Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202130 Hvað finnst þér um bann við lausagöngu katta á Akureyri árið 2025? Spurning vikunnar (Spurt í kattasamfélaginu á Akranesi) Grettir „Mér er skítsama, ég geri það sem mér sýnist.“ Mía „Þá held ég að allt fari nú í hund og kött.“ Nancý „Frekar myndi ég stökkva í sjó- inn en að þurfa að vera í bandi.“ Nala „Mér er drull.“ Aþena „Helst vilja hundar vera í bandi, hmm, á það að vera okk- ar vandi? Kettir flestir kunna að bjarga sér, kæri þetta ef bannið verður einnig hér.“ Alexandrea Rán Guðnýjardótt- ir úr Borgarnesi varð á laugar- daginn Norðurlandameistari í lyftingum, þegar hún keppti í -63 kg flokki unglinga í klassískri bekkpressu. Lyfti hún 97,5 – 102,5 – 110 kg. Það er persónu- leg bæting hennar um 12,5 kg og bæting á Íslandsmeti ung- linga um 10 kg. Alexandrea hafði lengi haft í huga að slá gam- alt met Fanneyjar Hauksdóttur sem hefur staðið frá 2015 og á laugardaginn tókst henni það með glæsibrag. mm Skallagrímur er enn að leita að sínum fyrsta sigri eftir tap gegn Grindavík syðra í Subway deild kvenna í körfuknattleik síðastliðinn miðvikudag. Skallagrímskonur skoruðu fyrstu tvö stigin og var það í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Grindavík tók strax frumkvæðið, komst í 9:4 og stað- an eftir fyrsta leikhlutann 19:10. Skallagrímur náði að halda að- eins í við Grindavík fyrstu mínútur annars leikhluta en síðan skoraði Grindavík ellefu stig í röð og kom sér í þægilega stöðu, staðan í hálf- leik 46:30. Munurinn hélst svipaður í þriðja leikhluta, liðin hittu frekar lítið og staðan 65:46 þegar liðin tóku smá hvíld fyrir lokahlutann. Í honum bætti Grindavík aftur við forystuna, skoruðu 23 stig gegn 15 stigum gestanna og unnu að lokum ör- uggan sigur, 88:61. Stigahæst hjá Skallagrími var landsliðskonan Embla Krist- ínardóttir með 20 stig, Niko- la Nedorosiková með 13 stig og Maja Michalska var með 10 stig. Hjá Grindavík var Hulda Björk Ólafsdóttir með 20 stig, Robbi Ryan með 16 stig og Jenný Geirdal Kjartansdóttir með 15 stig. Fram undan er landsleikjahlé og næsti leikur Skallagríms er því ekki fyrr en 21. nóvember þegar þær taka á móti liði Keflavíkur. Leik- urinn fer fram í Fjósinu í Borg- arnesi og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímur lék tvo leiki í liðinni viku í 1. deild karla í körfuknattleik og var sá fyrri á móti Hrunamönn- um frá Flúðum þriðjudaginn í síð- ustu viku í Borgarnesi. Skallagrím- ur var fyrir leikinn án sigurs í deildinni á meðan Hrunamenn höfðu unnið tvo og tapað þrem- ur. Heimamenn komu grimmir til leiks, komust í 7:0 og ljóst að þeir ætluðu að selja sig dýrt til að ná í sín fyrstu sig. Gestirnir náðu þó að halda í við Skallagrím það sem eft- ir var leikhlutans og staðan 29:22 við flautuna. Í næsta leikhluta var lítið skorað, 15 stig skoraði hvort lið og staðan í hálfleik 44:37 fyrir Skallagrím. Skallagrímur gerði svo nánast út um leikinn í þriðja leikhluta, skoraði fyrstu níu stigin á meðan Hrunamenn voru hálf ráðalaus- ir. Skallagrímur náði 20 stiga for- skoti fljótlega í leikhlutanum, hélt því út leiktímann og staðan orðin afar vænleg fyrir Skallagrím þegar flautan gall, 76:52. Í fjórða og síð- asta leikhluta var þetta bara spurn- ing hjá heimamönnum um að halda forskotinu og það gerðu þeir án mikilla vandkvæða, lokastaðan 93:67. Stigahæstir hjá Skallagrími í leiknum voru þeir Arnar Smári Bjarnason með 26 stig, Bryan Battle var með 16 stig og Simun Kovac með 13 stig og 13 fráköst. Hjá Hrunamönnum var Clayton Ladine með 15 stig, Kent Hanson með 14 stig og Karlo Levo með 12 stig. Skallagrímsmenn lögðu síðan í langferð á mánudaginn þegar þeir léku gegn liði Hattar frá Egilsstöð- um. Ferðaþreytan kom aðeins við sögu í byrjun fyrsta leikhluta því Hattarmenn komust mest ellefu stigum yfir, 20:9, en Skallagrím- ur náði þó að klóra vel í bakkann seinni hlutann og staðan 22:18 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var Skallagrími erfiður eins og oft í vet- ur, þeir voru alltaf skrefinu á eftir Hetti þó þeir gerðu ágætis áhlaup inn á milli en staðan í hálfleik 46:34 fyrir heimamenn. Þriðji leikhluti var ansi líflegur og eign Skallagrímsmanna. Bryan Battle bar nafn með rentu, barðist vel og skoraði 19 stig. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 67:62 og mikil spenna fram undan. Þrátt fyrir geysigóða baráttu þá náði Skallagrímur aldrei að komast yfir í leikhlutanum en komst næst því þegar ríflega tvær mínútur voru eft- ir. Þá náði Skallagrímur að minnka muninn í tvö stig en vantaði herslu- muninn og leiknum lauk með sigri Hattar, 92:87. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle sem var með 41 stig, Simun Kovac var með 12 stig og 14 fráköst og Bergþór Ægir Ríkharðsson með 10 stig. Hjá Hetti var Arturo Rodriguez með 25 stig, Timothy Guers með 17 stig og Matej Karlovic með 14 stig. Næsti leikur Skallagríms er gegn Selfossi næsta föstudag í Borgarnesi og hefst leikurinn klukkan 19.15. vaks Alexandrea Rán varð Norðurlandameistari Sjöundi tapleikur Skallagrímskvenna Embla Kristínardóttir átti góðan leik og skoraði 20 stig gegn Grindavík. Ljósm glh Skallagrímsmenn með sinn fyrsta sigur Bryan Battle skoraði 41 stig gegn Hetti. jósm. glh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.