Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 13 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð Laugardagurinn 23. júlí 2022 kl. 13 í Bókhlöðu Snorrastofu Merkir kirkjugripir í Borgarfjarðarhéraði Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður flytur Í fyrirlestrinum fjallar Þór um ýmislegt sem hann telur merkast af því sem kirkjur Borgarfjarðar hafa eða höfðu að geyma og minningarmörk í kirkjugörðum. Kirkjurnar, sem um ræðir eru allar friðaðar, byggðar fyrir 1918. Umræður Aðgangur ókeypis Verið velkomin R 1 7 4 G 3 0 B 3 4 PA N T O N E 2 0 1 C 2 0 M 1 0 0 Y 1 0 0 K 1 5 H E X a e 1 e 2 2 R 2 1 6 G 5 0 B 4 8 PA N T O N E 2 0 0 o r PA N T O N E 2 0 1 ( 7 0 % ) C 9 M 9 5 Y 9 0 K 1 H E X d 8 3 2 3 0 Um síðustu helgi var blásið til fimm ára afmælis Bowie veggjar- ins við Kirkjubraut á Akranesi með tónleikum og listsýningum en Dav- id Bowie hefði orðið 75 ára á þessu ári. Björn Lúðvíksson, eða Bjössi Lú eins og hann er jafnan kallað- ur, er einn þeirra sem hratt af stað þeirri framkvæmd að mála þenn- an heiðursvegg. Hann málaði hann að mestu leyti á þremur mánuð- um ásamt Halldóri Randver Lárus- syni sem útfærði verkið og mál- aði aðeins með honum þetta flotta listaverk. Einnig er Bjössi Lú búinn að tengja saman nokkra listamenn á Akranesi sem ætla að gera mynd af Bowie, hvert með sinni tegund af list sem verður dreift víða um bæinn í gluggum verslana. Samhliða afmælinu var sýning í gamla Landsbankahúsinu og tri- bute tónleikar niðri á Breið. Á sýn- ingunni í Landsbankahúsinu komu Bowie aðdáendur saman og sýndu muni sem þeir hafa keypt, eins og plötur, myndir og hvaðeina. Þar gátu aðdáendur David Bowie hist og rætt saman um goðið sitt og söngkonan Heiða Eiríks steig á stokk á laugardeginum. Sama kvöld var Bowie-tribute hljómsveitin Lizt með tónleika á Breiðinni í skemm- unni við hliðina á Hafbjargarhús- inu en hljómsveitina skipa þeir Róbert Marshall, Þór Freysson, Hersir Sigurgeirsson, Gunz A La Tomma og Kristinn Gallagher. Hljómsveitin flutti á þriðja tug laga sem spanna feril þessa magnaða tónlistarmanns. vaks Bowie veggur Bjössa Lú. Ljósm. vaks. Bowie hátíð var á Akranesi um helgina Á sýningunni í Landsbankahúsinu komu Bowie aðdáendur saman og sýndu muni sem þeir hafa keypt, eins og plötur, myndir og hvaðeina. Hér ræðir Bjössi Lú við gesti. Ljósm. Hilmar Sigvaldason. sem maður stendur á tindi heims- ins, er að taka á móti barni, barn að prófa nýja sleðann sinn eða hvað sem er; eitthvað þar sem gleðin er alveg á fullu. Þá mynd setur maður við hliðina á þeirri slæmu. Maður horfir vel á góðu myndina og tekur svo afrit af henni. Það er mikilvægt að taka ekki myndina sjálfa, held- ur afrit sem maður svo færir ofan á slæmu myndina. Svo fer mað- ur aftur til baka og horfir á góðu myndina, en dvelur ekki við hina og gerir þetta aftur og aftur þar til maður er búinn að drekkja slæmu myndinni í afritum af hinni. Það er samt gríðarlega mikilvægt að taka afrit, en skilja frummyndina eftir, því annars gæti hún farið að tengj- ast slæmu myndinni og þá er ég búinn að eyðileggja góðu myndina. Þetta er eitthvað sem ég hef ómeðvitað gert og hann lýsti fyr- ir mér. Ég gleymdi því stundum að taka afrit, tók myndina sjálfa. Það er nefnilega grundvallar atriði, því maður má ekki eyðileggja góðu myndirnar. Þú verður að eiga þær, það eru þær sem bjarga þér. Svo verðum við að fá að hafa svarta húmorinn okkar í friði,“ bætir Ein- ar við og hlær. Allir komi aftur heim Einar gegnir starfi slökkviliðsstjóra í Stykkishólmi. Um 20 manns eru í liðinu, en einhverjir þeirra stunda sjóinn og eru því ekki alltaf í landi þegar útkallið kemur. Það er ekki óskastaða, en Einar segist ekki tíma að missa þá menn, þeir séu til að mynda ómissandi ef gera þarf við bílinn. Hugmyndir hafa komið upp um að sameina slökkvilið á Snæfells- nesi. Einar segir það góðra gjalda vert, en sveitarstjórnarmenn líti þó gjarnan á það þannig að ef það sé sameinað sé hægt að minnka umfang slökkviliðs. Það sé alrangt. „Maður heyrir stundum að þá þurfi bara að hafa einn bíl á hverj- um stað, en það er rangt. Hættan er að í útkalli gerist eitthvað ann- að sem þarf að sinna. Á hverjum stað þurfa að vera tveir dælubílar, í lagi. Það þarf helst að vera tankbíll, vegna þess að við þurfum stundum að sækja vatn í sveitinni þar sem ekki er hægt að komast í það. Þá þurfum við í raun þrjá bíla á hverj- um stað.“ Hann nefnir sem dæmi spítal- ann í Hólminum, en fyrir liggur að þangað verði dvalarheimilið fært. Hann er sjö hæðir þar sem hann er hæstur, en viðmiðið sé að ef hús eru meira en tvær hæðir, að ekki sé talað um með bröttu þaki, þurfi körfubíl eða stigabíl. „Ekki endilega til að bjarga fólki, heldur til að tryggja öryggi mannanna minna sem eru að vinna. Langbest er að vinna þakið úr körf- unni, en ef hann þarf að fara út á þakið þá get ég hengt fallvarnar- beltið hans í körfubíl en ekki þak- ið sem ég veit ekki hvort er í lagi. Það versta sem ég held að nokk- ur stjórnandi upplifi, hvort sem er í björgunarsveit, slökkviliði eða í öðru, er að koma ekki með alla mennina heim. Mennirnir mín- ir eiga fjölskyldur og ég verð að hugsa, ekki bara um þá, heldur allt sem er í kringum þá.“ Að flýta sér hægt Með hærri aldri fylgir aukin reynsla og Einar segist geta orðið greint alvarleika útkalla björgunarsveit- anna af fyrstu SMS-skilaboðun- um. Það sé mikilvægt, því slíkum boðum fylgir spenna og adrena- lín. Kallið getur komið um miðja nótt og menn eru bara farnir og þó útkallið sé stutt, kannski ekki nema klukkutími, þá er erfitt að ná sér aftur niður og sofna. Því sé mikil- vægt að flýta sér hægt. „Ég lærði það úti í Englandi, við vorum að skoða flugeldaverksmiðju þar. Þar var sagt að það væri brott- rekstrarsök að hlaupa. Hvað áttu við, spurðum við, jú, ef einhver er hlaupandi, þá þýðir það að eitthvað er að og það getur skapað óðagot. Það er auðvitað ekki brottrekstrar- sök að hlaupa ef eitthvað raunveru- lega gerist, en annars skaltu bara ganga rólega.“ Viljinn til að bjarga, hjálpa til, getur heltekið fólk í útköllum og það sést ekki endilega fyrir. Því miður sé það stundum þannig í óveðursútköllum að fólk sé að hætta lífi og limum til að bjarga dauðum hlutum. „Þakklæðningin á fæðingar- deildinni var úr áli og ég man að það gerðist á fjögurra ára fresti að það var komin tæring og þá fauk þetta í óveðrum. Þá þurfti alltaf að skera þetta frá, því annars slóst þetta í gluggana. Menn voru stund- um að fara upp og gera þetta í snarvitlausu veðri. Þetta er tóm vitleysa, þó þetta hafi sloppið. Við þurfum að hugsa um fólkið. Þak- plöturnar eru að fjúka af húsinu, en þær verða bara stundum því miður að fjúka. Starf í björgunarsveitum er lífs- stíll og Einar segir að með ein- földum hætti megi skipta fólki upp í tvennt; þau sem hætta eftir um fimm ár og þau sem eru áratugum saman í björgunarsveit. „Ég væri til að skoða hvað veldur þessu. Hvað veldur því að menn verða svona klikkaðir, eins og ég?“ segir Einar að lokum og hlær. kóp Áföll tekst Einar á við með því að taka í huganum afrit af myndum af góðum minningum og færa yfir þær slæmu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.