Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vegagerð – hugsun út fyrir boxið Nú hefur ráðherra samgöngumála boðað róttæka breytingu á fjármögnun vega- kerfisins á næstu árum. Nú skulu gjöld af innflutningi bíla og sölu eldsneytis ekki lengur verða látin duga, heldur boðað að lagður verði sérstakur vegtoll- ur á alla sem aka í gegnum jarðgöng, óháð eldsneytisgjafa ökutækis. Ef tillög- ur ráðherrans ná fram að ganga eru líkur á að fólki verði mismunað eftir búsetu hversu stóran þátt það tekur í fjármögnun samgöngumannvirkja framtíðarinn- ar. Við sjáum til dæmis í hendi okkar ákveðinn forsendubrest í tilfelli þeirra sem valið hafa sér búsetu á Akranesi eða í Borgarnesi og stefna á að aka daglega til vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Sama má segja um íbúa á Ólafsfirði sem starfa á Siglufirði og svo framvegis. Það ber þó að taka fram að af viðbrögðum annarra stjórnarliða að dæma hefur málið ekki verið rætt á vettvangi stjórnarflokkanna enn sem komið er. Því er það hvergi nærri í höfn. Þegar ráðherrann kynnti þessar hugmyndir sínar í liðinni viku nefndi hann sérstaklega stórframkvæmd austur á fjörðum, þar sem bora á göng fyrir Seyð- firðinga að tengjast Héraði. Áætlað er að þessi göng muni kosta litla 47 millj- arða króna, eða um 70 milljónir á hvert mannsbarn á Seyðisfirði. Ekki veit ég hvort hagfræðileg rök réttlæta slíka framkvæmd, það má vel vera, en ég leyfi mér þó að efast. Ef við lítum okkur nær í þeim vegaframkvæmdum sem vissulega þarf að huga að á næstu árum má nefna hugleiðingar um nýtt vegstæði hringvegar í eða við Borgarnes. Nú hefur Vegagerðin hafið mælingar á allri umferð um og í gegn- um þéttbýlið í þeim tilgangi að geta kortlagt stöðuna og hvernig best sé að stefnumóta. Þá vakti töluverða athygli könnun sem Samgöngufélagið lét nýver- ið gera um afstöðu fólks til hugmyndar um færslu þjóðvegar um Borgarnes með nýrri landfyllingu sunnan við byggðina. Það skal áréttað hér að Samgöngufé- lagið er einn maður búsettur vestur á fjörðum. Könnun sem hann lætur gera og birtir hefur þannig ekkert gildi sem slík, eingöngu gefur hún vísbendingu um hver hugur fólks er til mögulegrar færslu vegar. Eðli málsins samkvæmt eru Borgnesingar mest á móti slíkri færslu vegarins. Vilja t.d. ekki skerða náttúru- lega strandlengju frá brúarsporðinum og innfyrir Bjarg. Vel skiljanlegt. Vegna fréttar Skessuhorns um málið ritaði Sigursteinn Sigurðsson arkitekt í Borgarnesi í síðustu viku ágæta færslu á íbúasíðu Borgarness um málið og fær jákvæð viðbrögð við hugrenningum sínum. Bendir hann m.a. á þann möguleika að framtíðarlega hringvegarins um héraðið verði fyrir sunnan Borgarfjörð, upp Borgarfjarðarbraut með brú yfir Hvítá og að vegurinn tengdist núver- andi þjóðvegi í Stafholtstungum við Bauluna. Undir það tekur annar góður og gegn Borgnesingur, Guðmundur Þór Brynjúlfsson. Hann segist lengi hafa ver- ið þeirrar skoðunar að framtíðarlega þjóðvegarins ætti að liggja sunnan Borg- arfjarðar og hitta „sjálfan sig“ aftur, e.t.v. við Bauluna. Bendir hann á að auðvit- að yrði það dýr framkvæmd; nýr uppbyggður vegur og brýr. Borgarfjarðarbrú- in og vegur gegnum Borgarnes myndi þó áfram gegna því hlutverki að þjóna byggð ofan við og í Borgarnesi ásamt Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Vegsæk- in þjónusta myndi færa sig að nýjum þjóðvegi. Bendir hann á að Borgarnes yrði allt annað samfélag eftir slíka breytingu. Þjónustuaðilar í Borgarnesi gætu einbeitt sér að þjónustu við þá sem þar vilja staldra við, dvelja og njóta. Nýr og endurbættur vegur upp héraðið myndi hins vegar stórbæta samgöngur um neðri hluta Borgar fjarðarhéraðs og stytta leiðina milli landshluta. Það er alltaf jákvætt þegar íbúar taka virkan þátt í umræðu um vegagerð með þessum hætti. Nú skal t.d. færa þjóðveg eitt frá miðbæ Selfoss og þar fagna íbúar væntanlegri breytingu. Blönduósingar er hins vegar í þrengri stöðu, því eðlileg færsla hringvegarins myndi færa bæinn langt úr alfararleið, ekki ósvip- að og staða Akraness er í dag. Allavega, þegar ráðamenn leggja til stórkostlega aukin veggjöld til að flýta framkvæmdum, er nauðsynlegt að íbúar tjái sinn hug áður en stórar og dýrkeyptar ákvarðanir eru teknar. Þá þarf nefnilega að hugsa út fyrir boxið. Magnús Magnússon Kraftvélar afhentu nýverið Hests- búinu í Andakíl tvær vélar. Um er að ræða Pöttinger TOP 842C múgavél og Weidemann 1160E liðlétting. Vélarnar eru báðar raf- knúnar. Logi Sigurðsson bústjóri á Hesti tók við vélunum ásamt Eyjólfi Kristni Örnólfssyni sér- fræðingi við LbhÍ og Ástrósu Ýr Eggertsdóttur sem sinnir afleys- ingastörfum á Hesti. Vélarnar eru komnar í notkun og láta búrekstar- aðilar á Hesti vel af nýju tækjunum. sþ Til að auðvelda ferðamönnum að skipuleggja ferðalög um Ísland á rafbílum fór Ferðamálastofa í það verkefni fyrr á þessu ári að að kortleggja staðsetningu hleðslu- stöðva fyrir rafbíla, með það fyrir augum að miðla þeim til innlendra og erlendra ferðamanna. Fyrsta afrakstur verkefnisins má nú sjá á ferðavefjunum visiticeland.com og ferdalag.is Inn á ferðavefnum visiticeland. com getur ferðafólk nú nálgast upplýsingar um hleðslustöðvar á korti, slegið inn upplýsingar um upphafs- og ákvörðunarstað og séð hvaða hleðslustöðvar eru aðgengi- legar á leiðinni. Þegar hleðslustöð er valin koma fram upplýsingar um hvers konar hleðslu er um að ræða og einnig þá gisti- og afþreyingar- möguleika sem eru í nágrenninu. Inn á ferðavefnum ferdalag.is var farin þá leið að kallaðar hafa verið fram upplýsingar um t.d. gistingu og afþreyingu. mm Í ársbyrjun 2022 birti Náttúrustofa Vesturlands frétt um að kennsl hefðu verið borin á tæplega eitt þúsund mismunandi háhyrninga sem ljósmyndaðir voru við Snæ- fellsnes. Nú hefur í fyrsta sinn ver- ið staðfest að villtir háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs. Er sú niðurstaða fengin með saman- burði á ljósmyndum sem staðfesta að í það minnsta þrír háhyrningar ferðuðust milli landanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verndarsamtökunum Orca Guardi- ans og Náttúrustofu Vesturlands. Háhyrningar eru ein af þrjátíu og fimm tegundum höfrunga og jafnframt sú stærsta þeirra. Greint er á milli háhyrninga út frá stærð og lögun bakhyrnunnar og grás bletts (söðulblettur) fyrir aftan og til hliðar við bakhyrnuna. Hver háhyrningur er einstakur að þessu leyti. Byggð hefur verið upp ítar- leg einstaklingaskrá um háhyrn- inga við Snæfellsnes með því að taka hágæðaljósmyndir af hverjum þeirra og vista þær í gagnagrunn sem notaður er til að skrásetja hvar og hvenær þeir sjást og í hvaða félagsskap. Háhyrningarnir þrír sem hér um ræðir hafa sést á þremur svæð- um við Ísland, þ.e. á Faxaflóa nærri Reykjavík, á Skjálfanda við Norð- austurland og við Snæfellsnes á Vesturlandi. Hafa þeir lagt að baki leiðina til Noregs (loftlína um 1.600 km) á 45 dögum eða minna. Þetta er fyrsta dæmi um háhyrn- inga sem fara á milli Íslands og Noregs, ef frá er skilinn Keiko, háhyrningurinn úr kvikmyndinni „Free Willy“ en honum var sleppt við Vestmannaeyjar og synti hann sjálfur alla leið til Noregs. Þetta eru þó ekki fyrstu dæmin um ferðir háhyrninga á milli Íslands og annarra landa, því nú þegar hafa Orca Guardians Iceland og sam- starfsaðilar þess staðfest ferðir 29 einstaklinga á milli Snæfellsness og Skotlands. Þar fyrir utan fóru fjór- ir einstaklingar frá Íslandi til Ítalíu, þar af synti einn úr þeim hópi alla leið til Líbanon og Ísrael („Ferða- lag Riptide“). Tekið er fram að allar ofan- greindar uppgötvanir hefðu ekki verið mögulegar án mikils og vax- andi tengslanets rannsakenda, hvalaskoðunarfyrirtækja og hvala- áhugafólks. gj Hleðslustöðvar á leið um landið Eyjólfur Kristinn, Ástrós Ýr og Logi taka hér við liðléttingn- um. Ljósm. af FB. Hestsbúið uppfærir tækjakostinn Síðastliðinn miðvikudag gerði smá glennu og nýttu starfsmenn á Hesti hana til heyskapar. Hér má sjá nýju rakstrarvélina í brúkun. Ljósm. mm Háhyrningur. Ljósmynd: Marie-Thérè- se Mrusczok / Orca Guardians Iceland / Náttúrustofa Vesturlands. Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.