Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 7
Nokkur orð um Vancouver...
Hin fallega Vancouver á vesturströnd Kanada
er jafnaldri Coca Cola eða 139 ára gömul –
sem er enginn aldur fyrir stórborg – en íbúar
eru í dag um 640 þúsund. Borgin hefur margoft
verið á lista yfir þær 10 borgir í heiminum þar
sem lífsgæði eru mest. Vancouver er oft kölluð
Hollywood norðursins en í Norður Ameríku
skipar borgin annað sætið á lista yfir þær
borgir þar sem mest er framleitt af kvikmyndum
og sjónvarpsefni. Los Angeles og Vancouver
eru báðar á vesturströnd Norður Ameríku en
vegarspottinn á milli borganna er 2050 kílmetra
langur sem gerir tæplega 20 tíma akstur.
Í Vancouver er lengsta sundlaug Kanada, Kits
Pool, en hún er 137 metra löng eða næstum
þrisvar sinnum lengri en lögleg sundlaug á
Ólympíuleikum. Hið bráðnauðsynlega og sívin-
sæla efni, Botox, var fundið upp í Vancouver.
Stanley Park almenningsgarðurinn í Vancouver
er 10% stærri en Central Park í New York.
Vinsælt er að hjóla í gegnum garðinn eða hjóla
eða ganga meðfram hinum svokallaða Seawall.
Greenpeace-samtökin voru sett á laggirnar
í Vancouver árið 1971 og eru samtökin því
fimmtug í ár.
Talið er að elsta eplatréið á norðvesturströnd
Ameríku sé í Vancouver. Því var plantað árið
1826 við Fort Vancouver.
Meðal þekktra söngelskra Vankúvera má nefna
Michael Bublé, Bryan Adams, Söru McLachlan,
Körlu Rae Jepsen og rapparann Powfu sem
hefur verið í samstarfi við Króksarann Ouse
sem býr einmitt í næsta húsi við foreldra
Áslaugar Sóllilju í Suðurgötunni. Stundum er
heimurinn agnarsmár.
Mest lesna fréttin í fyrra í Feyki þeirra Vankú-
vera (www.vancouverisawesome.com) sagði
af pari sem gerði sér lítið fyrir og keypti allt
kjötið (tvær fullar innkaupakerrur) í kjötborði
Save-On-Foods-verslunar einnar í borginni
laugardagskvöldið 14. mars 2020. Semsagt í
upphafi Covid-faraldursins í Ameríku og fólk
kannski ekki með fullum fimm. Það varð ekki
til að auka vinsældir parsins að það grobbaði
af því við aðra viðskiptavini að hafa tæmt
búlluna. Uppátækið þótti ekki til eftirbreytni
og margir tóku þessu afar illa og jafnvel þó
þetta hafi nú bara gerst í hinu annars friðsama
Kanada varð parið að leita á náðir fjölmiðla til
að rétta hlut sinn. Dan Marcotte sagði að hann
og vinkona hans væru orðin skíthrædd. „Við
erum búin að fá morðhótanir og ég svara ekki
lengur í símann þannig að ég er farinn að verða
af viðskiptum. Meira að segja mamma mín
skammast sín fyrir mig.“
Kvöldstemning í Vancouver. MYND AF NETINU
skiptir gríðarlega miklu máli,
hvort sem tilgangur þeirra er
að birta fréttir, selja varning
eða eitthvað allt annað.
Ég hóf störf hjá Shopify fyrr
á þessu ári í markaðsteyminu
þeirra. Shopify er vefverslunar-
kerfi sem gerir notendum
maður hefur ósjálfrátt myndað
sér.“
Hvað er ólíkt með Kanada-
mönnum og Íslendingum?
„Kanadamenn eru upp til hópa
kurteisari. Ég var smá tíma að
venjast því að heilsa og kveðja
strætóbílstjórana og spjalla við
afgreiðslufólk en ég kann mjög
vel við það í dag. Þetta eykur
samkennd og stundum lend-
irðu í mjög góðu spjalli.“
Hefurðu eitthvað ferðast um
Kanada? „Við höfum ferðast
heilmikið innan Bresku Kól-
umbíu. Stendur þá upp úr
hjólaferð í kringum vínekr-
urnar í Kelowna og svo snjó-
brettaferðir til Whistler. Við
keyrðum til Klettafjallanna í
fyrra til að eltast við púður-
snjóinn og það var ekki nema
níu klst. akstur. Maður gleymir
því oft hvað Kanada er stórt
land og bara að komast yfir í
næsta fylki er tíu klst. akstur í
austur eða 22 klst. akstur í
norður! Við höfum síðan bæði
þurft að ferðast töluvert til
Banda-ríkjanna út af vinnu og
höfum þá nýtt tækifærið og
lengt ferðir til þess að ná
nokkrum frídögum í borgum
eins og San Francisco, New
York og Seattle.“
Hafði Covid-19 mikil áhrif á líf
þitt og lífið í Kanada? „Við
vorum með ferðaplön sem
ekkert varð úr og svo breytti
það miklu fyrir okkur að geta
ekki lengur mætt á skrifstof-
urnar og hitt vinina. Það tekur
á að vera allan daginn heima
hjá sér, sérstaklega þegar
maður er ekki með almenni-
lega vinnuaðstöðu. Við vorum
heppin að fá tækifæri til að
heimsækja Ísland um seinustu
jól, þá ekki búin að hitta
fjölskylduna í eitt og hálft ár og
þegar við komum til baka
þurftum við að fara í tveggja
vikna einangrun heima hjá
okkur. Það þýddi engin útivera
og við þurftum að safna ruslinu
okkar saman á svölunum!“
Hvers saknar þú mest að
heiman? „Að sjálfsögðu fjöl-
skyldunnar og vinanna. En
þess fyrir utan þá eru sund-
laugarnar efst á listanum og
gnauðið í vindinum. Íslenskt
nammi og Sauðárkróksbakarí
koma þarna strax á eftir.“
Gætir þú deilt einhverri sniðugri
eða eftirminnilegri sögu eða
uppákomu frá dvöl þinni
erlendis? „Það er margt eftir-
minnilegt sem kemur upp í
hugann. Ég ferðaðist til Hawaii
með vinnunni þar sem við
tjölduðum á ströndinni
(glamping!) og fórum á brim-
brettanámskeið. Þá er mjög
minnisstætt þegar við sáum
Karlakórinn Heimi syngja
hérna og súrrealískt að sjá alla
þessa Skagfirðinga saman-
komna hér í Vancouver. Ég var
síðan inn og út af spítala í sex
vikur með samfallið lunga
sumarið 2017, þar sem ég end-
aði á að fara í lungnaaðgerð –
ekki alveg skemmtilegasta lífs-
reynslan og mér tókst að hræða
mömmu mína hressilega.
Fjölskylda og vinir hafa svo
verið dugleg að heimsækja
okkur og það er alltaf ein-
staklega gaman að sýna þeim
borgina og fá að upplifa Bresku
Kólumbíu með þeim. Ég og
foreldrar mínir rákumst á
leikarana Owen Wilson og
Rufus Sewell á sitthvoru kaffi-
húsinu sama daginn. Mömmu
þótti það ekki leiðinlegt.“
Feykir þakkar Áslaugu Sóllilju
fyrir að gefa sér tíma til að segja
lesendum frá lífi sínu í Kanada.
Fort Vancouver. MYND AF NETINU
Dan Marcotte á flutningafyrirtæki og lét gott af sér leiða árið
2017 þegar hann kom nauðsynjum til fólks í neyð vegna
skógarelda. „Enginn man lengur eftir því,“ sagði sár og
svekktur Dan við fjólmiðla í fyrra. MYND AF NETI
Á brettum í nágrenni Vancouver sem er skíðaparadís.
sínum kleift að setja upp og
reka sína eigin vefverslun.“
Hvað er best við að búa í þínu
nýja landi? „Veðrið er klárlega
einn af helstu kostunum við að
búa hérna í Vancouver. Sumrin
eru sólrík og ekki of heit og
haustin eru svona týpísk
amerísk haust eins og maður
sér í bíómyndunum. Hér er
mjög vinsælt að taka upp
kvikmyndir og sjónvarps-
þætti, enda Vancouver
stundum kölluð Hollywood
norðursins. Annað sem kemur
upp í hugann er fólkið, hér er
mjög ríkt fjölmenningar-
samfélag og það virðist vera
að Kanada hafi tekist vel að
taka á móti innflytjendum og
flóttafólki. Við höfum kynnst
fólki sem á uppruna sinn
hvaðanæva úr heiminum og
það er ekki hægt að leggja mat
á hversu dýrmætt það er, bæði
upp á vináttu og til að brjóta
niður staðalímyndir sem
Kvöldgöngutúr við Seawall-inn
31/2021 7