Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021 Fyrir nokkru kom út ljóðabók sem nefnist Eins og í kviksjá. Höfundur hennar er Þórdís Richardsdóttir. Þórdís er alin upp á Hverfisgötu og bjó um skeið á Dunhaganum. Því má segja að hún sé Vesturbæingur. Hún hleypti heimdraganum 26 ára aldri og hefur búið í Uppsala í Svíþjóð í á fimmta áratug. Þórdís eða Dísa eins og hún var oft kölluð gaf sína fyrstu ljóðabók úr aðeins 24 ára að aldri. Bókin nefndist Ljóð í lausaleik og vakti strax mikla athygli enda óvenjuleg að mörgu leyti. Ljóðin voru barn nýs tíma frumleg og femínsk í senn. Nokkuð sem tengdist tíma þegar íslenskar konur voru að vakna til vitundar. Þegar þær héldu kvennafrídag. Fjölmenntu í miðborgina og mörkuðu upphaf þeirrar jafnréttisbaráttu kvenna sem hófst í kjölfarið. Með bókinni Ljóð í lausaleik s k r i f a ð i Þ ó r d í s s i g m e ð eftirminnilegum hætti sem hluta af þessari baráttu. Þótt Þórdís hafi búið handan hafsins frá 1976 hefur hún hefur alla tíð haldið mikilli tryggð og tengslum við átthagana. Hún hefur komið reglulega til landsins og fylgst með mönnum og málefnum. Þórdís hefur lengst af starfað sem kennari í Uppsala en hefur aldrei hætt að skrifa. Árið 2001 gaf hún út ljóðabókina Úr bláu tjaldi og nú bókina Eins og í kviksjá. Í þessari nýju bók minnist hún móðurlandsins sem ýmsum hætti. Tengslanna við land og fjölskyldu sína. Tileinkar hana tveim systrum sem báðar létust fyrir aldur fram. Hún skiptir bókinni í þrjá kafla. Hinn fyrsta nefnir hún “Hér á ég heima” hvar annars staðar en á landinu bláa. Undir Esjunni. Skógar Svíþjóðar skyggja þar ekki á sýn hennar til vesturs. Á köflum kemur söknuður fram. Íslendingseðlið í gegnum tíðina. Á einum stað segir hún: Enn einu sinni komin í heimsókn En ekkert stendur í stað Þó mér þóknist að líta inn Það stæði ekki einu sinni í stað þótt ég dveldi hér endalaust og heimtaði meiri tíma. Þannig sér hún hin gömlu heimkynni fyrir sér. Nýja tíma tengjast hinum eldri. Í öðrum hluta bókarinnar skrifar hún til látinna systra sinna. Lýsir uppeldi þeirra. Fjallar um líf þeirra og lífslok. Ef til vill finnst henni að hún hafi ekki verið til staðar fyrir þær þegar örlögin gripu í tauma. Þar segir hún: Og allt sem við trúðum á lékum okkur að hræddumst birtist á veggjum í sjúkrastofunni eins og á hvíta tjaldinu í Stjörnubíó. Þriðja hluta bókarinnar kallar hún “Þegar hringurinn þrengist”. Þar leitar hún til fyrri tíðar. Dregur fram myndir af fullorðnu fólki. Einkum konum. Fyrir vestan. Erfiði daganna vonum og þrám. Hvernig tengist hennar lífi líf þeirra. Er ef til vill er skammt á milli kynslóða. Þeirra sem eru að hverfa og hinna sem enn eru að vaxa. Í lokaljóði bókarinnar skrifar hún til móður sinnar. Fullorðnar konu sem dvelur á hjúkrunarheimili og hefir misst tvær dætur sínar. Lýsir hinu daglega lífi á sinn hátt. Sannar hæfileika sína Í þessari bók hefur Þórdís enn á ný sannað hæfileika sína sem höfundur. Hæfileika til þess að greina mannssálina. Hæfileika til þess að líta inn á við. Líta í eign barm og færa sjónina í töluð orð. Í bókstafi. Eins og í kviksjá er með athyglisverðust ljóðabókum sem komið hafa út á þessu hausti. Þórdís sýnir að hún hefur engu gleymt frá því hún tók þátt í að ýta kvennabaráttunni úr vör með Ljóðum í lausaleik. Hún hefur þess í stað margt lært á leiðinni í gegnum lífið. Glæsileg ljóðabók Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Þórdís Richardsdóttir Kápa bókarinnar er skreytt með mynd eftir barnabarn Þórdísar. Jólakveðja frá Dómkirkjunni „Að heyra boðin himni frá fær huga þínum breytt. Þau boða að heilög himins dýrð sé hjarta þínu veitt." Svo yrkir sr. Hjálmar Jónsson í sálminum góða sem hefst á orðunum: Á dimmri nóttu bárust boð um bjartan nýjan dag. Hér yrkir hann um fyrirheitið, boðskap englanna um nýja tíma, betri tíma og andstæðurnar eru sterkar. Mitt í myrkinu skín loks ljósið og gefur von um meira ljós, meiri birtu, meiri fögnuð. Skilaboðin eru nefnilega þau, að þar sem frelsarinn er nú fæddur þá er dýrð Guðs, sem er á himnum, einnig á jörðu, sé henni gefið rúm í hjarta okkar. Guð gerist maður og maðurinn fær hlutdeild í himninum; markmiðið er að byggja brú milli manns og Guðs og manna á milli. Þessi boð geta breytt huga okkar og hjartaþeli, og gerir það, þegar best lætur. Það líður að jólum og undirbúningur þessarar helgu hátíðar ljóss og friðar stendur yfir. Í Dómkirkjunni er aftansöngurinn kl. 18 hvort tveggja í senn, upphaf og hápunktur jólahaldsins og það hættir ekki að vera hið mesta tilhlökkunarefni. Kófið hefur hallað öllum leik og gildir það jafnt um Dómkirkjuna og aðrar stoðir samfélagsins. Því biðjum við þá sem hyggjast koma til aftansöngsins kl. 18:00 að sýna fram á gilt covidpróf við kirkjudyr. Um annað starf og helgihald í Dómkirkjunni yfir hátíðarnar bendum við á facebooksíðu Dómkirkjunnar og domkirkjan.is Allir eru hjartanlega velkomnir. Prestar og starfsfólk Dómkirkjunnar óska þér uppbyggilegrar aðventu, gleðilegra jóla og farsældar á ári komanda. Landakotsskóli er sigurvegari Reykjavíkurmóts grunnskólas- veita í áttunda til tíunda bekk 2021. Skólinn sendi tvö lið í keppni áttunda til tíunda bek- kjar, A-sveit og stúlknasveit. A sveitin gerði sér lítið fyrir og vann mótið, með þó nokkrum yfirburðum. Allar viðureignir unnust, heilir 22 vinningar af 24 mögulegum. Stúlknasveitin var skipuð þeim Gerðu Bergs- dóttur, Ástu Eddu Árnadóttur og Tinnu Sif Þrastardóttur í 8. bekk og fékk sveitin 4 vin- ninga. Þar sem hún var eina stúlknasveitin í flokknum sig- raði skólinn einnig í stúlkna- flokki í áttunda til tíunda bekk. Landakotsskóli kom vel út á Reykjavíkurmóti grunnskólas- veita sem fram fór í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur 11. til 12. október. Skólinn sendi eitt lið í flokk fjórða til sjöunda bekkjar. Sveitin lenti í fjórða sæti, stutt frá verðlaunasæti. Liðsmenn á miðstigi voru: Jón Louie Freygang Thoroddsen og Helgi Nils Gunnlaugsson 4. bekk, Muhammad Rayan Ijaz Suleh- ria B-hópi, Vilhjálmur Andri Jóhannsson 6. bekk. Liðsstjóri var Jón Fjölnir Thoroddsen. Sveitin vann þrjár viðureignir, gerði jafntefli í tveimur og tapaði tveimur, og hlaut 17 vinninga, aðeins hálfum vinningi frá þriðja sæti. Liðsstjóri beggja liða var Gauti Páll Jónsson. Landakotsskóli sigurvegari í skák Skákmeistarar í Landakotsskóla.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.