Feykir - 18.08.2021, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
4. deild karla | Kormákur/Hvöt – Hvíti riddarinn 3–1
Hvíti riddarinn mátaður eftir
góðan endaleik heimamanna
Lið Kormáks/Hvatar tryggði
endanlega sæti sitt í
úrslitakeppni 4. deildar með
sterkum sigri á helsta keppinaut
sínum um annað sæti í
D-riðlinum. Gestirnir í Hvíta
riddaranum komust yfir
snemma í síðari hálfleik en
heimamenn létu það ekki slá sig
út af laginu og blésu til sóknar
sem skilaði þremur mörkum
áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1.
Það var markalaust í hálfleik en
Ægir Örn Snorrason kom þeim
hvíta yfir á 50. mínútu og hleypti
spennu í leikinn. Akil De Freitas
jafnaði leikinn aðeins fimm
mínútum síðar og á 70. mínútu
kom Viktor Ingi Jónsson
Húnvetningum í bílstjórasætið.
Akil De Freitas skellti svo
kreminu á kökuna á 80. mínútu
og sigur heimamanna í höfn.
Fyrir leikinn var reyndar ljóst að
allt þurfti reyndar að fara
handaskolum hjá liði Kormáks/
Hvatar ef það átti að verða af
sætinu í úrslitakeppninni. Liðið
hefði þurft að tapa fyrir Hvíta
riddaranum og síðan í loka-
umferðinni fyrir Samherjum
sem sitja í neðsta sæti riðilsins.
Miðað við flugið á Húnvetn-
ingum var það aldrei að fara að
gerast.
Síðasti leikurinn Kormáks/
Hvatar í riðlakeppninni fer fram
næstkomandi laugardag þegar
þeir kappar mæta galvaskir á
Hrafnagilsvöll í Eyjafirði þar
sem Samherjar taka á móti
þeim. Úrslitakeppnin hefst síðan
föstudaginn 27. ágúst. /ÓAB
3. deild karla | Tindastóll – Dalvík/Reynir 2–2
Dýrmæt stig töpuðust í uppbótartíma
Lið Kormáks/Hvatar hefur spilað vel í sumar. MYND: AÐDÁENDASÍÐA KORMÁKS
Það var hart barist á
Sauðárkróksvelli 12. ágúst sl.
þegar sameiginlegt lið Dalvíkur
og Reynis Árskógsströnd mætti
heimamönnum í Tindastóli í 3.
deildinni. Bæði lið þráðu sigur;
Stólarnir til að safna stigum í
botnbaráttunni en gestirnir
þurftu stigin ef þeir ætluðu að
eiga raunhæfan möguleika á að
keppa um sæti í 2. deild. Það fór
svo að liðin sættust á jafntefli en
D/R jafnaði leikinn í
uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Gestirnir hertóku bæði stúkuna
og völlinn og höfðu öll völd
fyrsta hálftímann, ákaft studdir
af fjölmennum dimmrödduð-
um drengjakór sem söng og
kvartaði jöfnum kveinandi
röddum. Lið D/R virtist fullt
sjálfstrausts, var á undan í alla
bolta og spilaði boltanum mun
betur en heimamenn sem
virkuðu daufir og ráðalausir.
Gunnlaugur Ingvarsson kom
Eyfirðingunum yfir strax eftir
níu mínútur en þá kom ágæt
sending inn fyrir vörn Stólanna
og Gunnlaugur nýtti sér hik í
vörn heimamanna og skoraði af
öryggi. Jöfnunarmark Stólanna
á 29. mínútu kom eins og blaut
tuska í andlit gestanna sem
höfðu haft öll völd fram að því.
Þá rataði frábær hornspyrna
Konna beint á kollinn á Marko
Zivkovic sem hamraði boltann í
markið. Stólarnir náðu síðan
frábærri skyndisókn þegar þrjár
mínútur voru komnar fram yfir
venjulegan leiktíma í fyrri hálf-
leik, unnu boltann og komu
honum út á vinstri kant þar sem
kantarinn sá gott hlaup hjá Pape.
Sendingin var pottþétt og Pape
slapp inn fyrir og skoraði af
öryggi. Staðan 2-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik vörðust
heimamenn eins og ljón en tókst
hreinlega aldrei að láta boltann
ganga innan liðsins svo nokkru
næmi. Það leit allt út fyrir að
heimamenn næðu að krækja í
stigin dýrmætu, enda gestirnir
orðnir verulega örvæntingar-
fullir þegar komið var fram yfir
venjulegan leiktíma. Jöfnunar-
markið kom eftir að gestirnir
unnu boltann inni á vallarhelm-
ingi Stólanna, náðu góðri send-
ingu á fjærstöng þar sem Þröstur
Jónasson var einn og óvaldaður
og náði frábærum skalla á nær-
stöng sem Atli átti ekki roð í.
Það féll því bara eitt stig í
pottinn hjá Stólunum og ekki í
fyrsta skiptið í sumar sem stig
tapast á lokamínútum leikja
liðsins. Stólarnir eru nú með 14
stig líkt og lið ÍH sem þeir
heimsækja einmitt í næstu
umferð. Botnlið Einherja vann
um halgina góðan sigur á liði
Augnablika og eru aðeins stigi
neðar en Stólar og ÍH. Fallbar-
áttan er því æsispennandi. /ÓAB
Pape skallar frá marki Stólanna eftir hornspyrnu gestanna. MYND: ÓAB
Húni.is segir frá því að
Knattspyrnudeild Fjölnis og
Venezia FC hafi náð sam-
komulagi um að 17 ára gamall
strákur frá Hvammstanga,
Hilmir Rafn Mikaelsson, muni
ganga til liðs við ítalska
félagið á lánssamning. Samn-
ingurinn er til eins árs en að
lánstíma loknum hefur
Venezia rétt á að kaupa
Húnvetninginn efnilega.
Hilmir Rafn kemur úr
öflugu unglingastarfi Fjölnis
og í frétt Húnahornsins segir
að hann hafi meðal annars
verið hluti af hinum sterka 3.
flokki sem varð bikarmeistarar
á síðasta ári og hafnaði í 2. sæti
í Íslandsmótinu.
„Hilmir vakti töluverða
athygli á sér fyrr á þessu ári
þegar hann hlaut eldskírn
sína með meistaraflokki og
hefur stimplað sig vel inn með
fjórum mörkum í 13 leikjum.
Þar að auki skoraði hann tvö
mörk í tveimur leikjum með
U19 landsliði Íslands fyrr í
sumar.“ /ÓAB
Húnvetnskur knattspyrnumaður í Seríu A
Hilmir Rafn til Feneyja
Hilmir Rafn fagnar marki með liði
Fjölnis. MYND: FB/Fjölnir/Lars Davíð
Fákaflug 2021 var haldið
sunnudaginn 15. ágúst á
félagssvæði Hestamanna-
félagsins Skagfirðings á
Sauðákróki. Mótið tókst afar
vel og sáust fínar einkunnir.
Hnokkabikarinn í ár hlaut
Guðmar Freyr Magnússon en
bikarinn er veittur fyrir
árangur í sem flestum
greinum, gefinn af Þúfum,
Gísla og Mette.
Guðmar sigraði bæði í A-
flokki og B-flokki ungmenna
á Eld frá Íbishóli og Rosa frá
Berglandi 1 og varð í þriðja
sæti í gæðingatölti á Ljósvík-
ingi frá Steinnesi. Mylla frá
Hólum og Unnur Rún Sigur-
pálsdóttir sigruðu í B-flokki og
Lokbrá frá Hafsteinsstöðum
og Skapti Steinbjörnss. sigruðu
í A-flokki.
Hér má sjá sigurvegarana í
hverjum flokki fyrir sig. Sjá
nánar á Feykir.is. /SMH
B flokkur
1. Mylla frá Hólum og Unnur
Sigurpálsdóttir 8,58
B-flokkur áhugamanna
1. Blesi frá Skjólgarði og
Steingrímur Magnússon 8,25
B flokkur ungmenna
1. Guðmar Freyr Magnússon og
Eldur frá Íbishóli 8,71
A-flokkur
1. Lokbrá frá Hafsteinsstöðum og
Skapti Steinbjörnsson 8,75
A-flokkur áhugamanna
1 Vakning frá Hóli og Hrefna
Hafsteinsdóttir 7,91
A flokkur ungmenna
1. Guðmar Freyr Magnússon og
Rosi frá Berglandi I 8,66
Barnaflokkur
1. Fjóla Indíana Sólbergsdóttir og
Lipurtá frá Bjarnastaðahlíð 8,53
Unglingaflokkur
1. Ólöf Bára Birgisdóttir og Jökull
frá Nautabúi 8,40
Gæðingatölt Meistaraflokkur
1. Dís frá Hvalnesi og Egill Þórir
Bjarnason 8,61
Gæðingatölt áhugamanna
1. Lipurtá frá Bjarnastaðahlíð og
Fjóla Indíana Sólbergsdóttir 8,42
Fákaflug 2021
Guðmar Freyr hlaut
Hnokkabikarinn
Guðmar Freyr hlaut Hnokkabikarinn fyrir árangur í sem flestum greinum.
MYND AF NETINU
31/2021 5