Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Page 21

Skessuhorn - 10.11.2021, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 21 Brákarey handverksframleiðsla er nýtt vörumerki í eigu Sláturhúss Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Þar eru nú framleiddar gærur og aðrar afurðir sem falla til við slátrun á vestlensku sauðfé. „Tilgangurinn er að auka verðmætasköpun, nýta betur afurðina og styðja nærsam- félagið á sjálfbæran hátt. Við fram- leiðum gæðagærur úr heimabyggð sem nú eru komnar í sölu heima í héraði, bæði í Ljómalind og Land- námssetrinu í Borgarnesi,“ seg- ir Eiríkur Blöndal, einn af eigend- um Sláturhúss Vesturlands í sam- tali við Skessuhorn. Gærurnar eru sendar til Svíþjóðar í sútun hjá fyr- irtækinu AB Tranås Skinnberedn- ing, sem er stýrt af sauðfjárbænd- um í Tranås í Smálöndum. Að sögn Ninju Ómarsdóttur, markaðsstjóra Brákareyjar, var ákveðið að senda gærurnar til Svíþjóðar í verkun til að stuðla að eins umhverfisvænni framleiðslu og hægt er. „Langflestir senda gærur til sútunar lengra aust- ur, til Austur Evrópu eða Asíu því það er ódýrara. En við ákváðum að senda okkar gærur til Svíþjóðar til að takmarka kolefnisspor. Við völd- um líka stöndugt lítið fyrirtæki sem leggur áherslu á umhverfismál. Það er kannski dýrara, en réttara fyr- ir umhverfið,“ segir Ninja. „Í Sví- þjóð eru strangar umhverfiskröfur og mikið eftirlit með fyrirtækjum og hjá þessu fyrirtæki er því hugsað vel um bæði umhverfið og aðbúnað starfsfólks,“ bætir Eiríkur við. Vonast til að fólk fari meira að sækja í nær- samfélagið Spurð hvort ekki sé hægt að súta gærurnar hér á landi segja þau enga slíka þjónustu vera á Íslandi, sem gæti tekið við því magni sem þau eru með. „Það var verksmiðja á Sauðárkróki sem lagði niður starfsemi einfaldlega því rekstur- inn stóð ekki undir sér. En það eru ótrúlega margt duglegt fólk að súta í heimahúsum, en myndi ekki ráða við það magn sem við erum með,“ svarar Eiríkur og bætir við að erfið- lega hafi gengið að halda úti svona starfsemi hér á landi vegna kostn- aðar. „Þetta er einfaldlega ódýrara annars staðar í heiminum og ekki hægt að keppa við það. En sjálf- bærni er framtíðin og vonandi för- um við í meira mæli að sækja þjón- ustu í nærsamfélaginu okkar,“ segir hann. „En það er líka ástæðan fyr- ir því að við völdum Svíþjóð, það er nær okkur og það skiptir máli að halda í svona þjónustu eins nálægt okkur og við getum og þá verðum við að nýta hana,“ bætir Ninja við. Fengið góð viðbrögð Aðspurð segja þau verkefnið fara vel af stað og að eftirspurnin sé fín. „Við höfum líka fengið mjög góð viðbrögð við gæðum vörunnar,“ segir Eiríkur og Ninja tekur undir það. Hjá Brákarey eru seldar bæði hvítar gærur og gærur í allskonar litum. „Íslensku gærurnar eru líka svo sérstakar að því leyti að þær eru töluvert léttari en flestar aðrar gær- ur. Þær eru líka oft fallegri því við erum ekki að glíma við skordýr sem herja á dýrin erlendis og skilja eft- ir sig ummerki á leðrinu,“ segir Ei- ríkur. Hjá Brákarey er hægt að fá bæði óklipptar gærur og stuttklipptar, en stuttklipptar gærur hafa í gegn- um árin gjarnan verið notaðar fyr- ir börn. „Það tíðkaðist hér áður fyrr að vera með gærur undir börnum í vögnunum. Ég held því miður að mín kynslóð hafi aðeins týnt þeirri kunnáttu og byrjað að nota allskon- ar vörur sem eru ekki úr jafn góð- um efnum, til dæmis úr gerviefnum. Ullin hefur bara svo marga góða eiginleika, hún er til dæmis einstak- lega góð til að halda jafnvægi á hita,“ segir Ninja og bætir við að stutt- klipptu gærurnar henti líka vel und- ir börn þegar þau liggja á gólfinu, þar sem er oft aðeins kaldara. „Svo eru þær bara svo mjúkar og góðar að liggja á,“ segja þau að lokum. arg Gærur úr heimabyggð til sölu í Borgarnesi Ninja Ómarsdóttir og Eiríkur Blöndal með gærur frá Brákarey í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Haraldur og Guðmundur Páll reiða fram trjónukrabba sem gestir gerðu síðan góð skil. Guðmundur Páll. „Annars vegar er það að flytja hann ferskan og lif- andi út með flugi og hins vegar að flytja hann út í klaustrum og soð- inn. Við erum bara að skoða hvort þetta sé grunnur sem hægt er að byggja á í framtíðinni og gerum ráð fyrir að málin verði farin að skýrast næsta vor.“ Guðmundur Páll leggur mikla áherslu á að samið verði regluverk fyrir grjótkrabbaveiðar. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er fýsilegt fyrir útgerðir að leggja í gríðar- legan kostnað við útbúnað og breytingar á bátum ef liggur fyrir hvernig veiðunum verður stjórn- að í framtíðinni. Haraldur segir að kostnaðurinn við að útbúa bát til krabbaveiða sé mikill. Bæði eru það veiðarfæri og annar útbúnaður og kostnaðurinn segir Haraldur að hlaupi á milljónum. Þeir félagar hafa tvívegis sótt um styrk til Matvælasjóðs en ekki feng- ið. Þeir segjast eiga svolítið erfitt með að átta sig á tilgangi Matvæla- sjóðs. „Okkur finnst þetta orka svo- lítið tvímælis,“ segir Guðmundur Páll. „Í fyrra voru þrjár umsóknir af Akranesi í Matvælasjóð en engin þeirra hlaut styrk. Þetta voru allt mjög góð verkefni sem verið er að þróa í fyrirtækjum á Akranesi. Það er afar mikilvægt að grunn- ur og stefna sjóðsins sé með þeim hætti að það sé alveg skýrt til hvers er ætlast. Ef að menn þurfa að vera einhverjir sérstakir sérfræðingar til þess að sækja um í Matvælasjóði, hver er þá tilgangurinn með sjóðn- um? Við erum búnir að finna mark- að fyrir krabbann og við erum bún- ir að senda út hugmyndir að afurð sem markaðurinn samþykkir. Það sem vantar er að þróa vinnsluþátt- inn. Svarið var nei, og í rökstuðn- ingi kom fram að okkur vantaði meiri markaðsþekkingu.“ Í lokin á spjallinu við grjót- krabbaveiðimennina tókum við upp léttara hjal og þeir félagar fóru að lýsa ýmsum háttum grjót- krabbans, meðal annars hversu fast hann gæti klipið með klónum. Guðmundur Páll lýsir því þegar Haraldur bróðir hans var klip- inn í fingurinn. „Hann bítur al- veg svakalega fast, það bergmálaði í fjöllunum þegar grjótkrabbi beit Hadda bróður í fingurinn, Haddi öskraði svo rosalega,“ sagði Guð- mundur Páll að lokum. frg/ Ljósm. aðsendar. Risakrabbinn sem vigtaði 549 grömm. Áhöfnin á Inga Rúnari. Helgi Þór, Haraldur, Hallgrímur og lengst til vinstri er Ursula Jassniker, kona Helga Þórs. Troðfull trjónukrabbagildra.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.