Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 202222 Síðastliðinn miðvikudag héldu pútthópar eldri borgara á Akra- nesi og í Borgarbyggð annað mót sumar sins af þremur. Þetta er tíunda árið í röð sem félögin halda þessa púttkeppni. Í júní var keppt í Borgarnesi, nú í júlí á Akranesi og 4. ágúst næstkomandi ráðast úrslitin á Nesvelli í Reykholtsdal. Fyrir- komulagið er þannig að árangur sjö bestu kylfinga úr hvoru félagi telur. Fyrir keppnina á miðvikudag höfðu Borgfirðingar 34 högga forskot, en það minnkaði í 24 högg. Veðrið lék við þá 53 keppendur sem þátt tóku á miðvikudaginn, eins og meðfylgj- andi myndir frá deginum bera með sér. Keppnin fór fram á tveimur púttvöllum á Garðavelli. mm Fyrsti starfsvetur Íþróttafélagsins Undra í Dalabyggð gekk glimr- andi vel. Boðið var upp á fótbolta og íþróttagrunn fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla, íþróttagrunn og körfubolta fyrir miðstig og blak og fótbolta fyrir elsta stig. Einnig var félagsmönnum eldri en 16 ára boð- ið á æfingar elsta stigs í blaki og fót- bolta einu sinni í viku ásamt því að boðið var upp á körfuboltaæfingu einu sinni í viku. Foreldrar og for- ráðamenn voru einkar duglegir að skutla börnum sínum á æfingar og erum við þeim þakklát fyrir það. Fótboltamót var haldið fyrir yngsta stig og var nágrönnum okk- ar á Reykhólum og Hólmavík boð- ið að vera með. Mótið heppnaðist einstaklega vel og var sammælst um að það yrði haldið aftur að ári. Tvö lið frá Undra kepptu á Smá- bæjarleikunum á Blönduósi og var fjör og mikil gleði þrátt fyrir að veðrið hafa ekki leikið við þátttak- endur. Hið árlega Sauðfellshlaup var haldið 19. júní á vegum Rjóma- búsins Erpsstaða og eins og áður rennur allur ágóði til styrktar góðu málefni í heimabyggð. Í ár varð Íþróttafélagið Undri fyrir valinu og erum við þeim hjónum á Erpsstöð- um innilega þakklát fyrir stuðn- inginn. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á búnaði fyrir næsta vetur en nýjungar eru á dagskránni. Bæjarhátíðin Heim í Búðardal var haldin 30. júní til 3. júlí og lét- um við í Undra ekki okkar kyrrt eftir liggja og buðum upp á keppni í undarlegum íþróttagreinum. Keppt var í pörum, annað hvort einn full- orðinn og eitt barn eða tvö börn saman í liði. Rúmlega 60 manns tóku þátt í keppninni þar sem keppt var í pokahlaupi, pokarjóma- þeytingu, stígvélakasti, barnsburði og smiðshöggi. Veðrið var fínt og var mikið hlegið og skemmtu kepp- endur og áhorfendur sér vel. Stjórnin er byrjuð að leggja drög að dagskrá vetrarins og verður boð- ið upp á nýjar æfingagreinar. Við hlökkum mikið til að kynna æfinga- töflu vetrarins á aðalfundi félagsins í lok ágúst. Með sumarkveðju, Stjórn íþróttafélagsins Undra Keppnin um sterkustu konu Íslands fór fram á Akureyri síðastliðinn laugardag. Sex keppendur voru mættir til leiks, þeirra á meðal Ellen Lind Ísaksdóttir sem hefur unnið titilinn seinustu þrjú ár og Ragn- heiður Ósk Jónasdóttir sem hefur verið í öðru sæti þessi þrjú ár síðan hún sjálf vann titilinn 2019. Hörð- ust varð keppnin þeirra á milli en það fór þó svo að Ragnheiður vann með 28 stigum en Ellen varð í öðru með 24 og fer titillinn því fimmta árið í röð í Vogana þar sem bæði Ellen og Ragnheiður eru búsettar. Nýliðinn Erika Mjöll Jónsdóttir úr Borgarnesi mætti sterk til leiks og hafnaði í þriðja sæti, aðeins þrem- ur stigum á eftir Ellen. Þá gerði Ragnheiður sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í drumbalyftu og varð fyrsta íslenska konan til að lyfta 100 kg. Mótið um sterkustu konu Íslands hefur nú verið haldið óslitið frá 2009, en var einnig haldið nokkrum sinnum á níunda áratug síðustu aldar. Í ár er þriðja árið í röð sem mótið er tekið upp og sýnt í sjón- varpi, og hefur stærð sportsins hjá konunum og umgjörð stækkað ár frá ári, en einnig hafa keppendur orðið öflugri. mm Kári gerði sér ferð út fyrir land- steinana á laugardaginn þegar þeir mættu KFS í Vestmannaeyjum í 3. deild karla í knattspyrnu og urðu að sætta sig við tap, 2-1. Lítið mark- vert gerðist í fyrri hálfleik en á sex mínútna kafla um miðjan seinni hálfleikinn skoruðu þeir Tómas Bent Magnússon og Ás ge ir Elíasson sitt hvort markið fyrir heimamenn og komu KFS í tveggja marka for- ystu. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson minnkaði muninn fyrir Kára sex mínútum fyrir leikslok en lengra komst Kári ekki og lokastaðan naumur sigur KFS, 2-1. Kári er nú í áttunda sæti deildar- innar með 17 stig eftir tólf umferð- ir en efst og jöfn eru KFG og Víð- ir með 24 stig og neðstu tvö sætin skipa lið ÍH og KH sem eru með níu og átta stig. Næsti leikur Kára er á móti Sindra næsta laugardag í Akraneshöllinni og hefst klukk- an 14. vaks KFB og Skallagrímur áttust við í A riðli í 4. deild karla í knattspyrnu á mánudaginn og fór leikurinn fram á Álftanesi. KFB hafði unnið einn sigur í tíu leikjum í riðlinum til þessa á meðan Skallagrímur er í baráttu um sæti í úrslitakeppn- inni. Sergio Jorda kom Skallagrími yfir eftir tæplega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Í þeim seinni hrukku Skallarnir í gang og skoruðu fimm mörk. Steindór Mar Gunnarsson var með tvö mörk og Viktor Ingi Jakobsson með eitt eft- ir klukkutíma leik og síðan bættu þeir Viktor Már Jónasson og Alexis Alexandrenne við sitt hvoru mark- inu eftir það, lokastaðan 0-6 fyrir gestina úr Borgarnesi. Staðan í riðlinum eftir tíu umferðir er sú að Hvíti riddarinn er efstur með 28 stig, Árbær er í öðru sæti með 25 stig og Skallagrímur með 24 stig. Liðin eiga eftir fjóra leiki í riðlinum og bæði Skallagrím- ur og Árbær eiga eftir leik við Hvíta riddarann sem sker líklega úr um hvaða tvö lið fara í úrslitakeppni 4. deildar í sumar. Næsti leik- ur Skallagríms í riðlinum er næsta mánudag gegn Kríu á Skallagríms- velli og hefst klukkan 20. vaks Skallagrímur með stórsigur á KFB KFS vann Kára út í Eyjum Borgfirðingar og Skagamenn á árlegu púttmóti Fréttir af Íþróttafélaginu Undra í Dölum Keppt í pokahlaupi, pokarjómaþeytingu, stígvélakasti, barnsburði og smiðshöggi Lið sem keppti á Fótboltafjöri Undra í mars. Keppnin um sterkustu konu Íslands Frá vinstri: Snæfríður, Hanna, Erika Mjöll, Ragnheiður, Ellen og Veiga. Ljósm. Árni Már Árnason Ragnheiður snarar hér 100 kílóa drumbi á loft og varð fyrsta íslenska konan til að lyfta þeirri þyngd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.