Feykir - 15.12.2021, Síða 11
48/2021 11
af fjórum sjálfstæðum
smásögum sem þó mynda
heild, svokallaðan
sagnasveig, en það
bókmenntaform er
nokkurn veginn miðja
vegu milli smásögunnar
og skáldsögunnar, með
öll einkenni smásagna en
heildarblæ skáldsögunn-
ar vegna þeirra tenginga
sem eru á milli allra
Í fyrra kom út bókin Jól
undir Spákonufelli en
það var Ástrós Elísdóttir
sem skrifaði og gaf út.
Sögusvið sagnanna
er falið í titlinum, en
undir hinu dulmagnaða
Spákonufelli kúrir
þorpið Skagaströnd,
heimkynni höfundar
síðustu ár. „Sagan er í
senn næm, ljúf, óvænt
og sprenghlægileg
og það er erfitt að
komast hjá því að
tárast á fallegustu
stöðunum en þeir eru
margir,“ segir Júlía
Margrét Einarsdóttir í
umsögn um Jól undir
Spákonufelli. Bókin
er myndskreytt af
Tommaso Milella
teiknara. Þetta er fyrsta
bók Ástrósar og Feykir
lagði fyrir hana nokkrar
spurningar.
Andlitið á Ástrós hefur
dúkkað upp á síðum
Feykis af og til síðustu
árin en síðan sumarið
2015 hefur Ástrós verið
búsett á Skagaströnd
ásamt fjölskyldu sinni en
áður en hún flutti norður í
land var hún fræðslu-
stjóri Borgarleikhússins.
Á Skagaströnd hefur hún
unnið að fjölmörgum
verkefnum tengdum leik
og söng, m.a. þýtt söng-
leiki og gamanverk, tekið
að sér námskeiðahald og
verkefnastjórnun og
unnið að framkvæmd
fyrstu barnamenningar-
hátíðar landshlutans sem
er á dagskrá vorið 2022.
Ástrós starfar nú hjá
SSNV sem verkefnastjóri
Sóknaráætlunar Norður-
lands vestra og við
atvinnuráðgjöf með
sérstaka áherslu á
stuðning við menningar-
tengda starfsemi. En
vindum okkur í spjallið...
Gætirðu sagt okkur
aðeins frá bókinni Jól
undir Spákonufelli? „Ég
gaf bókina út fyrir síðustu
jól og hún samanstendur
Ástrós Elísdóttir á Skagaströnd
Ástrós segir sögur af
jólum undir Spákonufelli
Kápa bókarinnar Jól undir Spákonufelli. Teiknarinn safnaði saman ýmsum karakterum á kápumynd sem ekki
koma fyrir í einni og sömu sögunni, þarna má t.d. sjá Þórdísi spákonu, Grýlu og Leppalúða, jólaköttinn og
einhverja jólasveina, það sést líka í snjótittling sem kemur fyrir í einni sögunni. MYNDIR. TOMMASO MILELLA
var sprottin af nauðsyn,
en ég var beðin um að
lesa upp jólasögu á litlu
jólunum í Höfðaskóla á
Skagaströnd og kvöldið
áður en að upplestrinum
kom var ég að leita að
sögu en fann enga sem
mér leist á, svo ég ákvað
að skrifa frekar sögu sjálf.
Jólasögunni var vel tekið
og hefur hún verið lesin
síðan fyrir yngstu
nemendur Höfðaskóla í
desember. Þegar ég var
svo að ljúka meistaranámi
í ritlist árið 2019 ákvað ég
að bæta við þennan
sagnaheim og skrifaði
hinar sögurnar þrjár. Ég
sótti svo um styrk í
Uppbyggingarsjóð það
haust til að gefa bókina út
og fékk hann, svo ég fékk
spark í rassinn til að
ganga í málið árið 2020.
Ég stofnaði lítið fyrirtæki
með manninum mínum,
Mosató ehf., setti bókina
upp og gaf hana út.“
Hvar er hægt að nálgast
Jól undir Spákonufelli?
„Ég er að selja bókina sjálf
í gegnum netið en hún er
líka til sölu í verslunum
Pennans og auðvitað í
Spákonuhofi á
Skagaströnd. Heimasíðan
mín er https://www.
undirspakonufelli.com og
þar er að finna ýmsar
upplýsingar, m.a. um mig
og Tommaso Milella,
ítalskan fjölskylduvin sem
teiknaði allar myndirnar í
bókinni – þó hann hafi
reyndar enn ekki komið til
Íslands.“
Ástrós bendir á að á
heimasíðunni er að finna
tvær umsagnir um bókina
frá öðrum rithöfundum en
þar segir Arndís
Þórarinsdóttir: „Í Jólum
undir Spákonufjalli koma
saman lifandi sögusvið,
mikil frásagnargleði og
sannur jólaandi! Yndisleg
aðventubók fyrir alla
fjölskylduna.“ Júlía
Margrét Einarsdóttir
skrifar: „Ástrós tekst að
skapa ljóslifandi og
gullfallegan töfraheim
með piparkökum,
snjókornum og
mandarínuilmi. Ýmsir
þjóðlegir vættir dúkka
upp en enginn fær að hitta
þau nema auðvitað
krakkarnir, því fullorðnir
skilja ekki allt. En bókin
hentar öllum aldri,
krakkarnir sogast inn í
galdraveröldina og þeir
sem eldri eru með
þeim. Sagan er í senn
næm, ljúf, óvænt og
sprenghlægileg og það er
erfitt að komast hjá því að
tárast á fallegustu
stöðunum en þeir eru
margir. Fyrir krakka á
öllum aldri sem hlakka til
jólanna en líka þá sem
hafa enn ekki fundið
andann hellast yfir sig er
Jól undir Spákonufelli
rétta bókin.”
„Ég er byrjuð á næstu
bók, Sól undir
Spákonufelli, en veit ekki
hvenær hún kemur út,“
segir Ástrós að lokum.
VIÐTAL
Óli Arnar Brynjarsson
Astrós sæl en myndina gerði teiknari bókarinnar, Tommaso Milella.
smásagnanna. Þær gerast
allar sama kvöldið,
nokkrum dögum fyrir jól,
á sama sögusviði - undir
Spákonufellinu - og í
þeim mætast tveir heimar
eða víddir en þó aldrei
með sama hætti.
Jólahefðir og þjóðmenn-
ing eru rauður þráður í
gegnum sögurnar, ilmur
af greni, mandarínum og
piparkökum,“ segir
Ástrós
Fyrir hverja er bókin?
„Hún ætti að höfða jafnt til
barna sem fullorðinna
jólabarna en þetta er bók
sem er gaman fyrir ólíkar
kynslóðir að lesa saman
og þau sem eldri eru geta
hjálpað þeim yngri að
koma auga á tengingar
og fróðleik sem bundinn
er við svæðið og
hefðirnar okkar.“
Hvernig kom það til að
þú skrifaðir bókina?
„Tilurð fyrstu sögunnar Nóttin hans Bjúgnakrækis.