúdents prófs samhliða öllu starfsréttinda­ námi. KOMDU Í FVA! INNRITUN STENDUR YFIR INNRITUN FER FRAM Á WWW.MENNTAGATT.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA: GUÐRÚN S. GUÐMUNDSDÓTTIR, NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI - GUDRUNS@FVA.IS JÓNÍNA HALLA VÍGLUNDSDÓTTIR, ÁFANGASTJÓRI - JONINA@FVA.IS INNRITUN LÝKUR 30. NÓVEMBER 2021 Fjölbrautaskóli Vesturlands • Vogabraut 5, 300 Akranes • 433 2500 • skrifstofa@fva.is Ótrúleg björgun Svo rann upp september og þar fór af stað ótrúleg atburðarás. Lið sem var búið að vinna þrjá leiki allt sumarið þurfti þrjá sigurleiki og ekkert annað til þess að bjarga sér frá falli. Hvern- ig er að horfa til baka og hvernig fóruð þið að þessu? „Það breyttist í raun ekkert svakalega mikið nema það að þetta voru allt úrslitaleikir og líka leikir þar sem við vorum að mæta liðum í kringum okkur í fallbaráttunni. Sigurleikurinn gegn Fylki gaf okk- ur bæði von og trú á sama tíma og líka það að leikmennirnir fundu allt í einu að þetta væri mögulegt. Eft- ir á að hyggja var þetta auðvitað ótrúleg björgun en mér fannst við vera betri en liðin í kringum okkur. Þegar upp er staðið að þá færðu það sem þú leggur inn í svona dæmi þó svo að þessir sigurleikir hafi komið seint. Það eru þessi stig sem eru í boði sem þú tekur sem ráða úrslit- um hvort þú fellur eða ekki.“ Hafði gott af fríinu Svo til að toppa þetta fóruð þið í bik- arúrslitaleik eftir 18 ára eyðimerkur- göngu. En í aðdraganda leiksins varstu gagnrýndur fyrir að fara til Tenerife í stutt frí. Hvað fannst þér um þá gagnrýni? „Mér fannst það bara fyndið en þetta var bara það sem fólki fannst og einhverjum fannst þetta skrýtið. Þetta var búið að vera mjög krefj- andi tímabil fyrir mig og liðið. Svo kemur þetta tveggja vikna frí og ég ákvað í samráði við félag- ið og mína aðstoðarmenn að fara út í fimm daga, frá þriðjudegi til laugardags og þá var vika í leik. Svo var einnig landsleikjahlé og nokkrir leikmenn ÍA hvort sem er í lands- liðsverkefnum. Fyrri vikan var létt og skemmtileg til að taka mestan hitann af mönnum, ná þeim niður á jörðina, núllstilla þá og sú seinni uppbygging inn í leikinn. Ég hef enga skoðun á því að fólk hafi sett út á það að ég hafi farið út, þetta var ákvörðun sem ég tók í fullu samráði við mína yfirmenn og ég hafði bara mjög gott af þessu stutta fríi.“ Í bikarúrslit Bikarúrslitaleikurinn var loka- punktur tímabilsins og segir Jói Kalli að tilfinningin fyrir leikn- um hefði verið nokkuð góð og spennustigið í liðinu fyrir leik verið gott. „Við höfðum trú á því að við gætum lagt leikinn þannig upp að við gætum strítt Víkingi. Við ætl- uðum að treysta á hraða og áræðni, sérstaklega hjá Gísla og Viktori. Eins og leikurinn fór af stað að þá var Víkingur meira með bolt- ann en við beinskeyttari og leik- urinn hefði orðið allt annar ef við hefðum náð forystunni. Víkingur er með frábæra vörn og markmann til að verja forystu og því var erfitt að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik og það verður að segjast að við fór- um hálf vankaðir inn í hálfleikinn. En það breytir því ekki að við kom- um af ágætis krafti inn í seinni hálf- leikinn, spiluðum betur á löngum köflum og hefðum getað minnkað muninn. Menn vissu alveg að þetta yrði erfitt en mér fannst við aldrei gefast upp í þessum leik þó við hefðum lent tveimur mörkum und- ir. Margir af þessum strákum voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik en ég fann það aldrei að menn væru eitthvað sáttir með það að vera bara komnir þangað. Við töluðum um það að leiðin í úrslitin væri til þess að vinna bikarinn og við höfð- um alveg trú á því. En í svona úr- slitaleikjum færðu kannski ekki eins mikið af færum eins og í venjuleg- um leikjum í deildinni, þú þarft að nýta færin þín í svona leik til að eiga möguleika á að landa titli.“ Leikmannamálin Nú eru lausir samningar við nokkra leikmenn ÍA. Hvernig standa þau mál? „Við erum að vinna í því að semja við þessa leikmenn sem við viljum halda. Arnar Már hefur stigið til hliðar, Óli Valur hið sama. Dínó er farinn í Kára, Elias Tamburini verður ekki áfram og Aron Krist- ófer er genginn til liðs við KR. Við tókum þá ákvörðun að endurnýja ekki við þessa leikmenn, við höf- um samið við Alex Davey og það er ekki í okkar höndum með Ísak Snæ. Við viljum hins vegar semja við Hall Flosa, Árna Snæ, Sindra Snæ og Óttar og sú vinna er í gangi að reyna að semja við þá leikmenn sem við viljum halda.“ Stundum þarf að sveigja út af Nú hefur maður heyrt gagnrýnis- raddir um lítið vægi heimamanna í liðinu. Fyrir tveimur árum var kynnt stefnumörkun hjá KFÍA þar sem kom fram að byggja ætti liðið upp á yngri leikmönnum og ekki ná í aðkomuleikmenn ef þeir væru yfir 27 ára. Hvað finnst þér um þetta? „Ég skil hana alveg að mörgu leyti. Það er erfitt að skilgreina heimamenn og uppalda leikmenn. Það var birt í sumar grein um töl- fræði um heimamenn í liðinu sem mér fannst ekki alveg sanngjörn. Við erum með leikmenn eins og Árna Marinó, Jón Gísla, Brynj- ar Snær og Gumma Tyrfings sem komu flestir til okkar mjög ungir og hafa spilað með ÍA í yngri flokkunum. Stundum þarf að sveigja aðeins út af leiðinni sem þú hefur valið en stefnan hefur ekkert breyst og við munum halda áfram að vinna í takt við þessa stefnu.“ Nú hefur þú þjálfað liðið frá því um haustið 2017. Hvernig finnst þér þessi tími hafa verið og ertu sáttur við ár- angurinn? „Þessi tími hefur verið upp og niður þegar maður horfir til baka. Ég tók við liðinu eftir fall og við fórum beint upp aftur sem var alltaf markmiðið. Ég er gríðarlega stoltur með það að hafa verið í efstu deild síðan þá en það sem ég er mest sáttur með og finnst mikilvægt hlutverk hjá mér sem þjálfara er að hjálpa ungum strákum að fá tæki- færi til þess að komast út í atvinnu- mennsku. Ég tel mig geta miðl- að af minni reynslu sem leikmað- ur og hjálpað þeim og bent þeim á hvað til þarf að geta náð langt í fót- bolta. Það drífur mig mikið áfram að geta verið að vinna í félagi og vinna á stað þar sem ungir strák- ar fá tækifæri til að sýna sig. Þar sem þeir fá tækifæri til að gera mis- tök og spila meistaraflokksfótbolta frekar snemma sem hjálpar þeim að komast í landsliðin og að komast út. Einnig er ég ánægður með það að við höfum verið að þróa leikstíl- inn okkar með það fyrir augum að leikmennirnir okkar geti blómstr- að, geti sýnt sínar bestu hliðar og við séum að spila leikstíl sem önn- ur lið eru að spila á hinum Norð- urlöndunum. Það eykur líkurnar að leikmennirnir okkar veki athygli og komist í þennan glugga að geta komist út. Þó ég sé ekki alveg með tölfræðina á hreinu þá held ég að við höfum aldrei selt svona marga leikmenn á svona stuttum tíma á þessum árum frá því ég tók við. Það hefur að ég held bjargað okkar rekstri og ég er mjög ánægður með það.“ Erum með unga og efnilega leikmenn „Á sama tíma hefði ég viljað ver- ið statt og stöðugt að taka skref til þess að koma okkur hærra í töfl- unni. Það var frábært að komast í bikarúrslit en við viljum vera ofar í deildinni og viljum ekki vera í fall- baráttu. Þetta helst allt í hendur að við höfum verið að selja leikmenn og lítið komið í staðinn. Það sem hefur verið að gerast ár frá ári að rekstur félagsins var ekki í topp- málum og við þurftum að selja leikmenn til að rétta okkur af. Ég held að ef við horfum til framtíðar að þá er reksturinn núna í góðum málum og við erum með unga og efnilega leikmenn hérna sem geta hjálpað okkur að stíga næstu skref. Við viljum sem fyrst vera lið sem er að berjast í efri hluta deildarinnar. Þannig að þegar ég horfi til baka að þá er fullt af jákvæðum hlutum en alltaf eitthvað sem hefði getað verið gert betur. Ég hef alveg horft til baka á gagnrýninn hátt á sjálfan mig og reynt að bæta mig ár frá ári sem þjálfara og mun halda áfram að gera það,“ segir Jói Kalli, þjálfari ÍA, að lokum. vaks Byrjunarlið Skagamanna í leiknum gegn Víkingi. Ljósm. ak Jói Kalli í leik með Skagamönnum. Ljósm úr safni

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.