Feykir


Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 8

Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 8
Það er skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingnum Sölva Sveinssyni en tvær bækur koma út eftir hann þessa dagana. Sú fyrri, sem þegar er komin út, nefnist Lög unga fólksins og inniheldur átta sögur sem gerast flestar í ótil- greindum kaupstað úti á landi eða í næsta nágrenni hans, en einnig í Reykjavík og austur á Reyðarfirði. Síðari bókin er væntanleg allra næstu daga og gefin út í tilefni 150 ára byggðaafmælis Sauðárkróks og fjallar um ævi og störf Eyþórs Stefánssonar, menningarfröm- uðar og heiðursborgara Sauðárkróks. Hann var fæddur árið 1901 og því liðin 120 ár frá fæðingu hans. Sögufélag Skagfirðinga er útgefandi.. „Ég byrjaði á þessari bók fyrir um það bil sex árum og ætlaði þá að hafa þetta æviþátt í Skagfirðingabók en sá fljótt að heimildir voru allt of ríkulegar til þess hægt væri að koma þeim inn í þann ramma sem Skagfirðingabók er smíðaður í þessu skyni. Niðurstaðan varð þessi bók sem nú er að koma á markað, 329 bls. með fjölda mynda. Útgáfutíminn er náttúrlega valinn með hliðsjón af því að Sauðárkrókur á 150 ára byggðarafmæli í ár og Eyþór var heiðursborgari bæjarins, fyrstur til að hljóta þann heiður var Jón Þ. Björnsson, síðan Eyþór og Sveinn Guðmundsson. Bjarni Har. var síðan fyrsti heiðurs- borgari nýja sveitarfélagsins, Skaga- fjarðar,“ segir Sölvi um skrif sín um Eyþór. Hann brást vel við ósk Feykis um að birta smá sögubrot og drepum við niður fæti á bls. 206. - - - - - Sr. Helgi lést í júnílok 1959 eins og áður sagði og þá hófust umræður um eftirmann hans. Í september bar til tíðinda: Í dag fékk ég bréf frá Haraldi Bessasyni prófessor í Winnipeg og er hann að mæla með ungum presti þar vesturfrá sem Ólafur heitir Skúlason og hyggst hann sækja hingað þegar „brauðinu“ verður slegið upp. Þessi maður kvað vera mjög efnilegur kennimaður, og er kominn af hinni alþekktu Birtingaholtsætt. Ýmsir aðrir hafa mælt með þessum manni og má vera að hér sé um góðan og gegnan mann að ræða. Tíminn leiðir það í ljós (11. 9. 1959). Sr. Ólafur kom svo norður um miðjan desember til þess að kynna sér prestakallið. „Maðurinn er mjög glæsi- legur og kæmi mér ekki á óvart að hann sópaði fólki að sér“ (15. 12. 1959). Á aðventu 1959 héldu þeir báðir norður á Krók sr. Jónas Gíslason og sr. Þórir Stephensen. Jónas hélt erindi í Rotary og 7. desember bókar Eyþór: „Sr. Þórir Stephensen kom hér kl. 6 í kvöld til að kveðja, – sennilega mun hann sækja hingað, og gæti ég trúað, að hann fengi mörg atkvæði.“ Það líður að jólum og enn bætist í púkkið: „Sr. Ólafur er nú ákveðinn að sækja hingað og hefur verið talsvert gert til þess að mæla með honum og það af ýmsum góðum mönnum sem mark er á takandi og virðist landið liggja vel fyrir honum“ (16. 12. 1959). Eftir áramótin fer að hitna í kolunum. Þessi frétt birtist í dagblaðinu Vísi 21. janúar: „Umsóknarfrestur um Sauðár- króksprestakall er útrunninn og sóttu fjórir um. Þeir eru Þórir Stephensen prestur Hofi í Saurbæ [í Dalasýslu], Jónas Gíslason prestur Vík í Mýrdal, Árni Sigurðsson prestur á Hofsósi, og Fjalar Sigurjónsson prestur í Hrísey.“ Hér er Ólafur Skúlason horfinn af vettvangi. Meira um það síðar. „Sr. Þórir Stephensen kom í bæinn í kvöld“ skrifar Eyþór 14. janúar, „og er nú að byrja sína veiðimennsku. Valgard Blöndal kom með hann á Rotary fund.“ Sunnudaginn næsta: „Sr. Þórir messaði hér kl. 2 og var sú messa mjög vel sótt, mátti heita að kirkjan væri full“ (17. 1. 1960). Sr. Jónas mætti á Rotary fund 21. janúar og sunnudaginn 24. var komið að honum: „Í dag messaði sr. Jónas Gíslason prestur í Vík í Mýrdal hér kl. 2 og var kirkjan þéttsetin, nokkrir urðu frá að hverfa. Á eftir messaði hann á sjúkrahúsinu og fór kórinn þangað með honum.“ Eyþóri eru prestskosningarnar ofarlega í huga: „Nú er mikið talað um prestskosningarnar, og nú virðist bar- daginn snúast eingöngu um sr. Þórir Stephensen og sr. Jónas Gíslason, og sýnist sitt hverjum. Sennilega fer nú að harðna á milli þessara tveggja flokka sem styðja þá, og óvíst mjög hvor þar verður hlutskarpari eins og er“ (25. 1. 1960). Daginn eftir tekur hann sér penna í hönd: „Ég skrifaði bréf í kvöld til biskups og lét hann vita um alla þá óánægju sem hér ríkir vegna sr. Ólafs.“ Ekki er nú ljóst af hverju þessi óánægja stafaði. Bréf Eyþórs hefur ekki komið í leitirnar. Það er ekki í biskupsskjölum á Þjóðskjalasafni og það hefur heldur ekki fundist í einkaskjölum Sigurbjörns Einarssonar biskups. Líkur eru til þess að óánægja hafi vaknað meðal þeirra sem lýst höfðu fylgi við Ólaf og reynt að afla honum stuðnings. Eyþór gæti hafa verið í þeirra hópi en að honum frá- gengnum studdi hann sr. Jónas. Eyþór er óánægður með kosninga- baráttuna: „Alls konar slúðursögur eru nú komnar á kreik varðandi prestsefnin“ (27. 1. 1960). Ég man vel eftir þessari kosningabaráttu. Börnum var bannað að tala illa um fólk, hvað þá að blóta því í sand og ösku. En þetta heyrðum við á Sölvi Sveinsson iðinn við söguskrifin Æviþáttur breyttist í væna bók Sauðárkrókur um 1910. Í þessu umhverfi ólst Eyþór upp og starfaði. Stefánsbær (1), nú Skógargata 18, stendur í brekkurótunum, reistur 1904. Hvammur (2), áður Halldórshús, þar fyrir norðan, nú Skógargata 12. Halldór Þorleifsson járnsmiður byggði það 1898 og bjó þar til 1918 að Þorvaldur Þorvaldsson keypti það og stækkaði til suðurs, verkamaður og ökumaður, verkalýðsleiðtogi um árabil, kvæntur Helgu Jóhannesdóttur og áttu þau sjö börn; meðal þeirra var Rannveig sem lengi söng í kirkjukórnum hjá Eyþóri. Kirkjuhvol (3) byggði Steindór Jóhannesson 1906 en þar bjó lengi Friðrik Hansen kennari með fjölskyldu sinni og byggði hann aðra hæð ofan á húsið; nú Skógargata 15. Sólvang (4) reisti Jónas Sveinsson árið 1904 en Jón Þ. Björnsson keypti húsið 1911 og byggði síðar efri hæðina, nú Skógargata 13. Fjós (5) Jóns Þ. og Friðriks stóð þétt við hús þeirra; síðar reisti Friðrik sitt eigið fjós. Góðtemplarahúsið (6), Gúttó, Skógargata 11, var reist 1897 og stækkað 1903–04 og er það hærri hluti hússins. Barnaskólinn (7) var tekinn í notkun 1908. Fjær blasir við hús Kristjáns borgara (8) eins og Kristján Gíslason var oft kallaður. Hallandi þakið er á Gilsstofu sem ótvírætt var komin á sinn stað 1892 en síðan hvarf hún að hluta til inn í viðbygginguna. Í þessu húsi var verslun K.G. og íbúð. Þar átti Eyþór mörg spor. Ólafur Briem snikkari reisti það hús sem stóð við Aðalgötu 22 (9) árið 1886 og bjó þar þangað til K.G. keypti það litlu fyrr en heimsstyrjöldin hófst 1914 og opnaði þar vefnaðarvöruverslun sem jafnan var kölluð Bræðrabúð, kennd við syni kaupmannsins. Sissa var þar oft við afgreiðslu. Breski herinn tók þetta hús til sinna þarfa árið 1940 og brann það til kaldra kola 4. september um haustið. (Heimildir: Saga Sauðárkróks, Skagfirskar æviskrár, Hannes Pétursson.) HSK. UMSJÓN Páll Friðriksson E Y Þ Ó R ST E F Á N SSO N T Ó N SK Á L D SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA Eyþór Stefánsson (1901–1999) bjó alla ævi á Sauðárkróki og var mikil virkur í menningarlífi staðarins, kenndi í áratugi við skólana í bænum, var fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans 1965–1974 og viðloðandi kirkjusöng í 60 ár, þar af organisti 1929–1972. Hann var atkvæðamikill leikari, sté á svið í 118 hlutverkum, stjórnaði tugum leiksýninga og hlaut gullmerki Félags íslenskra leikara. Hann byrjaði ungur að semja lög og yfir 30 sönglög hans hafa verið gefin út, þekktust þeirra „Lindin“, „Mánaskin“ og „Bikarinn“. Hann var í hópi bestu sönglagahöfunda 20. aldar og heiðursfélagi í Tónskáldafélagi Íslands. Eiginkona Eyþórs var Sigríður Anna Stefánsdóttir (1905–1992) og stóð honum þétt við hlið eins og hann sagði, söng í kirkjukórnum og tók þátt í leiklistinni. Þau áttu eina dóttur barna, Guðrúnu (1939–1987) sem lengst af bjó á Ísafirði. Bókin er gefin út í tilefni 150 ára byggðarafmælis Sauðárkróks. Sögufélag Skagfirðinga er útgefandi. Sölvi Sveinsson hefur áður skrifað æviþætti í Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, sent frá sér eina ævisögu og bernskuminningar sínar. Hann hefur einnig samið nokkrar bækur um íslenskt mál og norræna goðafræði og ritað fjölda greina í blöð og tímarit. EYÞÓR STEFÁNSSON TÓNSKÁLD 9 789979 861270 ISBN 978-9979-861-27-0 EYÞÓR STEFÁNSSON T Ó N S K Á L D S Ö L V I S V E I N S S O N Kápa bókarinnar um Eyþór Stefánsson. 8 31/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.