Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
12. tbl. 24. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101.
V ið síðustu aldamót ríkti bjartsýni. Járntjaldið var fallið.
Sovétríkin höfðu liðast í sundur. Kínverjar höfðu sýnt
andlit verslunar og viðskipta í stað Maoismans.
Í byrjun aldar blómstraði viðskiptalíf. Einkum um hinn
vestrænna heim en einnig víðar. Bankar og sjóðir þöndust út.
Eins og peninga væri alls staðar að finna.
Þessi þróun og bjartsýni lét Ísland ekki ósnortið. Ný
einkavæddir bankar tóku kapphlaupið á fullri ferð. Fé –
einkum lánsfé streymdi inn í landið sem aldrei fyrr. Íslendingar
vildu mynda fyrirmyndar fjármálaríki á örskammri stundu. Allir
áttu að græða.
Reyndin varð allt önnur. Bæði hér og víðar. Með falli Lehman
brothers bankans vestra fór af stað skriða kreppu. Einkum
um Vesturlönd. Hér á landi féll hið nýskapaða bankakerfi á
einni viku. Bankahrunið hafði margvísleg áhrif eins og menn
þekkja.
Vart höfðu þjóðir heims náð að jafna sig á hruninu þegar
næsta vofa birtist og öllu skæðari en menn höfðu getað
hugað sér. Veirufaraldur barst frá Kína og dreifðist með
ógnarhraða um víða veröld. Faraldur sem haft hefur mikil áhrif
og alls ekki er séð fyrir endann á.
Þrátt fyrir þýðu sem vonast var eftir milli heimshluta hafa
samskipti þeirra ekki batnað. Fyrir Rússum virðist vaka að
endurheimta einhvern hluta gömlu Sovétríkjanna og framleiða
hergögn í óða önn. Kínverjar fara fremur leið viðskipta til
vesturs en reyna einnig að innlima nágrannasamfélög sem
þeir telja sig eiga. Popúlískir hægriöfgaflokkar hafa skotið upp
kollinum á Vesturlöndum. Sums staðar hafa þeir náð nokkrum
áhrifum en óvíst er um framtíð þeirra.
Hér er hafði annað kjörtímabil ólíkra stjórnmálaflokka. Á
síðasta kjörtímabili var ágreiningarefnum þeirra á milli ýtt
til hliðar. Litlar líkur eru til annars en svo verði áfram. Íslenska
þjóðareðlið er seinþreytt til mikilla breytinga. Svo er sýnin við
komandi áramót.
Að áramótum
DESEMBER 2021
Netverslun: systrasamlagid.is
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Hluta nemenda Hagaskóla er nú kennt á Hótel
Sögu og í Háskólabíó. Alls er um að ræða tvo
þriðju hluta af nemendum skólans. Þetta gerðist
eftir að mygla fannst í húsnæðinu þar sem
ákveðnir bekkir stunda nám.
Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum
sérstaka. Aðeins einn árgangur sé eftir í húsnæði
skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum
áttunda og níunda bekkjar. Þá sé einnig mögulegt
að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er
að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu
langan tíma það muni taka.
Sýni hafi verið tekin víða í húsnæði skólans
síðustu vikur. Frumniðurstöður sýna myglu í rými
9. bekkjar. Ekki er ljóst hvar kennsla 9. bekkjar fer
fram næstu vikur og þurfa skólastjórnendur einn
til tvo daga til að finna húsnæði og skipuleggja
kennslu. Rakaskemmdir fundust á gangi álmunnar
sem nemendur 10. bekkjar eru í. Álman er í
frekari skoðun og er endanleg ástandsskýrsla
verkfræðistofunnar Eflu í vinnslu.
Nemendum kennt á Sögu
og í Háskólabíó
Rakaskemmdir hafa fundist í Hagaskóla.
Mygla í Hagaskóla
Vinn ingstil laga í hönn un ar sam keppni um nýja
brú yfir Foss vog hefur litið dagsins ljós. Hún ber
nafnið Alda og var unn in af Eflu verk fræðistofu.
Alls bárust 15 til lög ur á fyrra þrepi keppn inn ar,
en til lög urn ar þrjár sem hlutu flest stig á fyrra stigi
áttu það sam eig in legt að upp fylla skil yrði útboðs
hald ara og að vera fal legt kenni leiti Verk efn in Alda,
Hval bak og Sjón arrönd hlutu flest stig í keppninni.
Á kynningarfundi þar sem vinningstilögurnar voru
kynntar kom fram að í til lög um Öldu væri horft til
þess að vest an meg in á brúnni væri hröð hjólandi
um ferð. Aust an meg in á henni væri hæg hjólandi
um ferð og um ferð gang andi og í miðjunni væri svo
ak rein fyr ir borg ar línu vagna.
Vinningstillaga um Fossvogsbrú
Tölvugerð mynd af vinningstillögunni.