Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 202214 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 1999 og er tekin í Borgarnesi þar sem Bylgjulestin með Hemma Gunn var á ferðinni og menn að taka vel á því í sjómanni. Hér eigast við Ingi B Reynisson og Kristinn bakari. Fjölnir Þorgeirsson stýrir leikum og Hemmi Gunn lýsir. Hestamannafélagið Dreyri hélt Íslandsmót áhugahestamanna um liðna helgi. Mótið var haldið að Æðarodda annað árið í röð. Keppt var í átta greinum í fjórgangi, fimmgangi, tölt- og skeiðgreinum en alls bárust 65 skráningar. Stine Laatsch, formaður mótsnefndar Dreyra, segir að flestir keppendur hafi komið af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandinu en fín þátttaka var einnig hjá Vestlendingum. ,,Flestir keppendur voru skráð- ir frá hestamannafélögum á Suður- landi eins og Spretti, Geysi og Sörla en það voru auðvitað nokkr- ir frá Dreyra og úr öðrum hesta- mannafélögum hér á Vesturlandi. Við vorum svo með fimm dómara sem allir komu af Suðurlandinu utan einn, hún Randi Holaker var í þeim hópi en hún er frá Skáney í Reykholtsdal. En þetta gekk allt saman mjög vel fyrir sig, það var góð stemning, slatti af fólki kom að horfa og við vorum svo með veitingasölu á staðnum. Völlur- inn fékk góð ummæli og svo voru knaparnir sem voru að koma annars staðar að fegnir að mótsnefndin sá fyrir húsakosti og heyi fyrir hrossin. Þannig að þetta gekk bara rosalega vel og við erum mjög ánægð,“ segir Stine í samtali við Skessuhorn. sþ Mth útgáfa á Akranesi gefur út glæpasöguna „Hin systirin“ eft- ir Mohlin & Nyström í þýðingu Friðriku Ben- ónýsdóttur. Þetta er önn- ur bókin í seríu um fyrr- um FBI-fulltrúann John Adderley sem starfar hjá rannsóknarlögreglunni í Karlstad í Svíþjóð. Á bókarkápu segir: „Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skap- að sér líf sem forritari og er höf- undur að vinsælli stefnumótasíðu ásamt Stellu systur sinni. Stella er gullfalleg og er andlit fyrirtæk- is þeirra systra út á við. Þegar Stella er myrt veit Alicia að lífi hennar er líka stefnt í voða – hún gæti verið næsta fórnar- lamb morðingjans. Fyrrum FBI-fulltrú- anum John Adderley er falin rannsókn máls- ins. Hann býr í Karlstad undir nýju nafni og þarf að glíma við skugga for- tíðarinnar. John hyggst yfirgefa Svíþjóð og morðrannsókn- in virðist ætla að reynast óvænt tækifæri fyrir hann til að komast undan leigumorðingjunum sem eru á hælum hans.“ -fréttatilkynning Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lauk keppni á Evrópumeistaramótinu á mánu- dagskvöldið, en mótið fer fram á Englandi. Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á mótinu féll liðið úr keppni eftir 1-1 jafntefli við Frakkland í þriðja og síðasta leik sínum. Áður höfðu úrslit leikja þess verið þau sömu gegn Belgum og Ítölum. Liðið hafnaði í níunda sæti á mótinu og var því einung- is hársbreidd frá því að komast í átta liða úrslit. Engu að síður var árangur liðsins frábær í alla staði og voru íslensku keppendurnir til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Fjölmargir Íslendingar fóru á leiki Íslands og voru í meirihluta áhorfenda á þeim öllum. Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns og fjölskylda hans voru í þeim hópi. Meðfylgjandi myndir sendi hann en þær voru teknar í aðdraganda leiksins gegn Ítalíu sl. fimmtudag í Manchester. mm/ Ljósm. tfk Íþróttamaður vikunnar Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni er hestakon- an Kristín Eir úr Reykholtsdal í Borgar firði. Nafn: Kristín Eir Hauksdóttir Holaker Fjölskylduhagir? Unglingur í heimahúsum. Hver eru þín helstu áhugamál? Hestaíþróttir. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vinna í hesthúsinu og allt sem snýst í kring um hestana. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Gallalaus. Hversu oft æfir þú í viku? Þegar það er skóli þá er ég að æfa fimm sinnum í viku eða meira en á sumr- in þá eru engar æfingar nema æfingar fyrir hestamót. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Jakob Svavar Sigurðsson. Alltaf góður. Af hverju valdir þú hesta- mennsku? Ég valdi hana ekki, ég fæddist bara í henni því það var ekkert annað í boði. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Ekk- ert leiðinlegt, bara skemmtilegt og það er allt skemmtilegt við hesta. Allt skemmtilegt við hesta Úrslit í Tölti T7. Þrír félagar frá hestamannafélaginu Dreyra voru í úrslitum. Magnús Karl Gylfason og Birting frá Birkihlíð urðu í 4. sæti, Belinda Ottósdóttir og Komma frá Akranesi í 6. sæti og Ólafur Guðmundsson og Mangó frá Viðivöll- um Fremri urðu í 7. sæti. Mynd: Carolin Giese. Dreyri hélt Íslandsmót áhugahestamanna Hressar stúlkur á leið á völlinn. Keppni lokið á EM í knattspyrnu Skagamaðurinn Bjarki Þór Aðalsteinsson var trommustjóri í upphitun og stýrði einnig hinu heimsþekkta „HÚ-I“ íslenskra áhorfenda á leikjunum. Haldið á völlinn. Hér eru meðal annarra Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, Guðni Th Jóhannesson forseti og Lilja D Alfreðsdóttir ráðherra. Hin systirin er ný kilja frá MTH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.