Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 17 Síðastliðinn föstudag var afhjúpað nýtt upplýsingaskilti um gönguleið- ir á Hafnarfjall og „Tindana sjö“ á bílastæðinu við rætur Hafnarfjalls, við gamla þjóðveginn. Uppbygging gönguleiðarinnar á Hafnarfjall er fyrsta stóra verkefnið sem Ferðafé- lag Borgarfjarðarhéraðs tekst á við, en félagið var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Í verkefninu fólst að stika leiðina upp á Hafnarfjall og lagfæra lítillega, hreinsa burtu girðingaleif- ar sem voru meðfram stórum hluta leiðarinnar, stækka og lagfæra bíla- stæði við rætur fjallsins og svo núna að setja upp upplýsingaskilti þar sem lýst er gönguleiðum á fjallið og sagt frá jarðfræði þess og sögu. „Sjálf- boðaliðar á vegum Stikunefndar FFB sáu um að stika leiðina upp á fjall, lagfæra gönguleiðina og fjar- lægja gamlar girðingar, en það var umtalsvert þrekvirki. Vegagerðin sá síðan um að stækka og lagfæra bíla- stæðið en það gamla var talið ógn við umferðaröryggi,“ sagði Gísli Einarsson forseti FFB í samtali við Skessuhorn. Gerð upplýsingaskiltisins er styrkt af Norðuráli og uppbygging gönguleiðanna af Hvalfjarðar- sveit. Þá hefur FFB fengið vilyrði um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna áfram- haldandi framkvæmda á Hafnar- fjalli. „Frekari áform eru uppi um uppbyggingu gönguleiða á Hafnar- fjall. Stefnt er að því á næstu miss- erum að setja merkingar á alla tindana sjö og þá er að hefjast vinna við gerð útsýnisskífu sem verður á toppi Hafnarfjalls.“ Eftir að nýja upplýsingaskiltið var afhjúpað var félagsmönnum og gestum boðið að þiggja veitingar. glh Ólafsdalshátíð fór fram um liðna helgi. „Hátíðin tókst mjög vel, margt var um manninn og allir skemmtu sér konunglega,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson for- maður Ólafsdalsfélagsins. Fjölbreytt dagskrá var í boði. Meðal annars var hægt að fara í göngutúr með fornleifafræðingi frá Fornleifastofnun Íslands þar sem víkingaaldarskálinn var skoð- aður auk minja sem grafnir hafa verið upp á staðnum. Dalurinn er ríkur af minjum sem skoða þarf betur, að sögn fornleifafræðing- anna sem tóku til máls á hátíðinni. Handverks- og matarmarkaður var á staðnum sem og hátíðardagskrá sem endaði á tónleikum með Bjart- mari Guðlaugssyni. Spáð hafði verið votviðri sem gekk ekki eftir svo gestir nutu dagsins í logni og blíðu. Sumaropnun er á íbúðar- og skólahúsinu í Ólafsdal til 1. ágúst þar sem opið er alla daga klukk- an 12-17. Þar eru einnig til sýn- is listaverk eftir bræðurna Halldór og Snorra Ásgeirssyni auk þess sem kaffisala er. sþ/ Ljósm. tóku frændskystkinin Auður Axelsdóttir, Rögnvaldur Guð- mundsson og Torfi Ólafur Sverrisson. Vel mætt á Ólafsdalshátíð Torfi Ólafur Sverrisson í hópi fimmtíu annarra að leggja af stað í sögugöngu undir leiðsögn starfsfólks Fornleifastofn- unar. Bjartmar, Þorgeir, Rögnvaldur og fleiri sem komu fram á hátíðinni. Dregið í happdrættinu.Þorgrímur á Erpsstöðum bauð upp á ís. Meðal gesta var Þorleifur Finnsson, en til gamans má geta að hann spilaði á harmonikku þegar styttan af Torfa og Guðlaugu var afhjúpuð árið 1955. Hönnuður upplýsingaskiltisins er Árni Tryggvason. Nýtt upplýsingaskilti afhjúpað við Hafnarfjall Gísli Einarsson forseti Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs ávarpar gesti. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir og Hrefna Sigmarsdóttir fengu þann heiður að afhjúpa nýja upplýsingaskiltið. Rýnt í nýja skiltið.Gestir deila reynslusögum af göngum á Hafnarfjall. Gestum var boðið upp á kaffi og bakkelsi; kleinur, pönnukökur og flatkökur með smjöri og hangikjöti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.