Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 22

Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202122 Eftir hádegi síðastliðinn miðviku- dag voru fjórar færanlegar kennslu- stofur ásamt tengibyggingum flutt- ar frá byggingarstað á Smiðjuvöll- um 22 á Akranesi og á lóð Grunda- skóla. Stofurnar eru settar upp við skólann til að mæta vaxandi fjölda nemenda en auk þess er hluti skólahúss nú í endurbyggingu og breytingum. Til flutninganna í síð- ustu viku þurfti fimm trailer flutn- ingabíla frá Bifreiðastöð ÞÞÞ. Lög- regla fór fyrir bílalestinni og stöðv- aði umferð enda fylltu húsin út í göturnar á leið þeirra. Það er er Trésmiðja Þráins Gíslasonar sem byggir kennslustofurnar. Nú verð- ur að sögn Þráins hafist handa við að koma kennslustofunum fyrir á lóð skólans og verða þær tilbúnar til notkunar í byrjun janúar. Meðfylgjandi myndir sýna flutn- ing húsanna og ferð þeirra um götur bæjarins. mm/ Ljósm. frg, mm & ej Það eru ýmis verkefni sem Hollvinasamtök Borgarness standa fyrir. Í haust hafa samtökin merkt elstu húsin í gamla bænum og ný- verið kom úr prentun götu- og þjónustukort sem teiknað er af El- ínu Elísabet Einarsdóttur. Kortið er nú komið í dreifingu til fyrirtækja í Borgarnesi. „Hollvinasamtök Borgarness þakka öllum þeim fyr- irtækjum sem tóku þátt í þessu ver- kefni og vilja jafnframt þakka Borg- arverki fyrir að styrkja prentun á kortinu,“ segir í tilkynningu. mm Hollvinasamtök Borgarness gefa út götukort Bílalest með kennslustofur í Grundaskóla

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.