Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 19 Krossgáta Skessuhorns For- viða Speki Rólegur Feiti Spurði Blek Sýður Tölur Leikni Nefndi Fag Röst Hratt Kvað Ullar- hnoðrar Röstin Ætla Faðmur Korn Kjáni Fugl Bústað- urinn 1 Rauf Upp- spretta Ötular Rasar Stök Hress Læra Sort Kollótt 6 Hvíli Skyn Form Tónn Sérhlj. Gelt Mjór Undin Út- jaskar Nafn- laus Óskar Svar Gort Smetti Eldstó 5 Slark Heilir Fata Angar Röð Kvabb 3 Áhald Vangi Sérhlj. Sigti Aðstoð Keyrði Missir Ekrur Kerald Vær 2 Hróp Egg Túlkun Slök Gaffall Eind Þrek Völlur Átt Sár Barn Kvísl Kátt Skip Beljar Lúga Tvíhlj. Hvíld Umbun Á skipi Þýður Mótar 8 Hindra Sk.st. Aðferð 50 Grugg Happ Haka Óþægur Unaður Dæld Kven- hetja 7 Fum Lap Áform Óttast Hljóta Hvílt Blöð Kvakar Afrek Borð- hald Alltaf Sefa Fag Vægð 4 Kyn 1 2 3 4 5 6 7 8 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilis- fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Tómstund“. Heppinn þátttakandi var Ævar Sigurðsson, Laugarbraut 7, 300 Akranesi. Á S K O R U N E F N I F H R Ó A F Ó N Æ Ð I E R L A V A T N A T A R G L O T T A L T A N V A R Ð E L D U R T E Ö R T A L A O F D R Ó N I S T I N A U G A L E N S I Ð N L I P S H Á L S N E F D R Ó M A N N Ú Ð G Á M A R S V Ö L A L B U R A F T A N Á A U M A R R A U R D Ö G G N Æ T Ó M U R U R Ö D D R I T T A K F L Ó I T Á A R A S K Ó L S P U R N V O S K Á T T K A G A R K A S T A R E I M U R F Á U N S Ö R N K N Ö R R Ó L M L A A R A T N N T A F L A T Ó M S T U N D Í vetur kom upp hugmynd með- al starfsmanna Íslandspósts um að hlaupa gamlar landpóstaleiðir. Leiðin frá Staðarskála í Hrútafirði, um Haukadalsskarð og í Búðardal, kom strax sterkt til greina, enda fal- leg og hæfilega löng leið, eða um 50 kílómetra. Og til varð hug- myndin að Pósthlaupinu. Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðar- skála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Döl- um og eftir honum og Vestfjarða- vegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 kílómetra, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 kílómetra, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Leiðin er talsvert á fótinn fyrir þau sem fara 50 kílómetra, því Haukadalsskarðið er í um 375 metra hæð, en styttri leiðirnar eru auðveldari, hvað það varðar. Dagsetning hlaupsins er 6. ágúst næstkomandi, hefst klukk- an 9.00 við minnismerki landpósta við Staðarskála, við Kirkjufells- rétt um kl. 11:30 og frá Búðardals- flugvelli hlukkan 13:30. Boðið er upp á rútuferðir frá Búðardal og á upphafsstaðina, en allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag eru á https://hlaup.is/vidburdir/post- hlaupid-06-08-2022 Sprottið úr afmæli forstjórans Fréttaritari Skessuhorns spjall- aði við Ragnar Kristinsson við- skiptastjóra hjá Póstinum um það hvernig hugmyndin að þessu hlaupi hafi kviknað. Ástæðan er svolítið skemmtilega persónuleg, að hans sögn, en Þórhildur Ólöf Helgadótt- ir forstjóri Póstsins verður fimm- tug á árinu og langaði til að hlaupa 50 kílómetra af því tilefni. Í upp- hafi sáu þau fyrir sér að þetta yrði innan hússviðburður, sem starfs- menn Póstsins gætu tekið þátt í, en fljótlega fóru þau að hugsa stærra og langaði að tengja viðburðinn við póstmannaleið. Við Staðarskála hittust landpóstar af stóru svæði hér á árum áður og skiptust á pósti og er af því tilefni minnisvarði á þeim stað. Staðarskáli þótti því til- valinn upphafsstaður fyrir svona hlaup. Ragnar er mjög spenntur fyrir þessu skemmtilega verkefni, sem þéttir hópinn innanbúðar hjá Póstinum og tengir landshorna á milli. Dekrað við hlaupara Hlauparar í Pósthlaupinu greiða þátttökugjald sem rennur beint til Björgunarsveitarinnar Óskar í Búðardal og Ungmennafélags- ins Ólafs Pá. Góð samvinna er milli Póstsins og heimafólks um skipulagið og mun Valgerður Ásta Emilsdóttir, stöðvarstjóri Póstsins, ásamt fleira starfsfólki Íslandspósts, taka á móti hlaupurum með góm- sætum veitingum úr héraði. Hún vonast til að sem flestir bæjarbúar og nærsveitungar taki þátt í hlaup- inu, aðstoði við það eða bara mæti og gleðjist með hlaupurunum. Hún segir að tjaldstæðið í Búðar- dal sé eitt það besta á landinu og upplagt að taka alla fjölskylduna með í hlaupaferð vestur. Þeir sem koma lengra að geti skotist í sturtu í félagsheimilinu eftir hlaupið eða skellt sér í sund í Sælingsdal. Þess má geta að gistimöguleikar eru margir í Dölunum, allt frá hót- elum til tjaldsvæða og um að gera að skoða það tímanlega, þar sem talsvert er bókað yfir sumarið. bj Pósthlaup um fornar slóðir milli Hrútafjarðar og Dala Hér má sjá graf um hækkunina í metrum, sem þátttakendur í lengsta hlaupinu þurfa að takast á við. Hækkunin er hér um bil öll í upphafi, þannig að þeir sem fara lengst, takast á við mesta erfiðið. Hér við Kirkjufellsrétt og Draugafoss í Haukadal er upphaf 26 kílómetra hlaupsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.