Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021 Úthlutanir úr Miðborgarsjóði að þessu sinni eru tíu milljónir króna til 18 verkefna. Lifandi tónlist, hjólreiðar og myndlist er meðal þess sem styrkt er og lögð er áhersla á að glæða skammdegið lífi. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins voru 20 milljónir í Miðborgarsjóði en 10 milljónum var úthlutunar í við­ burðapott Sumarborgarinnar í júní síðastliðinn. Áherslur ársins 2021 eru verslun og þjónusta ásamt markaðsmálum og var horft til verkefna og viðburða með grænar áherslur. Við mat á umsóknum var horft til þess að forgangsraða umsóknum sem uppfylla skilyrði, markmið og áherslur Miðborgar­ sjóðs. Þar á meðal var horft til mann réttindastefnu Reykjavíkur­ borgar og kynjaðrar fjárhags­ og starfsáætlunar. Miðborgarsjóður hefur verið starfræktur frá árinu 2017 og er þetta því í fimmta skipti sem úthlutað er úr honum. Fyrstu þrjú árin voru að jafnaði 11 til 16 verkefni styrkt ár hvert en í fyrra voru 32 verkefni sem hlutu styrk og í ár verða þau 18 eins og áður segir. Styrkþegar að þessu sinni eru; Farandtónleikar á WindWorks tónlistarhátíðinni 100.000, Tónleikadagskrá í 12 Tónum 150.000, Fjölómatónlistarhátíð ­ Surround music festival 200.000, Á Laugavegi ­ Hver er miðborgin okkar? 240.000, Laugardagshjólreiðar frá Hlemmi í allan vetur og sam­ vinna við Borgarbókasafnið um Hjólabókina 250.000, Milli jóla og páska 300.000, JólaGrandinn 300.000, Ungir lista menn á aðventu 300.000, Aðventutón­ leikar í verslunum okkar 360.000, Lifandi tónlist í Petersen svítunni 400.000, The Creative Space of Jóhann Jóhannsson – Opin vinnu­ stofa 500.000, Hring ekjan Live Sessions 600.000, Óperu dagar 101 600.000. MENGI LIFI REYKJAVÍK ­ fyrirlestraröð í MENGI 600.000, Myndlistarsýning ar í tónlistar­ húsinu Hörpu 800.000, Fjölbreytt dagskrá á Granda 800.000, Menningar starf Skuggabaldurs 1.500.000 og Tónleikarýmið R6013 sem býður upp á fjölbreytta viðburðadagskrá fyrir alla aldurs­ hópa 2.000.000 Átján milljónum úthlutað úr Miðborgarsjóði Styrkþegar út miðborgarsjóði tóku fram hljóðfæri þegar styrkirnir voru kynntir á Eiðsgranda. Flest auð rými þar sem bílaumferð er leyfð Athygli hefur vakið að flest verslunar rými við Lauga veg sem standa auð eru í þeim hluta götunnar þar sem bílaumferð er leyfð. Færri rými eru laus við göngugötur. Fólk virðist sækja í verslanir þar sem hægt er að ganga um án þess að hafa bíla brunandi á götunum. Stutt er í bílastæðahús við Lagaveg og víðar í Miðborginni. Fleiri ástæður geta komið við sögu en akstur bíla. Fasteignaverð kann að jafa áhrif á að eignir hafa ekki selst eða leiguverð ekki hentað verslunareigendum. Miðborg Reykjavíkur hefur ekki farið varhluta af því ástandi sem Kórónaveirufaraldur hefur valdið. Ekki síst sú þjónusta og verslun sem beinist að ferðamönnum. Laugavegurinn hefur að undanförnu sýnt styrk sinn og endurnýjunarkraft og líf er að færast og vakna á ný bæði í verslunar­ og veitingastarfsemi. Verslun tekin að blómstra við Laugaveginn þar sem akstri bíla hefur verið hætt. Laugavegur Heimild til að kaupa Bændahöllina Í fjár laga frum varp i næsta árs er lagt til að Bjarna Bene diktssyni fjár málaráðherra verði gef in heim ild til samn inga um kaup á Hót el Sögu sem gæti hentað til að koma starf semi Mennta vís­ inda sviðs Há skóla Íslands fyr ir á há skóla svæðinu. Umræða um þessi kaup hefur staðið yfir um tíma og ætlunin er ef þeim verður að deild er nú stað­ sett í Stakka hlíð og Skip holti flytji á Hagatorgið. Fram kem ur, að for­ senda fyr ir því að til álita komi að ganga til kaupa á Hót el Sögu sé að eign in bjóðist á hag stæðum kjör um. Áætlað heild ar um fang vegna kaupa á fast eign um er um fimm millj arðar króna og þar muni mest um kaup á Hót el Sögu nái það fram að ganga. Mögulega á menntasvið Háskóla Íslands eftir að þróast og dafna í þessari byggingu. Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. UM HV ER FI SV Æ N ÍS LE NS K HÖ NN UN GARÐASTRÆTI 2 ASWEGROW.IS

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.