Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 7
REYKHOLTSHÁTÍÐ
Reykholt Chamber Music Festival
Sígild tónlist í sögulegu umhverfi
22. - 24. júlí 2022
Föstudagur 22. júlí - kl. 20
Mozart og Dichterliebe
Verk eftir Mozart, Schumann og
Karólínu Eiríksdóttur
Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju
Forsala aðgöngumiða á Tix.is
www.reykholtshatid.is
Sunnudagur 24. júlí - kl. 16
Atli Heimir og Beethoven
Verk eftir Rossini, Huga Guðmundsson,
Beethoven og Atla Heimi Sveinsson
Laugardagur 23. júlí - kl. 16
Weber og Dvorák
Verk eftir Weber, Dvorák og
Errollyn Wallen
Laugardagur 23. júlí - kl. 20
Sönglög og Strauss
Verk eftir Mozart, Jón Leifs, Jórunni Viðar,
Malmborg Ward og Richard Strauss
Í júnímánuði síðastliðnum afhentu
þau Páll, Ásta, Margrét og Guðný
Brynjólfsbörn kirkjugarðsbekk til
Stafholtskirkju. Bekkinn gáfu þau
til minningar um foreldra sína, séra
Brynjólf Gíslason og Áslaugu Páls-
dóttur. Þau Brynjólfur og Áslaug
bjuggu í Stafholti árin 1969-2008
en Brynjólfur sinnti starfi sóknar-
prests í Stafholtsprestakalli þessi
39 ár.
sþ
Úthlutanir úr Lóu - nýsköpunar-
styrkjum fyrir landsbyggðina hafa
nú verið tilkynntar og hljóta 21
verkefni styrk í ár. Verkefnin eru
fjölbreytt og eru meðal annars á
sviði nýsköpunar í matvælavinnslu,
uppbyggingu í vistkerfi nýsköp-
unar og STEAM greina og rann-
sókna á sviði sjávarfallavirkjana.
Þá sýndu umsóknir um styrkina að
um land allt er mikill áhugi hvað
varðar nýtingu og sköpun verð-
mæta úr þörungum. Fram kem-
ur á vef Stjórnarráðs Íslands að alls
bárust 100 umsóknir um styrki í ár
og samtals var tæpum 100 milljón-
um króna úthlutað til þeirra ver-
kefna sem matshópur taldi skara
fram úr. Hlutverk Lóu er að styðja
við nýsköpun, eflingu atvinnulífs
og verðmætasköpun sem byggir á
hugviti, þekkingu og nýrri færni, á
forsendum svæða á landsbyggðinni.
Styrkirnir veita aukinn slagkraft
inn í nýsköpunarverkefni og stuðla
að auknu samstarfi um land allt.
Nokkrir styrkir
á Vesturland
Þörungamiðstöð Íslands, sem er
nýstofnað rannsókna- og þróunar-
setur um stórþörunga á Reykhól-
um, fékk styrk að upphæð 8,1 millj-
ón en hæsta Lóu styrkinn að þessu
sinni fékk Sjótækni ehf. á Tálkna-
firði, tólf og hálfa milljón.
Breið þróunarfélag á Akra-
nesi fékk tvo styrki frá Lóu. Sá
fyrri hlýtur Algó ehf., 2,5 milljón-
ir króna, fyrir verkefnið Særækt
en það áformar uppskölun fram-
leiðslu sæmetis, sjávargrænmet-
is sem til þessa hefur verið þróað
út frá sjálfbærri nýtingu á villtri
náttúruauðlind, með því að nýta
einstakar aðstæður á Íslandi til
ræktunar sjávar þörunga í blandaðri
hringrásarlandrækt. Í verkefninu
verða viðskiptalegar og tæknilegar
forsendur grundvöllur arðbærrar
særæktunar. Þá fékk Breið líftækni-
smiðja ehf. styrk upp á 2,8 millj-
ónir króna en í lýsingu á því ver-
kefni segir: „Mikilvægt er að geta
tekið grunnrannsóknir yfir á hag-
nýtingarstig. Líftæknismiðjunni er
ætlað að brúa bil milli grunnrann-
sókna og hagnýtingar hugmynda
með því að veita frumkvöðlum og
fyrirtækjum aðstöðu til uppskölun-
arrannsókna og þróunarvinnu á
framleiðsluferlum.“
Nánar má sjá upplýsingar um
styrkþega og verkefnin á síðunni
stjornarradid.is.
vaks
Bekkurinn sem gefin var Stafholtskirkjugarði til minningar um hjónin séra
Brynjólf Gíslason og Áslaugu Pálsdóttur sem bjuggu í Stafholti í 39 ár.
Gáfu Stafholtskirkju bekk
Úthlutað nýsköpunarstyrkjum
úr Lóu sjóðnum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Gísli
Gíslason á stofnfundi Nýsköpunarnets
Vesturlands (NýVest) í apríl síðast-
liðinn. Ljósm. vaks