Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20228 Skemmdarverk í Einkunnum B O R G A R B : Umsjónarnefnd Fólkvangs- ins Einkunna hittist í Ein- kunnum í byrjun júlí til að skipuleggja starfið fram undan. Ábending hafði borist um skemmdarverk í fræðslurjóðri. Nefndin gekk um fólkvanginn og skoð- aði aðstæður. Teknar voru myndir og lagfært í kring- um eldstæðið. Búið var að brenna trjáboli, greinar og hluta af girðingu og dreifa um svæðið. Ákveðið var að forgangsraða hvað varð- ar skipulag stíga, æskilegt þykir að gera stíga í hring sem nær utan um allt svæð- ið og merkja betur minni hringi og loka á óljós- ar leiðir á nokkrum stöð- um. Gera þarf stígakerfið skilmerkilegra, breyta lita- merkingum og forgangsraða aðgerðum. Nefndin ákvað að vinna fjögurra ára áætl- un um aðgerðir og huga að möguleikum á að afla styrkja til uppbyggingar í fólk- vanginum. -vaks Sæbjúgnaveiðar verða nú kvótasettar LANDIÐ: Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní síðastliðinn er mælt fyrir um að setja skipum aflahlut- deild í sæbjúgum, skipt nið- ur á veiðisvæði miðað við veiðireynslu á fiskveiðiárun- um frá 2018 til og með 2021. Í skjali sem Fiskistofa birtir á heimasíðu sinni má sjá að samtals tíu bátar hafa landað sæbjúgum á þessu tímabili. „Fiskistofa beinir því til útgerðaraðila skipa sem eru með veiðireynslu í sæbjúg- um á viðmiðunartímabil- inu að fara yfir löndunartöl- ur og hlutdeilda útreikning- ana í skjalinu og senda inn athugasemdir á fiskistofa@ fiskistofa.is ef einhverjar eru. Einnig ef útgerðir óska eft- ir flutningi á veiðireynslu skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk- veiða.“ -mm Fjöldi ferða- manna í júní LANDIÐ: Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 176 þúsund í nýliðnum júnímánuði, samkvæmt talningu Ferðamála- stofu. Um er að ræða fimmta fjölmennasta júnímánuðinn frá því mælingar hófust. Brottfar- ir í júní voru um 75% af því sem þær voru í júnímánuði 2018 þegar mest var og um 90% af því sem þær voru í júní- mánuði 2019. Tæplega þriðj- ungur brottfara var tilkom- inn vegna Bandaríkjamanna. Brottfarir Þjóðverja voru í öðru sæti en þeir hafa lengst af ver- ið næstfjölmennasta þjóðern- ið í júnímánuði. Brottfarir Íslendinga mældust um 66 þús- und í mánuðinum og hafa þær einungis mælst tvisvar áður svo margar í júní. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 9. – 15. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 14 bátar. Heildarlöndun: 30.807 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 11.120 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi: 19 bátar. Heildarlöndun: 33.288 kg. Mestur afli: Hrafnborg SH: 3.602 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 17 bátar. Heildarlöndun: 34.245 kg. Mestur afli: Margrét SH: 2.937 kg í einum róðri. Ólafsvík: 40 bátar. Heildarlöndun: 117.471 kg. Mestur afli: Júlli Páls SH: 18.941 kg í tveimur róðrum. Rif: 31 bátur. Heildarlöndun: 88.322 kg. Mestur afli: Bárður SH: 15.614 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 20 bátar. Heildarlöndun: 65.360 kg. Mestur afli: Bára SH: 16.842 kg í fjórum löndunum. 1. Bárður SH – RIF: 15.614 kg. 11. júlí. 2. Júlli Páls SH – ÓLA: 10.076 kg. 12. júlí. 3. Júlli Páls SH – ÓLA: 8.865 kg. 14. júlí. 4. Bára SH – STY: 7.600 kg. 10. júlí. 5. Særif SH– RIF: 7.072 kg. 9. júlí. -sþ „Mér hugnast illa hverskyns gjald- heimta af samgöngum sem mis- munar fólki eftir búsetu. Til þess hefur innviðaráðherra ekki sér- stakar heimildir svo ég viti til og slíkt hefur ekki verið rætt í tíð þess þings sem nú situr eða sam- göngunefnd alþingis sem ætti að véla um slíkar ákvarðanir,“ seg- ir Bjarni Jónsson, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi í samtali við BB á Ísafirði, um gjaldtöku af umferð um jarðgöng. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur boðað að eftir eitt eða tvö ár hefjist gjaldtaka í öll jarðgöng hér á landi til að standa straum af kostnaði við jarðgangagerð í fram- tíðinni. Sem þingmaður VG er Bjarni Jónsson einn af þeim sem stend- ur að baki ríkisstjórn Íslands. Hann segir að nú þegar séu marg- vísleg gjöld lögð á íbúa landsins til að standa undir samgöngu- bótum og uppbyggingu vega og samgöngumannvirkja. Þau gjöld hafi á undanförnum árum ekki skilað sér sem skyldi í viðhald og uppbyggingu vega eins og flestir þekkja sem ferðast hafa um landið, ekki síst þeir sem búa á þeim svæð- um landsins þar sem samgöngu- bótum og viðhaldi vega hefur ver- ið verst sinnt. Tvöföld gjaldtaka „Það að fara t.d að taka upp tvö- falda gjaldtöku, leggja sérstakar nýjar álögur á Vestfirðinga, íbúa Akraness og aðra íbúa á lands- byggðinni sem verða að fara um jarðgöng, mörg daglega vegna vinnu og til að sækja þjónustu er ekki í anda byggðajafnréttis, ekki síst þegar í hlut eiga jarðgöng sem búið er að borga upp. Takmörk- uð gjaldtaka af nýjum jarðgöng- um eða umfangsmiklum sam- göngumannvirkjum í almanna- eigu til að flýta gerð þeirra er er hinsvegar, eitthvað sem eðlilegt er að sé rætt og sú umræða hafi þá sinn rétta feril í gegnum Alþingi og fastanefndir þess.“ Að sögn Bjarna hefur það ver- ið stefna VG að grunnviðir eins og samgöngukerfi landsmanna sé rekið á félagslegum grunni og það sé mikilvægt að hyggja að félagslegri stöðu fólks, búsetu og byggðaöryggi, svo sem tækifær- um til að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Engin umræða innan stjórnarflokkanna „Það er ekki nýtt að núverandi innviðaráðherra lýsi áhuga sín- um á og tali fyrir víðtækum veggjöldum. Slíkt hefur af og til heyrst úr þeim ranni undan- farin ár. Það er hinsvegar ekki á valdi innviðaráðherra að ákveða einhliða að gjaldtaka verði tekin upp í öllum jarðgöngum lands- ins eins og ætla mætti af fréttum þess efnis. Enginn slík umræða hefur mér vitanlega farið fram innan stjórnarflokkanna á þingi, en jákvæð umfjöllun á þeim vettvangi og um útfærslur, hlýt- ur að vera forsenda þess að inn- viðaráðherra fari fram með þannig mál og það hljóti þing- lega meðferð. Heppilegra væri því að spara yfirlýsingar um slíkt og frumvarp þess efnis, þangað til yfirleitt liggur fyrir að slík áform njóti stuðnings,“ segir Bjarni Jónsson í samtali við BB.is mm Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum hér á landi á næsta eða þarnæsta ári. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur boðað frumvarp um málið í haust. Gjaldtakan á að standa undir fram- tíðar jarðgangagerð í landinu. Í því sambandi bendir ráðherrann á að Fjarðarheiðargöng eru nú fyrir- huguð á næstu árum og munu þau koma til með að verða lengstu jarð- göng og þau langdýrustu á Íslandi. Á gjaldtakan að standa undir þeirri framkvæmd sem áætluð er að kosti 47 milljarða. Því segir ráðherrann að 17,7 milljarða króna framlag samgönguáætlunnar dugi hvergi nærri til. Sigurður Ingi segir fram- kvæmdir sem þessar dýrar en ávinninginn mikinn. Sigurður Ingi vonast til þess að hægt verði að gera fleiri en ein göng í einu með gjaldtöku í göng- um og breytingu á gjöldum tengd- um samgöngum. Annars konar gjaldtaka verður tekin upp en t.d. á að hætta með bensín- og dísel gjöld og í stað þeirra hefja notk- unargjöld í einhverju formi. Sig- urður Ingi sagði í fréttum Stöðv- ar 2 að ráðuneytið þurfi þetta ár og fram á það næsta til undirbún- ings svo áætlað er að gjaldtaka hefj- ist seinnipart ársins 2023 eða árið 2024. Með þessum aðgerðum er horft til aðferðar Færeyinga við fjármögnun samgöngumannvirkja þar í landi, en þeir hafa stuðst við svipað fyrirkomulag undanfarin ár. sþ Hvalfjarðargöng. Jarðgangagjaldi ætlað að fjár- magna stærri samgönguverkefni Bjarni Jónsson alþingismaður VG í NV kjördæmi. Bjarna hugnast ekki mismunun eftir búsetu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.