Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 27

Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 27 Vísnahorn Þessi árátta manna að vera sífellt að troða orðum í ákveðið form vekur ýmsum furðu en er reyndar drjúgútbreidd meðal mannkynsins þó ekki noti allir menningarhóp- ar sama formið. Má benda til dæm- is á hina japönsku hæku, írskættuðu limruna og sonnettuformið sem mun ítalskt að uppruna. Um ljóða- gerð sína kvað Leifur Haraldsson og nefndi afurðina „Hið góða sem ég vil.“ Ég undramarga aulabárða þekki sem ótrú sína á mér ei kunna að dylja, mér finnst því best að reyna að yrkja ekki þótt andstætt sé það mínum góða vilja. Að vísu hitti ég þá menn að máli sem mig til ljóðagerðar einart hvetja. En hvernig sem þeir stappa í mig stáli þeim stöðugt veitir betur, sem mig letja. Ég ginnast læt í viðsjáls vana hlekki. Það vissulega mætti þannig orðast; Hið góða sem ég vil ég geri ekki en geri það sem helst ég skyldi forðast. Vissulega eru menn misfljótir að yrkja eða mishraðkvæðir auk þess sem framleiðslumagnið er óneit- anlega töluvert breytilegt milli einstaklinga. Ef ég man rétt sem er svo sem ekkert öruggt var það Birgir Hartmannsson sem stakk þessari að afkastamiklum félaga sín- um á hagyrðingakvöldi: Góðan hug er gott að virkja, það gerir mann að hagyrðing. Þó er engin þörf að yrkja þrjátíu tíma í sólarhring. Um vísur Páls Ólafssonar sem vissulega var með skemmtilegustu hagyrðingum á sinni tíð kvað Jó- hann Bárðarson: Dýrar veigar mærðarmáls munu teygast lengi vængjafleygar vísur Páls verðfast eiga gengi. Sömuleiðis hefur oft farið svo að sumir hagyrðingar hafa orðið öðr- um vinsælli og ráða þá gjarnan orð- færi og yrkisefni nokkru um. Gísli Gíslason hét maður og gjarnan kenndur við Lágmúla á Skaga og nefndur Gísli Lági. Um hann kvað Lúðvík Kemp allmikinn brag og þar í þetta: Sveiflaði ljá með sviptingum á sinu gráa flókanum. Gæddi á strái gemlingum Gísli Lági af Skaganum. Limrurnar hafa átt vaxandi vin- sældum að fagna á undanförnum árum enda upplagt form fyrir gár- ungsskap landans. Þessi er eftir Sig- rúnu Haralds: Það fattaðist fyrir rælni er Freymóður Páll hinn vælni eldaði fiskinn og át hann og diskinn að hann var með félagsfælni. Í ráðherratíð Guðna Ágústssonar minntist hann oft á að gera íslenska hestinn að sendiherra okkar erlend- is. Þetta varð Inga Steinari að yrk- isefni: Guðni ýmsar klisjur kann og kjaftinn upp að sperra Gamla sorry Grána hann gerir að sendiherra. Einu sinni þótti það sjálfsagt að halda veislur stórar við öll hin seinni tugsafmæli og spara hvorki öl né átföng. Þegar Steingrímur í Nesi átti stórafmæli en hélt ekki upp á það orti Rósberg Snædal: Hörpustilli er staðan veik, Steingrím hyllir þjóðin keik, Ness er illa brugðið Bleik, bændur um fylleríið sveik. Í raun er það með ólíkindum hvað mikið hefur verið ort um áfengi í gegnum árin. Vissulega hefur áfengið eyðilagt líf margra en jafnframt verður að viðurkenn- ast að margir eiga líka áfenginu til- urð sína að þakka. Einn góður og gegn Húnvetningur var að aflokinni samkomu á Blönduósi spurður hvar hann hugsaði sér náttstað og svar- aði þessu til: Kannske fá nú sumir senn sem þá hefur langað, það er ljós hjá Línu enn og líklega fer ég þangað. Og um áfengið og samskipti sín við æðri máttarvöld kvað Bjarni frá Gröf: Oft ég drekk hjá vinum vín, vel ég Bakkus þekki. Þó bið ég guð að gæta mín. -Hann gerir það bara ekki. Guðmundur Albertsson á Heggs- stöðum bað á sínum tíma Ólaf Andrésson í járnvörudeild KB að taka frá fyrir sig verkfæri og kvaðst mundu láta vita fljótlega. Eftir fáa daga fékk Ólafur svohljóðandi bréf: Smergel rokk mig fýsir fá sem fyrir nokkru tókst þú frá, honum stokk í stinga má og stíla af þokka nafn mitt á. Knattspyrnumenn hafa af ýmsum ástæðum verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. Reynd- ar er það ekkert nýtt en um einn slíkan kvað Einar Baldvin Pálsson: -otelli er brattur Bal- bolta -lega sparkar fal- -ar hann mótherjana mal- og móðinn -veg úr dregur al- Og þá eru nú blessaðir stjórn- málamennirnir okkar ekki síðri efniviður fyrir blaðamennina. Má nánast segja að hvað sem þeir missa út úr sér verði á endanum frétta- matur og oftast notað á móti þeim ef nokkur möguleiki er og reynd- ar stundum þó svo sé ekki. Þekkt- um stjórnmálamanni varð það á að kalla konu í andstæðum flokki gluggaskraut og var nokkuð á orði haft um tíma. Ármann Þorgríms- son sá mynd af umræddum manni í glugga og sagði: Hann sem lengi á breiðri braut barðist hart og valda naut. Aldrei höfði öðrum laut -endaði sem gluggaskraut. Á kjördæmisþingi Framsókn- ar í NV kjördæmi árið 2006 urðu nokkrar umræður um forustuna og ýmislegt henni tengt og kvað þá Georg á Kjörseyri: Staðan í flestum málum er merk menn hafa í öngvu hrapað. Forustan er alveg firnasterk en fylgið að mestu tapað. Annar góður og gegnheill fram- sóknarmaður var Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóa- firði. Vilhjálmur var auk þess jafn- ákveðinn bindindismaður og vék hvergi frá sínum sannfæringum í hvorugu tilfelli. Eitt sinn á Fram- sókarsamkomu þar sem menn töldu Vilhjálm duglítinn við drykkju varð honum að orði: Þrátt ég verð að þola brigsl þar sem vínið er til taks. Kaffi og vatn ég kneifa á víxl kátur verð af þessu strax. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þó bið ég guð að gæta mín - hann gerir það bara ekki! Heima-Streymi var haldið á Akra- nesi á laugardagskvöldið í stað Heima-Skaga, sem féll niður um síðustu helgi vegna Covid-19 í bænum. Vakti uppátækið mikla lukku meðal þeirra sem á horfðu. Streymið var haldið í Blikksmiðju Guðmundar að viðstöddum örfá- um gestum. Var streymt í beinni út- sendingu á Youtube. Það var tón- listarfólkið Andrea Gylfadóttir, Eð- varð Lárusson og Bjartmar Guð- laugsson sem komu fram, en kynn- ar voru þau Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir. Skagafólkið Andrea og Eðvarð voru fyrst á svið. Þau fluttu lög sem Hallbjörg Bjarnadóttir söng í bland við önnur uppáhaldslög Andreu og Edda og gerðu það frábærlega vel. Bjartmar var næstur á svið. Mar- ía Helena Haraldsdóttir, kona Bjartmars, hefur sterka tengingu við Akranes en mamma hennar er þar fædd og uppalin. Þá er María einnig frænka Guðmundar Hall- grímssonar, stofnanda Blikksmiðju Guðmundar. Bjartmar flutti mörg af sínum þekktustu lögum eins og Negril, Með vottorð í leikfimi og Engisprettufaraldur. Þegar Bjart- mar hafði flutt lagið Þannig týn- ist tíminn var hann klappaður upp. Síðasta lagið sem hann flutti var að sjálfsögðu Sumarliði er fullur við gríðarlega góðar undirtektir þeirra fáu áhorfenda sem viðstaddir voru. Þegar þetta er ritað hafa rúmlega 2.325 horft á tónleikana á Youtu- be. Þeim sem misstu af tónleikun- um er bent á að hægt er að sjá þá á slóðinni fyrir neðan fréttina. Um- gjörð tónleikanna var hin glæsileg- asta en á sviðinu voru til sýnis nokk- ur verk eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason af nokkrum af þekkt- ustu tónlistarmönnum sögunnar. Þau Ólafur Páll og Hlédís vildu þau koma á framfæri þakk læti til allra sem hjálpuðu til við að gera þessa streymistónleika að veruleika. Heima-Streymi var skemmti- legt innlegg í Covid faraldurinn og gaman að sjá hvað er hægt að gera á stuttum tíma ef fólk er sam- taka. Allt tæknifólkið var Skagafólk, mikið til sami mannskapur og hefur komið að streymi frá Heima með Helga sem sýnt er í Sjónvarpi Sím- ans, t.d. frá Hótel Borg um síðustu verslunarmannahelgi. Þá má geta þess að Óli Palli og Hlédís eru búin að taka upp Skaginn syngur inn jólin. Lögin verða birt á vef Skessu- horns alla morgna frá 1. desem- ber til aðfangadags. Skagamenn og aðrir geta því farið að hlakka til því tónlistin sem var í Skaginn syngur inn jólin 2020 var alveg frábær og Óli og Hlédís lofa því að hún verði ekki síðri í ár. Slóð á tónleikana: https://www. youtube.com/watch?v=cQHD- 1hcDibY frg / Ljósm. Kristinn R. Kristinsson. Vel lukkað Heima-Streymi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.