Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 24

Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202124 Borgnesingurinn Jóhann Lind Ringsted býr ásamt konu sinni Ayaka og dótturinni Hönnu í hafnarborginni Sendai í norð- urhluta Japan og starfar þar sem kennari. Fjölskyldan kaupir stund- um í matinn á markaði sem stað- settur er við höfnina í Sendai. Hluti markaðarins er fiskmarkaður sem tengist beint við höfnina og hefur á boðstólnum nýtt sjávarfang. Versl- unin er nýleg og ekki langt frá þar sem Jóhann og fjölskylda býr. Fyr- ir tíu árum var ekkert á þessum slóðum því allt hafði sópast burt í flóðbylgjunni sem varð í Kyrrahafi 2004. Hverfið hefur verið hægt og rólega að byggjast upp síðastliðin tíu ár. Á ferð sinni um markaðinn rákust Jóhann og kona hans nýlega á plakat sem auglýsti hvalkjöt. Þegar hann skoðaði málið nánar fann hann í kjötborði markaðarins hvalkjöt sem greinilega var merkt íslenskt. Jó- hann segir að ekki hafi komið fram á umbúðunum hvers konar hval væru um að ræða en honum skild- ist að um væri að mjög gott stykki af hvalnum en ekki gúllas stykki eins og væru stundum seld á Íslandi og í Noregi. Jóhann sagði í samtali við Skessu- horn að þetta væri ekki í eina skipt- ið sem hann hefur rekist á íslenskar vörur í verslunum í Japan. Hann segir að Ísey skyr hafi komið á markað í Japan fyrir einu til tveim- ur árum og Jóhann segist reglulega sjá Ísey skyr í verslunum. Lamba- kjöt segist hann hins vegar aðeins hafa séð einu sinni í Japan en það var þegar lambið var kynnt í verslun Costco í Japan fyrir nokkrum árum. Jóhann segir að hvalkjöt hafi sér- stakt gildi meðal Japana, sérstaklega þeirra sem eldri eru og voru fæddir á eftirstríðsárunum og muna krepp- una sem ríkti í þar í landi eftir stríð. „Ég hef engan hitt í Japan sem sér eitthvað athugavert við hvalkjöt. Fyrrum yfirmaður minn talar um að þegar hann var ungur strákur þá var nánast alltaf hvalkjöt í matinn í skólum og það var hvalkjöt sem bjargaði Japönum í gegnum eftir- stríðsárin, hvalkjötið var það mikil- vægt. Ég hef borðað hval nokkrum sinnum síðan ég kom til Japan og bragðast kjötið ágætlega,“ segir Jó- hann að lokum. frg Matarhátíð sem halda átti á Hvann- eyri næstkomandi laugardag hef- ur verið frestað vegna fjölda smita í samfélaginu. Hátíðin verður að sögn skipuleggjenda haldin síð- ar og verða þá viðurkenningar fyr- ir Askinn veittar og önnur dagskrá sem búið var að skipuleggja „von- andi fyrir vorið,“ segir Margrét Björk, einn skipuleggjandi hátíðar- innar aðspurð um hvenær orðið gæti af viðburðinum. „En við erum ekki tilbúin að beygja okkur í duft- ið og fara bara heim og loka á eft- ir okkur. Við ætlum að gera það besta úr aðstæðum og í stað mat- arhátíðar ætlum við, í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, að prófa að vera með farandmatar- markað. Við ætlum að fara í bíla- lest og keyra um landshlutann og í stað þess að stefna hópi fólks saman á Hvanneyri förum við með mark- aðinn til fólksins og bjóðum upp á vestlenska matvöru beint úr bíl,“ segir Margrét. Enn er verið að setja saman dagskrá fyrir bílalestina, enda fyrirvarinn ekki mikill. „Ég held líka að þetta hafi ekki verið gert áður,“ segir Margrét Björk. Veisla á Vesturlandi er enn í fullum gangi en það eru allskonar matartengdir viðburðir sem haldn- ir verða allan nóvember í lands- hlutanum. Hægt er að finna upp- lýsingar um þá viðburði og matar- bílalestina á matarhatid.is. „Matur er okkar megin allan nóvember og nóg um að vera. En þetta eru við- burðir þar sem hver og einn passar upp á sig og sínar persónulegu sótt- varnir. Þetta verður að vera ábyrgð okkar allra og allir að leggja sitt að mörkum til að láta hlutina ganga vel“ segir Margrét. Allar nánari upplýsingar eru að finna á matar- hatid.is arg Um helgina snjóaði lítið eitt um vestanvert landið. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns í Ólafs- vík brá drónanum á loft og fangaði stemninguna á sunnudaginn. Börn- in í bænum urðu að vonum ánægð með þennan fyrsta nýfallna snjó vetrarins og renndu sér á þotum í brekkum og hólum. mm Snævi þakin Ólafsvík Bíll sem hefur verið leigður til að rúnta um landshlutann með matarmarkaðinn. Ljósm. aðsend Matarmarkaður á ferð um landshlutann Íslenskt hvalkjöt í kjötborði verslunar í Sendai í Japan. Ljósm. jlr Íslenskt hvalkjöt selt í kjötborði í Japan

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.