Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 11 Hreint ál úr íslenskri orku | nordural.is Norðurál leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sér­ fræðingi í bókhaldsþjónustu fyrirtækisins. Verkefnin eru fjölbreytt, áhugaverð og krefjandi í umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Sérfræðingur í bókhaldsþjónustu Nánari upplýsingar, s.s um menntunar- og hæfniskröfur veitir Elín Rós Sveinsdóttir (elinros@nordural.is) í síma 430 1000. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um. Starfsstöð er á skrifstofu Norðuráls á Grundartanga, en starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgar svæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí næstkomandi. Sótt er um starfið á www.nordural.is. Starfssvið og viðfangsefni: Samræming og framfylgni eftirlits- þátta, skil á upplýsingum til innri endurskoðanda, afstemmingar og uppgjör, bókun reikninga ásamt þátttöku í umbótarverkefnum. Jafnlaunaúttekt PwC 2020 Framtíðin er spennandi í álframleiðslu á Íslandi og mun fram- þróun grænnar álframleiðslu hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál kvað 12. júlí síðastliðinn upp úrskurð í máli sem varðar upplýs- ingagjöf sveitarfélagsins Borgar- byggðar sem synjað hafði Guð- steini Einarssyni íbúa í Borgar- nesi um aðgang að skýrslu eftir- litsmanns með framkvæmdum við stækkun Grunnskólans í Borgar- nesi. Á framkvæmdatímanum komu upp ýmis vandamál sem leiddu til að verkið í heild varð mun dýrara en áætlað hafði verið. Synj- un Borgarbyggðar á birtingu upp- lýsinga úr minnisblaðinu var á því byggð að skýrslan væri undanþeg- in aðgangi almennings á grund- velli upplýsingalaga og stuðst við grein sem efnislega segir að bréfa- skipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, séu undanþegin upplýsingarétti. Í kæru Guðsteins til úrskurðarnefndarinn- ar kom fram að framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun og að almenningur ætti rétt á að fá að vita um hvað málið snerist. Niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál var afdráttar- laus, eða sú að ákvörðun Borgar- byggðar, dags. 1. desember 2021, var felld úr gildi. Borgarbyggð var því skylt að veita Guðsteini aðgang að minnisblaði byggingastjóra vegna framkvæmda við Grunnskól- ann í Borgar nesi. Þetta er í annað skipti sem Guðsteinn Einarsson vísar erindi til úrskurðarnefndar- innar og fær dæmt sér í vil. Fyrir ári síðan kvað nefndin upp samb- ærilegan úrskurð þess efnis að skýr- sla sem KPMG vann fyrir Borg- arbyggð um rekstur sveitarfélags- ins skyldi gerð opinber. Í henni voru upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár og hagsmuna sem úrskurðarnefndin taldi að almenn- ingur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér. 233 milljónum hærri reikningar Minnisblaðið sem kæra Guðsteins snerist um er ritað 16. júní 2021af Benedikt Magnússyni bygginga- tæknifræðingi hjá Víðsjá verk- fræðistofu en hann sinnti eftirliti við framkvæmdum við Grunnskólann í Borgarnesi frá því í byrjun árs 2018. Á þeim tíma móttók hann og yfir- fór reikninga vegna framkvæmda við skólann. „Snemma í því ferli var rætt á fundi byggingarnefndar (júlí 2018) að allir reikningar sem að bókast ættu á verkið þyrftu að hafa undirritun eftirlitsmanns áður en þeir væru greiddir. Í þeirri trú að eftir þessu væri farið hefur eftir- lit reglulega kynnt stöðu verksins fyrir byggingarnefnd og einnig fyr- ir byggðarráði. Á vordögum 2021 kom síðan í ljós að staða verksins í bókum eftirlits var umtalsvert lægri heldur en í bókum Borgarbyggð- ar,“ segir í minnisblaði Benedikts. Þar segir einnig að samkvæmt bók- haldi Borgarbyggðar hafi heildar- kostnaður við verkið á þessum tímapunkti verið umtalsvert hærri en bókhald eftirlitsmannsins sagði til um, sem nam 233 milljónum króna. Verkið í heild var þá komið í 1.522.990.910 krónur með virðis- aukaskatti. Í minnisblaðinu segir Benedikt: „Við yfirferð bókhalds kemur í ljós að allnokkuð af reikningum hafa verið bókaðir á verkið án þess að eftirlit hafi haft vitneskju um, eða samþykkt þá reikninga. Einnig eru verkliðir sem tengjast lóðarfram- kvæmd bókaðir á sama stað sem og reikningar sem tengjast verkinu ekki.“ mm Nokkrar fjallskilanefndir í Borgar- byggð hafa óskað eftir heimild til að flýta göngum og réttum í haust um eina viku og víkja þannig frá gildandi fjallskilareglugerð. Þetta er gert m.a. þar sem gróður var snemma á ferðinni í vor og söln- ar því fyrr þegar líður á sumar. Þá greiða afurðastöðvar að jafnaði hæsta verðið fyrir dilkakjöt fyrst á haustin. Fjallskilanefndirnar þurfa að óska eftir staðfestingu sveitar- stjórnar og að hún leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akra- neskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradals- hrepps til ákvörðunar. Fjallskilanefnd Þverárréttar sam- þykkti á fundi sínum um miðjan júní sl. að taka til athugunar að fara yfir þá fjallskilasamþykkt sem er í gildi núna. Í bókun nefndarinnar segir að leitir færist mikið til milli ára og eru á tímabili mjög seint. „Spurning að finna annan tíma til að miða við leitartímann en 12. og 13. til 18. og 19. september. Einnig fleiri atriði sem mætti athuga,“ seg- ir í bókun nefndarinnar. Auk Þverárréttar hafa samkvæmt upplýsingasíðu Borgarbyggðar a.m.k. fjallskilanefndir Brekku- og Svignaskarðsréttar, Hítardalsréttar og Oddsstaðaréttar óskað eftir flýt- ingu leita um eina viku í haust. mm Gert að birta minnisblað um framkvæmdir við skóla Grunnskólinn í Borgarnesi. Fé rekið til Skarðsréttar. Ljósm. úr safni. Vilja flýta leitum og réttum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.