Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 16

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 16
16 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021 Verslun Hagkaups á Eiðistorgi hefur verið töluvert endurbætt að undanförnu og er framkvæmd­ um við verslunina nú lokið. Sigurður Reynaldsson fram­ kvæmdastjóri Hagkaups segir verslunina á Eiðistorgi vera mikilvæga í rekstri félagsins og það hafi verið tímabært að ráðast loksins í þessar spennandi endur­ bætur. Hins vegar hafi ákvörðun um framkvæmdirnar tekið langan tíma þar sem óvissa ríkti um fram­ tíðar áform húsnæðisins. Þegar þeirri óvissu var eytt og Hagar tóku ákvörðun um að festa kaup á húsnæðinu sem verslunin er í, þá var ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir af fullum krafti. Við erum mjög ánægð með að hafa lokið þessum áfanga og vonum að viðskiptavinir okkar kunni vel að meta breytingarnar, segir Sigurður. Nýtt útlit í verslunum “Síðustu mánuði höfum við verið í mikilli þróunarvinnu með ákveðna ásýndarþætti Hagkaups. Við höfum gert breytingar á innréttingum, tækjabúnaði og merkingum í verslunum okkar, ásamt því að hanna nýtt útlit fyrir markaðsefni Hagkaups. Þessar breytingar má nú sjá í verslunum okkar á Eiðistorgi og á Akureyri, en á nýju ári munu aðrar Hag­ kaups verslanir bætast í hópinn. Aukið og áreiðanlegra vöruúrval Enric Már, verslunarstjóri Hagkaups á Eiðistorgi segir að fjölbreytt og áreiðanlegt vöru úrval sé algjört lykilatriði í verslunum Hagkaups. Í nýafstöðn­ um breytingum á versluninni var meðal annars skipt yfir í nýtt hillukerfi sem tekur minna gólfpláss en býður upp á fleiri hillur. Þetta gerir okkur kleift að styrkja vöruúrval og áreiðanleika enn fremur. Viðskiptavinir eiga að geta farið með allar matar­ uppskriftir (bæði einfaldar og flóknar) í Hagkaup og fengið öll hráefnin á einum stað. Einnig eiga viðskiptavinir að geta komið í Hagkaup fyrir innblástur og góðar hugmyndir þegar þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að elda í kvöldmatinn. Það er okkar markmið að allir geti töfrað fram gæðastundir í eldhúsinu þegar þeim hentar, segir Enric Már. Umhverfismál í forgangi “Hagkaup leggur ríka áherslu á vernd umhverfisins og hefur skýr markmið í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsaloft­ tegunda í starfsemi sinni. Eitt af markmiðum okkar er að hætta allri notkun á Freon og skipta yfir í umhverfisvænan kælimiðil í öllum okkar verslunum fyrir lok ársins 2022“, segir Sigurður. Skipt hefur verið um alla frysta og kæla í versluninni á Eiðis­ torgi og er nú einungis notast við umhverfisvænan kælimiðil (kolsýru). Þar að auki eru flestir af nýju kælunum með hurðum sem sparar umtalsverða orku. „Einnig settum við upp nýja LED lýsingu í versluninni sem gefur betri lýsingu og sparar orku“, segir Sigurður Stöðug vöruþróun og netverslun Sigurður segir að eflaust gera fæstir sér grein fyrir því hversu mikil vinna fer fram bak við tjöldin við að viðhalda fram­ úrskarandi vöruúrvali í Hag­ kaup. Þetta á ekki síst við um jólavertíðina en þá koma yfir fjölmargar nýjar vörur í verslanir okkar ­ allar með því markmiði að auðvelda fólki eldamennskuna yfir hátíðarnar. Það er líka gaman að segja frá því að við höfum verið að vinna í netverslun fyrir snyrtivörudeild Hagkaups sem að fer í loftið á næstu vikum. Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör hjá okkur þessa dagana og spennandi nýjungar í farvatninu. Alltaf til ananas Verslun Hagkaups á Eiðistorgi er orðin órjúfanlegur hluti af bæjarlífinu á Seltjarnarnesi. Viðskiptavinir okkar eru margir fastagest ir og starfsmenn eru farnir að þekkja heilu fjölskyldurnar með nafni. Við leggjum okkur fram við að hafa andrúmsloftið í versluninni notalegt og að viðskiptavinir geti treyst á gott úrval og góða þjónustu í Hagkaup. „Við reynum líka að vera með puttann ná púlsinum í bæjarlífinu og vorum til dæmis ekki lengi að panta auka sendingu af ananas þegar bæjarbúar sáu ákveðin tækifæri í kaupum á ananas” segir Enric með bros á vör. Endurbætt Hagkaups verslun á Eiðistorgi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Enric M. Teitsson verslunarstjóri og Rui Pedro aðstoðarverslunarstjóri á Nesinu. Sett hefur verið upp ný LED lýsingu í versluninni sem gefur betri lýsingu og sparar orku. Skipt hefur verið um alla frysta og kæla í versluninni á Eiðistorgi. Í nýafstöðnum breytingum á versluninni var meðal annars skipt yfir í nýtt hillukerfi sem tekur minna gólfpláss en býður upp á fleiri hillur. Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • Vefverslun: www.skorri.is Vaktaðu steikina með símanum Kjöthitamælir 20% Afsláttu r Jólatilboð!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.