Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021 Áhrif jólaljósanna á villtu dýrin í kringum okkur Við Vesturbæingar lifum í miklu návígi við náttúruna. S t r a n d l e n g j a n i ð a r a f sjávarverum og fuglalífið er ekki síður fjölbreytt. Nú styttist í jólin hjá okkur mennsku íbúum Vesturbæjarins en það sem ekki allir átta sig á er að jólin koma líka hjá nágrönnum okkar, dýrunum. Jólin eru hátíð ljóssins og dýrin verða sannarlega vör við það. Næturmyrkrið lýsist upp af jólaseríum og kynlegir upplýstir snjókallar sem syngja Heims um ból skjóta upp kollinum í húsgörðum. Útikerti lýsa upp áður ólýst skúmaskot. Hvernig hefur þessi ljósadýrð áhrif á dýrin í kringum okkur. Ljós hafa áhrif á dýr Hvort sem um er að ræða jólaljós eða önnur ljós þá hafa þau talsverð áhrif á dýr. Þegar við förum að sofa finnst okkur þægilegast að draga fyrir gluggana til að njóta næturmyrkursins. Dýrin í kringum okkur hafa ekki þennan möguleika. Með því að lýsa upp næturmyrkrið með jólaljósum röskum við svefni fugla, fiska og smádýra rétt eins og ljós frá tölvuskjá, sjónvarpi eða jólaseríum trufla okkar eigin svefn. Við erum nú sjálf dýr eftir allt saman. En hvað með næturdýrin? Vilja þau ekki láta lýsa upp myrkrið á meðan þau eru á ferli? Nei, ekki heldur. Dýr sem eru á ferli á næturnar gera það af góðri ástæðu. Þau treysta á myrkrið til að athafna sig í felum, ýmist til að veiða eða til að leita skjóls frá rándýrum. Hugum að myrkurgæðum þegar við setjum upp jólaljósin okkar. Það má til dæmis stinga jólaljósum í samband þannig að auðvelt sé að slökkva á þeim á nóttunni eða tengja þau við tímastilli sem slekkur sjálfkrafa á þeim. Næturljós geta ruglað skynfæri Stjörnuskoðunarmenn þekkja það vel hversu miklu máli myrkurgæði skipta til að geta skoðað himintunglin. Í dýraríkinu finnast líka stjörnuspekingar. Ígulker og burstaormar sem finnast í hundruðatali á hverjum fermetra sjávarsíðunnar í Vestubæ, fylgjast vel með gangi tunglsins og nota tunglganginn til að tímasetja þroskaferlið sitt, til dæmis hvenær þeir verða kynþroska og makast. Önnur smádýr taka mið af sól, tungli og stjörnum til að ná áttum, stunda samskipti og fylgjast með árstíðunum. Næturljós sem lýsa í átt að sjónum rugla skynfæri þessara dýra. Þetta er sérstaklega varhugavert með ljós sem lýsa í mismunandi litum eins og jólaljósin okkar. Til að koma í veg fyrir að skreytingarnar okkar trufli sjávarverur er gott að huga að því að jólaljósin okkar beinist ekki í áttina að sjónum og lýsi ekki langar sjónlínur. Gott er að beina ljósum frekar í áttina að götum og gangstéttum. Þar geta menn notið ljósanna og dýrin myrkursins. Dýrunum í kringum okkur þykir vænt um myrkrið. Til að halda „dýrleg“ jól er þess vegna ágætt að hafa þessi atriði í huga: - Stillum jólaljósum upp þannig að þau lýsi ekki langar sjónlínur, t.d. út á sjó, upp í sveit eða upp í loft. - Pössum að slökkva jólaljós og önnur ljós á nóttunni, bæði heima og í vinnunni. Dýrin í kringum okkur treysta á næturmyrkrið til að sofa og vera í felum. - Ljós sem hafa áhrif á okkur hafa líka áhrif á dýrin í kringum okkur, til dæmis ljós sem trufla nætursvefn eða blikkljós sem dreifa athyglinni okkar. - Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson. Vesturbæjarlaug er almennings sundlaug í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var upprunalega byggð árið 1961 en 1976 voru gerðar endurbætur á henni. Stór heiturpottur með nuddstútum og iljanuddi var tekin í notkun 2014. Barnalaugin er samtengd aðallauginni sem er 25 metrar á lengd. Þrír smærri heitir pottar eru með mismunandi hitastig og einn kaldur pottur. Þar er einnig gufubað. Saga Vesturbæjarlaugarinnar er að hún var tekin í notkun 25. nóvember 1961 og opnuð fyrir almenningi þann 2. desember sama ár. Laugin var opnuð að viðstöddum bæjarfulltrúum, íþróttamönnum og öðrum sem beittu sér fyrir byggingu hennar. Birgir Kjaran, alþingismaður, form. byggingarnefndar flutti ræðu. Rakti hann allan aðdraganda þessa máls. Hugmyndin um sundlaug í Vesturbænum mun fyrst hafa komið fram á árinu 1939, þegar KR eignaðist lóð sína við Kaplaskjólsveg, og gerði þá ráð fyrir sundlaug á henni. Árið 1946 sendi Íþróttabandalag Reykjavíkur áskorun til bæjarstjórnar um að sundlaug yrði gerð í Vesturbænum, og upp úr því fór að komast skriður á málið. Reykjavíkurbær lagði fram fjárhæð og bæjarbúar gengust fyrir söfnun málinu til stuðnings. Fjögur ár að fá fjárfestingarleyfi Árið 1953 var skipuð byggingarnefnd og var Birgir Kjaran formaður hennar. Nefndin var fjögur ár að fá fjárfestingarleyfi, sem fékkst loks árið 1957. Arkitektar voru þeir Bárður Ísleifsson og Jes Einar Þorsteinsson. Upphaflega samanstóð Vesturbæjarlaug af afgreiðslusalnum sem enn er í notkun, löngum gangi sem snýr að laug þar sem hægt er að njóta sólarinnar í skjóli frá veðri og vindum, svokölluðum sólargangi og svo karla og kvennaklefa þar sem í dag er að finna sánaklefa. Einnig voru útiklefar á stétt vestan megin á laugarsvæðinu. Árið 1976 var húsið stækkað og við austari enda byggðir nýir búningsklefar á tveimur hæðum, karlar niðri og konur upp og þannig er það enn í dag. Í sama rými fékk starfsfólk bætta aðstöðu. Árið 1999 teiknaði Jes Einar útiklefa við vestari enda hússins og eimbað á útisvæði. Árið 2006 var afgreiðslu breytt, sett upp tkaffistofa og skrifstofuaðstaða og árið 2007 var sett upp þil á milli barna og aðallaugar svo auka mætti hitastig í barnaenda laugarinnar. Fjölskyldu og nuddpottur var byggður í apríl 2014 og þykir í dag ómissandi hluti laugarsvæðisins. Síðast en ekki síst var byggður sérklefi þar sem áður var lítill líkamsræktarsalur í vestari enda hússins nú á þessu 60 ára afmælisári. Hjarta Vesturbæjarins Vesturbæjarlaug eða Sundlaug Vesturbæjar eins og margir kalla hana er í hugum margra Vesturbæinga hjarta Vesturbæjarins og þeirra helsti griðastaður. Þó svo að byggingin sjálf hafi tekið þó nokkrum breytingum frá því að hún opnaði fyrst þá hefur hlutverk hennar verið gegnum gangandi að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu Vesturbæinga og annarra gesta. Fyrir marga er viðkoma í lauginni fastur og órjúfanlegur partur af deginum. Fyrir aðra er laugin samkomustaður þar sem fólk hittir vini og kunningja til að eiga góðar stundir saman í heitu pottunum eða gufunni. Gestir njóta dvalarinnar í lauginni á marga vegu og þangað eru allir velkomin óháð kyni, aldri eða trú. Forstöðumaður Vesturbæjarlaugarinnar er Vala Bjarney Gunnarsdóttir. Vesturbæjarlaug 60 ára - griðastaður í Vesturbænum Sundleikfimi er m.a. stunduð í Vesturbæjarlauginni. Þessi grunnur er á lóð Vesturbæjarlaugarinnar. Hann var undirstaða undir gosbrunn eða listaverk eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Verkið var gefið Vesturbæingum til Sundlaugar Vesturbæjar og sett upp við vígslu hennar 1961. Verkið var upprunalega úr steini en var orðið afar illa farið þegar það var tekið niður. Þá var það steypt í brons og bronsútgáfan er varðveitt í safneign Listasafns Reykjavíkur. Dýrleg jól

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.