Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Page 23

Skessuhorn - 10.11.2021, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 23 Dagur í lífi... Nafn: Rebekka Eiríks Fjölskylduhagir/búseta: Eigin- maður minn heitir Kristján Þór og við eigum tvær dætur sem heita Védís Fríða 19 ára og Aníta Hanna 16 ára. Við búum á Stað í Reyk- hólahreppi. Rekum saman félagsbú með móður minni sem heitir Sig- fríður Magnúsdóttir. Starfsheiti/fyrirtæki: Er bóndi og bý með kýr, kindur, hænur og stunda æðarrækt. Starfa einnig sem leiðbeinandi við Reykhólaskóla. Sé um smíðatíma fyrir fullorðna á vegum félagsþjónustunnar. Er í hlutastarfi við Hjúkrunarheimilið Barmahlíð. Áhugamál: Útivist og hreyfing, búskapurinn, ýmislegt handverk og margt fleira. Ég hef ekki tíma til að láta mér leiðast. Dagurinn: Fimmtudagurinn 4. nóvember. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Vaknaði klukkan 7:20 og gerði mig klára fyrir skóladaginn. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Borðaði hafragraut klukkan 9:10 í skólanum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór í vinnuna klukkan 7:50 og þarf að keyra um tíu kíló- metra leið þangað. Fyrstu verk í vinnunni? Byrjaði á að undirbúa kennslu í vali fyr- ir unglingadeildina. Sem sagt, þau eru í smíðavali og ég þurfti að taka til efni og fleira fyrir þau. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að kenna sköpun á mið- stigi og þau eru að gera verkefni um þau sjálf. Þau eru að gera lík- an sem segir frá þeim og áhuga- málunum og fleiru sem þau nota til að lýsa sér. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég borðaði hádegismat og spjallaði svo við samstarfsfólk mitt í smá stund áður en ég fór að kenna aftur. Hvað varstu að gera klukkan 14? Ég var í smíðastofunni að undirbúa næstu viku og einnig að gera klárt fyrir smíðatímann fyrir fullorðna hjá félagsþjónustunni sem byrjar klukkan 16. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég kláraði að græja og gera í smíðastofunni klukkan 16 og þá voru snillingarn- ir í fullorðins smíðinni að mæta. En það síðasta sem ég gerði í þeim tíma var að hjálpa einni að klára að mála hesta sem hún er að gera. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Þegar ég var búin í smíðatímanum fór ég heim í fjósið klukkan 18:30. Eftir fjós fór ég svo í fjárhúsin og kíkti á gemlingana og hænurnar. Þegar ég var búin að því fór ég í gönguferð og að undirbúa ferð til Hveragerð- is þar sem ég er að fara á námskeið sem heitir tálguleiðbeinandinn og verð þar seinnipart föstudagsins og á laugardag. Þarf að vera með kynningu þar og gera tálgmunina mína sem ég er búin að gera klára. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Það var brauð og súpa sem ég og móðir mín gerðum í samein- ingu. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var mjög fínt í hreyfingu og hug- leiðingum og undirbúningi á tálg- unarámskeiðinu. Hvenær fórstu að sofa? Fór að sofa um klukkan 24. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég las yfir kynninguna mína á tálg- unarámskeiðinu og setti svo vatn í skál fyrir hundana og spjallaði smá við þá. Hlustaði svo á sögu fyrir svefninn sem heitir Allt hold er hey eftir Þorgrím Þráinsson. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Átti bara mjög góðan dag með nemendum mínum bæði stórum og smáum. Eftir skóla var líka mjög fínt að undirbúa helgina á námskeiðinu. Eitthvað að lokum? Veit ekki hvernig ég á að orða það en er mjög heppin að starfa við mjög fjölbreytt störf sem gera flesta daga mjög skemmtilega. Búskapur- inn er líka mjög fjölbreyttur og gengur í mislöngum törnum. Bónda og leiðbeinanda Englaklæði er hópur á vegum styrktarfélagsins Gleym mér ei, fé- lags sem er til staðar fyrir fólk sem missir barn á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Tilgangur hóps- ins er að taka brúðarkjóla og gera úr þeim klæði til að jarðsetja börn í. Hópurinn hefur haldið svokall- aða saumadaga þar sem áhugasam- ir hittast og sauma saman, en vegna Covid hefur ekki verið haldinn saumadagur í nokkurn tíma. Næst- komandi laugardag, 13. nóvem- ber, á loks að halda saumadag og að þessu sinni í samkomuhúsinu við Þverárrétt í Borgarfirði. Sauma- dagurinn er opin öllum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verk- efni. Húsið verður opið frá kl. 10 til 16 og er fólki velkomið að stoppa stutt við eða jafnvel vera allan tím- ann. Þá er einnig hægt að koma og sækja efni og fá snið sent í tölvu- pósti svo hægt sé að sauma heima hjá sér. Er fólk beðið um að taka með sér saumavélar, skæri, tvinna og borða. Nánari upplýsingar um viðburðinn; Saumadagur Engla- klæða á Facebook. arg Englaklæði saumuð í Borgarfirði á laugardaginn „Vegna örrar fjölgunar Covid-19 smita með auknu álagi á heilbrigð- iskerfið bráðvantar fleira heilbrigð- isstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu. Óskað er eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðu- búið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Bakvarðasveit heilbrigðis- þjónustu var sett á fót í upphafi Covid-19 faraldursins þegar ljóst var að mikilvægar heilbrigðisstofn- anir gætu lent í mönnunarvanda vegna veikindafjarvista starfsfólks eða fjarvista vegna sóttkvíar. „Nú hefur ákall borist frá Landspítala og fleiri heilbrigðisstofnunum sem þurfa á fólki að halda og því er þess farið á leit að heilbrigðisstarfsfólk sem hefur tök á að veita liðsinni skrái sig í bakvarðasveitina. Nánari upplýsingar um bakvarðasveitina koma fram með skráningarformi sem er að finna á heimasíðu heil- brigðisráðuneytisins. Þar kemur fram að laun taka mið af kjarasamn- ingi/ stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á viðkomandi stofnun. mm Una útgáfuhús var að senda frá sér tvær nýjar bækur sem báðar hafa tengingu við Akranes. Annars vegar er það ljóðabókin Umframfram- leiðsla eftir Skagamanninn Tómas Ævar Ólafsson. Hins vegar er það skáldsagan Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur, þar sem Akranes er sögusvið bók- arinnar. „Umframframleiðsla er ljóð- ræn rannsókn á þeim verkefnum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar,“ segir í lýs- ingu á bókarkápu. Í leit sinni að lausn undan óefni í sálarlífinu leit- ar ljóðmælandi til þriggja kvenna; trúnaðarvinkonu, sálfræðings og ókunnugrar manneskju á öldur- húsi. Fjallar bókin um viðbrögð þessara kvenna. Bókin Guð leitar að Salóme fjallar um Salóme sem týnir ketti rétt fyrir jólin og í leit sinni að kettinum ven- ur hún komu sína á Kringlukrána. „Hún sest við barinn og skrifar bréf þar sem hún opinberar sig í fyrsta sinn. Bréfin eru stíluð á hina dular- fullu Helgu sem vann með Salóme í versluninni Betra lífi tíu árum áður. Með lifandi frásagnargleði afhjúp- ar hún sjálfa sig og leitar skilnings á fjölskyldusögunni, ástinni og sál- arstríði ungrar konu í grátbrosleg- um smábæjarharmleik þriggja ætt- liða á Akranesi,“ segir í lýsingu um bókina. arg Brýn þörf fyrir fleiri í bakvarðasveit heilbrigðisstofnana Guð leitar að Salóme er skáldsaga sem gerist á Akranesi. Tvær nýútkomnar bækur tengdar Akranesi Umframframleiðsla er ljóðabók eftir Skagamanninn Tómas Ævar Ólafsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.