Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 18
18 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021
Umhverfismál
rædd á
réttindaráðsfundi
Margt var um að vera
á réttindaráðsfundi í
Vesturbæjarskóla. Börnin
í Réttindaráði gengu um
skólann og gerðu úttekt á
nokkrum atriðum varðandi
Réttindaskóla. Meðal þess
sem var á gátlistanum var
hvort Barnasáttmálinn
og bekkjarsáttmáli
væri sýnilegur og hvort
bekkjarfundir væru haldnir í
hverri viku.
Úttektin gekk mjög vel og
mun ráðið ganga aftur um
skólann fljótlega og sjá hvort
búið sé að gera úrbætur
þar sem þarf. Á fundinum
ræddum við um umhverfismál
og skoðuðum hafið í
sýndarveruleika. Við ræddum
plastnotkun og hvað við getum
gert til þess að hafa áhrif. Meðal þess sem börnin sögðu var
að flokka, týna rusl, kaupa minna, breyta neysluhegðun okkar
og endurnýta meira. Af þessu tilefni er hér bréf til foreldra frá
Réttindaráði til vekja fólk til umhugsunar varðandi plastnotkun.
Kæru foreldrar
Við í Réttindaráði viljum benda á að við í Vesturbæjarskóla
tökum afstöðu með umhverfinu og við minnum ykkur á að senda
börnin með fjölnota umbúðir fyrir nesti. Nú eru jólin að koma og
við viljum minnka plastmengun til dæmis með því að endurnýta
gjafapappírinn og kaupa umhverfisvænari gjafir.
Kveðja
Réttindaráð
Vesturbæjarskóla
Réttindaráð í Vesturbæjar-
skóla.
Laugardaginn 20. nóvember fagnaði
samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi
barnsins, eða barnasáttmálinn eins og við
köllum hann alla jafna, 32 ára afmæli sínu.
Frístundaheimili Tjarnarinnar tóku af því
tilefni stóran hluta af nóvember undir það að
setja sáttmálann og réttindi barna sérstaklega
í brennidepilinn, en barnasáttmálinn skipar
alla jafna veigamikinn sess í starfinu, honum
var bara gert sérstaklega hátt undir höfði í
afmælismánuðinum. Meðal annars eru fjögur
af sjö frístundaheimilum okkar komin með
vottun sem réttindafrístund Unicef, fimmta
frístundaheimilið hefur hafið vinnuna við
að fá vottun og öll, sama hvort þau eru með
vottun sem réttindafrístund eða ekki vinna
eftir grunnstefjum barnasáttmálans, sem
einnig mynda grunntóninn í menntastefnu
Reykjavíkurborgar.
Ýmislegt var brasað og gert til að kynna börnin
fyrir sáttmálanum og þeim réttindum sem hann
tryggir þeim, bæði í gegnum leik og beina fræðslu.
Samræður skipuðu stóran sess og m.a. var rætt
um muninn á réttindum og forréttindum, en út
frá því sköpuðust ýmsar áhugaverðar umræður
eins og t.d. að sumum börnum finnst það t.d.
vera réttindi en ekki forréttindi að eiga síma því
sími sé öryggistæki og börn eigi rétt á öryggi!
Það er erfitt að mótmæla svona góðum rökum og
við erum ótrúlega stolt af því hvað börnin voru
liðtæk í samræðunum og hvað þau er góð í að tjá
sig og færa góð rök fyrir skoðunum sínum. Geri
aðrir betur! En þetta var samt ekki allt eintómur
dans á rósum. Ilkvittnir einræðisherrar sáu sér
leik á borði og sviptu börnin á augabragði valfrelsi
sínu og réttinum til að hafa eitthvað um daginn
sinn að segja! Sem betur fer stóðu þau sterk
saman og nýttu sér rödd sína og kraftinn sem
felst í sameiningunni og veltu þessum ómögulegu
einræðisherrum úr stóli og endurheimtu sín
dýrmætu réttindi. Gott ef sumir kunna ekki bara
betur að meta þau eftir þessa uppákomu.
Starfsfólk í lykilstöðu
Við sem störfum á vettvangi frítímans segjum
oft að starfsfólk okkar sé í algjörri lykilstöðu til
að hafa áhrif á viðhorf barna til frambúðar og
því sé gríðarlega mikilvægt að við vöndum til
verka og sinnum hlutverki okkar sem fræðarar
af fagmennsku, metnaði og alúð. Við erum þó
ekki þau einu sem geta sinnt þessu hlutverki, en
börnin sjálf geta gegnt mjög mikilvægu hlutverki
við að hafa áhrif á viðhorf fólks og fræða aðra.
Því föndruðu þau spjöld sem þau gengu með
um í nærumhverfi sínu þar sem þau minntu
vegfarendur á réttindi barna, þau föndruðu falleg
hjörtu og lauf sem þau skrifuðu tiltekin réttindi á
og ýmist settu í póstkassa hjá fólki í nágrenninu
eða hengdu á hurðarhúna og þau hengdu upp
veggspjöld í búðum og fyrirtækjum í nágrenninu,
allt til þess að fræða aðra um barnasáttmálann
og réttindi barna. Og að sjálfsögðu gleymdu þau
ekki ráðamönnum sem taka margar afdrifaríkar
ákvarðanir varðandi málefni barna og því fór
hópur frá okkur á fund borgarstjóra og afhenti
honum afmæliskort þar sem hann var minntur
á barnasáttmálann og þær skyldur sem hann
ber sem borgarstjóri gagnvart honum og þeim
sem börnum. Höfum við fulla trú á að þetta
hafi skilið mikið eftir hjá öllum sem tóku þátt í
þessum skemmtilegu verkefnum og við höfum
engar áhyggjur af framtíðinni í höndum þessara
krakka sem eru alin upp í anda lýðræðis, friðar
og umburðarlyndis. Framtíðin er björt með þau í
fararbroddi.
Á myndunum má sjá ýmis verkefni sem börnin
unnu í barnaréttindavikunni.
Myndir - Tjörnin.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 32 ára
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
Vesturbæjarskóli
Afmælisins minnst í Tjörninni