Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 20

Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202120 Tveir bátar á Akranesi, Ingi Rún- ar AK-35 og Emilía Ak-57, hafa í nokkur ár, hluta úr ári, verið gerð- ir út til veiða á grjókrabba. Afl- inn hefur farið stigvaxandi. Á síð- asta ári var afli þessara tveggja báta rúmlega átta og hálft tonn og það sem af er þessu ári er aflinn orðinn tæp 36 tonn. Blaðamaður Skessu- horns settist niður með eigend- um bátanna, bræðrunum Haraldi og Guðmundi Páli Jónssonum sem eiga Inga Rúnar og Böðvari Ingva- syni sem á Emilíu. Í áhöfn Inga Rúnars eru auk Haraldar skipstjóra þeir Hallgrímur Guðmundsson og Helgi Þór Kristínarson. Með Böðvari er sonur hans, hásetinn Jón Mýrdal Böðvarsson. Bárust með kjölfestuvatni Grjótkrabbi (Cancer irroratus) fannst fyrst við Ísland í ágúst árið 2006. Miðað við stærð krabbanna sem fyrst fundust höfðu þeir numið land að minnsta kosti sjö til átta árum áður. Líklegt er talið að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni flutningaskipa. Í dag er grjótkrabb- inn algengur í Hvalfirði og hefur auk þess fundist nokkuð víða við vestanvert landið og nú er talið að grjótkrabbann sé að finna við um það bil 70% strandlengjunnar um Ísland. Þar hafa straumar við landið mikið að segja því lirfur krabbans ferðast með straumum. Grjótkrabbinn virðist ekki eiga náttúrulega óvini að neinu ráði í sjónum kringum Ísland en við Norður-Ameríku og Kanada er grjótkrabbinn hins vegar helsta fæða humars. Humar við Íslands- strendur er hins vegar mun minni en ameríski frændi hans og á því ekki roð í grjótkrabbann. Grjót- krabbinn er jafnframt afar ágeng tegund sem virðist hafa hrakið aðr- ar krabbategundir, meðal annars trjónukrabba sem var áður al- gengastur, í burtu. Veiddir í gildrur Grjótkrabbaveiðar fara þannig fram að gildrur eru lagðar á botn- inn. Beita er sett í gildrurnar sem lokkar krabbann inn og kemst hann þá ekki aftur út. Gildruveiðar á Ís- landi hafa verið mjög takmarkað- ar og því kunnátta við verklag og þekking á frágangi þeirra við mis- munandi skilyrði á grunnslóðum lítil. Þekkt er að gildrugerð og beita hafa mikil áhrif á árangur veiða. Við veiðarnar eru aðeins stærstu krabbarnir hirtir. Kvendýrinu er sleppt auk þess sem karldýrum sem ekki ná 10,5 sentímetra skel- breidd er sömuleiðis sleppt. Með- alþyngd krabbans sem hefur veiðst er um 250 grömm en stærsti krabb- inn sem þeir hafa veitt var 565,5 grömm. Segja þeir félagar að það sé sennilega með stærri grjótkröbbum sem veiðst hafa. Kanna grundvöll veið- anna fyrir smábáta Tilgangur krabbaveiðanna hjá þeim félögum á Akranesi hefur frá upp- hafi fyrst og fremst verið að auka við þekkingu á veiðum, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba og kanna hvort grundvöllur er fyr- ir smábátaútgerðir að hefja veið- ar á honum með arðbærum hætti. Árangur veiða með mismunandi gildrum og beitu hefur verið skoð- aður auk prófana á veiðistöðum við mismunandi aðstæður. Að sögn þeirra félaga hafa krabbaveiðarn- ar gengið vel og mikið af krabba. „Nú er besti tíminn til þess að veiða grjótkrabbann,“ segir Böðv- ar. „Reynslan í fyrra sýndi okkur að krabbinn dýpkar á sér þegar veður gerast válynd.“ „Þessar tilraunir hafa staðið í nokkur ár en eru samt bara á byrj- unarstigi,“ segir Guðmundur Páll. „Þetta hafa verið tilraunaveiðar hjá okkur með fáum gildrum til þess að afla veiðireynslu og þekkingar á líf- ríkinu og átta okkur á veiðanleika grjótkrabbans. Við höfum verið að þróa fyrirkomulagið og útbúnaðinn við veiðarnar,“ segir hann. Hlutfall grjótkrabba af þeim krabba sem kemur í krabbagildrur hefur farið vaxandi við Ísland. „Það er bara grjótkrabbi sem kemur í gildrurnar,“ segir Haraldur. „Það sést enginn annar krabbi í gildr- unum. Trjónukrabbinn heldur sig bara sér og virðist vera að forða sér undan grjótkrabbanum.“ Að sögn þeirra félaga var trjónukrabbinn hins vegar aðeins um 40% þegar þeir byrjuðu fyrst að þreifa fyrir sér með þessar veiðar. Veiddur í klaustur Verið er að vinna í markaðsmál- um fyrir grjótkrabbann og hefur Skagamaðurinn Sturlaugur Har- aldsson verið þeim félögum afar hjálplegur en þess má geta að Stur- laugur starfar fyrir eitt stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki heims. Þá hef- ur Gísli Gíslason hjá Breið Þró- unarfélagi verið þeim innan hand- ar og segjast þeir félagar afar þakk- látir fyrir framlag þessara tveggja. Jafnframt hafa þeir verið í sam- starfi við Royal Iceland sem hef- ur verið að þróa aðferðir til þess að vinna grjótkrabbann. Royal Iceland hafa þegar hafið sölu á afurðum úr grjótkrabbanum fyrir neytenda- markað en fyrir jólin 2020 fram- leiddi fyrirtækið og seldi í verslanir „Konunglega krabbasúpu.“ Royal Iceland fékk eina stærstu úthlutun- ina frá Matvælasjóði á síðasta ári vegna fullvinnslu á grjótkrabba; 25,5 milljónir króna. „Samstarfið okkar við Royal Iceland hefur verið þannig að þeir hafa verið að vinna grjótkrabbann í svokallað klaustur,“ segir Guðmundur Páll. „Þá smíð- aði Böðvar ansi knálega vél til þess að gera þetta.“ Í N-Ameríku er grjótkrabbi nytjategund og hafa atvinnuveið- ar verið stundaðar á honum frá ár- inu 1974. Áhugi á tegundinni hef- ur aukist töluvert á síðustu tveimur áratugum og eru veiðar nú stund- aðar frá Maine í Bandaríkjunum að Nýfundnalandi í Kanada. Kína sem er stór markaður fyrir krabbakjöt er hins vegar lokaður fyrir íslenskum grjótkrabba. Skýringin er að grjót- krabbinn er ekki hluti af fríverslun- arsamningi sem íslensk stjórnvöld gerðu við Kínverja. Hann hefði þurft að vera á lista yfir matvæli sem höfðu áður verið flutt til Kína. Þar segja þeir félagar að íslensk stjórnvöld þurfi að girða sig í brók. Skoða tvær leiðir til að selja grjótkrabbann úr landi „Við erum í meginatriðum að skoða tvær leiðir til þess að selja grjótkrabbann úr landi,“ segir „Það bergmálaði í fjöllunum þegar grjótkrabbinn beit Hadda bróður“ Grjótkrabbaveiðar frá Akranesi ganga vel Bræðurnir Haraldur og Guðmundur Páll glaðbeittir á grjótkrabbaveiðum. Þegar strandveiðitímabilinu lauk í sumar buðu grjótkrabbaveiðimenn til mikillar veislu þar sem grjótkrabbi var meðal annars á boðstólum. Feðgarnir Böðvar Ingvason og Jón Mýrdal Böðvarsson við Emilíu AK-57. Böðvar íbygginn með fulla krabbagildru. Böðvar með góðan afla af grjótkrabba.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.