Feykir - 18.08.2021, Page 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: :Far..
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Feykir spyr...
Hvaða lið
vinnur Ensku
úrvalsdeildina
þetta tímabilið?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: Sæþór Már
„Er alveg viss um að mínir menn
í United taki þetta í ár enda strax
komnir á toppinn eftir fyrstu
umferð.“
Bergljót Ásta Pétursdóttir
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum:
Ótrúlegt - en kannski satt...
Empire State-byggingin er 102 hæða skýjakljúfur í New York og er nafnið
dregið af viðurnefni New York fylkis. Hún var heimsins hæsta bygging í
rúm fjörutíu ár eða frá árinu 1931 og þar til turnarnir í World Trade Center
risu 1972. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 varð Empire State-
byggingin sú hæsta í borginni á ný. Ótrúlegt, en kannski satt þá eru 1.575
tröppur frá jarðhæð að toppi byggingarinnar.
Tilvitnun vikunnar
Það gáfulegasta sem þú getur gert ef þú býrð í helvíti
er að láta fara vel um þig. – Charles Bukowski
„Eins mikið og mig langar að segja
að Liverpool taki bikarinn heim, er
ég ansi hræddur um að Chelsea
fagni næsta vor. Þeir fá fá mörk á
sig og voru að næla sér í eitt stykki
Lukaku, held að það sé uppskrift
sem geti ekki klikkað.“
Kristófer Már Tryggvason
„Ég held að titillinn fari aftur til
Manchester borgar, en það er
bara spurning hvort liðið taki
hann. Leiðinlegt að segja það en
United eru líklegri. “
Jóhann Daði Gíslason
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Hér þarf að laga skemmdir.
F
„Ég ætla að segja Manchester
United. Ég held að þetta verði
árið sem allt gengur upp hjá
Norðmanninum síunga. Ef ég
veðja ekki á ManU verður mér
afneitað bæði af föður og syni.“
Lee Ann Maginnis
Skerið pylsuna í bita og setjið á
disk með Doritos í miðjunni.
RÉTTUR 3
Pylsa að hætti New
York búa
- tekið af Paz.is
1 pakki af venjulegum
pylsum (5 stk)
1 pakki pylsubrauð
Heinz mild sinnep
súrkal
lauksósa (sjá uppskrift)
Aðferð: Gott er að grilla pylsurn-
ar en má líka sjóða þær. Hitið
brauðið örlitla stund í örbylgju-
ofni. Setjið svo á pylsuna, súrkál
neðst, svo pylsu ofan, laukssósu
þar ofan á og toppið með Heinz
mild sinnepinu.
Lauksósan:
2 msk. ólífuolía
2 laukar skornir í ræmur
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. Chili powder
10 dropar tabasco sósa
pínu salt
85 g Heinz tómatssósa
1/2 bolli vatn
Aðferð: Hitið olíu á pönnu og
skerið laukinn í langar ræmur.
Setjið svo laukinn á pönnuna og
leyfið honum að mýkjast ögn.
Kryddið svo með kanil, chili
powder og tabasco og saltið ögn
líka. Hrærið vel saman og hellið
svo tómatsósu og vatni yfir og
leyfið að sjóða í eins og 15
mínútur. Þessa sósu má gera
daginn áður eða eitthvað fyrr og
geyma í kæli en gott er að hita
hana aðeins upp áður en hún er
sett á pylsuna
Pylsur, pylsur og
aftur pylsur
Ef það er eitthvað sem ég fæ nett ógeð af eftir sumarið þá er
það pylsa með steiktum lauk, tómatsósu og remolaði, bæði
undir og yfir, í pylsubrauði.
Sumartíminn hjá minni fjölskyldu einkennist svolítið af þétt
skipuðum dögum sem enda oftar en ekki á einhverju sem tekur
mjög stuttan tíma að útbúa og þá er allt of auðvelt að henda í
pyslur. Dóttir mín hefur síðustu vikurnar sagt við mig að hún
borði ekki lengur pylsur því hún er komin með svo mikið ógeð.
Ég fór að gramsa á netinu og fann nokkrar skemmtilegar
uppskriftir með pylsum í og á örugglega eftir að nýta mér þessar
á næstunni en er samt ekki viss um að þessar falli vel í kramið hjá
krökkunum en foreldrarnir fá smá tilbreytingu.
RÉTTUR 1
Pico de gallo
chilipylsa
- tekið af grillsnilld.is
Chilipylsur eða
venjulegar pyslur
pylsubrauð
guacamole
tómatar
rauðlaukur
kóríander
chili
hvítlaukur
lime
kúmen
salt og pipar eftir smekk
rifinn ostur
Aðferð: Útbúið pico de gallo með
því að skera niður tómata,
rauðlauk, hvítlauk, kóríander og
blanda saman í skál. Bætið við
kúmen, kreistið lime yfir og saltið
og piprið eftir smekk. Grillið
pylsur þar til þær eru tilbúnar og
hitið brauðið á grillinu. Dreifið
pico de gallo í pylsubrauðin með
pylsunni. Bætið rifnum osti ofan
á til að fullkomna pylsuna.
RÉTTUR 2
Seattle style pylsur
- tekið af grillsnilld.is
Kryddpylsur
pylsubrauð
kóríander
jalapeno
ólífur
beikonsulta
Doritos, Sweet chili
Aðferð: Grillið pylsurnar þar til
þær eru tilbúnar og hitið brauðið
á grillinu. Raðið hráefnum í
pylsubrauðið með pylsunni.
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is
Pylsa að hætti íbúa New York. MYND: PAZ.IS
31/2021 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Eg sá það fljóta á sjónum.
Eg sá það á skýjanna her.
Eg sá það saurugt í snjónum.
Segðu mér hvað það er.