Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 202210 Grundarfjarðarbær hefur staðið fyrir öflugu tómstundastarfi fyrir börn í sumar. Sveitarfélagið hlaut tveggja milljóna króna styrk frá Barnamenningarsjóði í júní til að sinna liststarfi með börnum í sum- ar og fram á haust. Börn í Grundar- firði hafa þess vegna haft ýmislegt fyrir stafni undanfarnar vikur og munu áfram hafa næstu vikur. Sumarnámskeið Sumarnámskeið var í þrjár vikur í júní og mun koma til með að halda áfram í ágúst. Þá stóð þriggja vikna námskeið í kofasmíði til boða í júní. Þar byggðu börnin kofa undir handleiðslu Thors Kolbeinssonar. Í ágúst verður boðið upp á vegglist, golfnámskeið og íþróttaæfingar. Þá starfaði vinnuskólinn í fimm vikur. Hestanámskeið verður svo einnig í boði í samstarfi við grunnskólann með haustinu. Prufusveitarfélag í þróun nýs námsefnis Grundarfjarðarbær hefur verið prufusveitarfélag í að útbúa náms- efni fyrir ungmenni í vinnuskóla sveitarfélagsins. Þróað hefur ver- ið kennsluefni í öflugu forvarnar- starfi með aðaláherslu á vinnuvernd og er það kennt í vinnuskólanum. Lögð er áhersla á að vinnuskólinn sé fyrsti vinnustaður þeirra og nemendum kynnt atriði sem koma sér vel þegar þau fara svo út á hinn almenna vinnumarkað. Auk þess að læra um vinnuvernd kynnast krakkarnir umhverfisvitund, vinnu- markaðinum og hvernig samfélag- ið virkar þar sem þau fara í vinnu- staðaheimsóknir, kynnast félags- starfi, íþróttastarfi og fleiru. Með- al annars heimsóttu þau Björgu Ágústsdóttur sveitarstjóra og fengu innsýn í rekstur bæjarfélagsins. Vinnuskólinn líka skóli VÍS, Vinnuverndarskóli Íslands og Grundarfjarðabær gerðu samning um þróun námsefnisins og mun svo öðrum sveitarfélögum standa til boða að nýta efnið sem er rafrænt og gagnvirkt. Björg Ágústsdótt- ir bæjarstjóri segir vinnuskólann hafa verið mjög vel heppnaðan en nokkur ár hafa farið í að þróa náms- efnið. ,,Það hefur tekið nokkur ár að reyna að þróa námskrá og stilla upp fræðslu við hæfi, í bland við vinnuna. Það eru engar námskrár fyrir ungmenni í vinnuskólum en Umboðsmaður barna hefur hvatt sveitarfélögin til meiri metnað- ar í rekstri vinnuskólanna. Vinnu- skólinn okkar var líka einstak- lega vel heppnaður og við erum að vinna markvisst að því að vinnu- skóli sé líka skóli, ekki bara að reyta arfa,“ segir Björg. sþ Starfsmenn verkefnisins Römpum upp Ísland voru á Akranesi í síð- ustu viku og settu upp fimm rampa, en búið er að finna um það bil 20 römpum stað á Akranesi og lík- legt að fleiri bætist við í kjölfar- ið. Rampar voru undir vikulok- in komnir upp við verslanir Model og Hans og Grétu, Rauða krossinn, Hákot og tveir við Gamla Kaupfé- lagið. Markmiðið með römpunum er að bæta aðhengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitinga- húsum á miðsvæði Akraness og við þá staði sem mest eru sóttir. Á fimmtudaginn var vígsla á sjö- tugasta rampinum við veitinga- staðinn Gamla Kaupfélagið og hélt bæjarstjórinn Sævar Freyr Þráins- son stutta tölu um verkefnið. Þar minntist hann á framlag frum- kvöðulsins Haraldar Þorleifsson- ar sem væri alveg einstakt. Þá hefði íslenska ríkið og sveitarfélögin á hverjum stað komið myndarlega að því að tryggja að þetta verkefni gæti orðið að veruleika ásamt þeim fjölda fyrirtækja sem hefðu stutt við þetta verkefni. Það var Hreggviður Steinn Hendriksson sem fékk þann heið- ur að klippa á borðann og þar með vígja ramp númer sjötíu en Römp- um upp Ísland stefnir að því að lok- ið verði við uppsetningu þúsund nýrra rampa um allt Ísland innan fjögurra ára. vaks Vígsla á rampi númer sjötíu á Akranesi Það var vel mætt í vígsluna og allir tilbúnir í hópmynd. Hreggviður að klippa á borðann. Starfsmenn Römpum upp Ísland tóku sig vel út. Rétt áður en að vígslu sjötugasta rampsins kom luku starfsmenn Römpum upp Ísland við að lagfæra innganginn að verslunum Módel og Hans og Grétu á Þjóð- braut 1. Fjölbreytt tómstundastarf barna í Grundarfirði Vinnuskólinn þróar námskrá og stillir upp fræðslu við hæfi í bland við vinnuna Mynd frá lokadegi vinnuskólans í Grundarfirði. Börn gátu m.a. farið á þriggja vikna kofasmíðanámskeið. Hér eru ungir kofasmiðir með lærimeisturum sínum en Thor Kolbeinsson leiðbeindi börnum á námskeiðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.