Feykir


Feykir - 15.12.2021, Síða 23

Feykir - 15.12.2021, Síða 23
48/2021 23 Á dögunum var kunngjört hvaða ung- menni voru valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022. Tvö af þeim sextán sem þóttu verðskulda veru í þeim hópi búa á Norðurlandi vestra, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar Líndal er fæddur árið 2006, býr á Lækjamóti 2 með foreldrum sínum, Ísólfi Líndal Þórissyni og Vigdís Gunnarsdóttir. Hann á ekki langt að sækja hestaáhugann þar sem lífið snýst um hross og allar hliðar hestamennskunnar á Lækjamóti þar sem hann hefur að mestu alist upp en einnig bjó hann um tíma á Hólum ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@feykir.is Undirbýr hestana fyrir næsta keppnistímabil Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Hestamannafélagið Þytur Guðmar og Freyðir frá Leysingjastöðum í úrslitum á Fjórðungsmóti Vesturlands í sumar. MYND: KOLBRÚN GRÉTARSDÓTTIR í Hjaltadal. Guðmar er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Hvernig er tilfinningin að hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022? -Tilfinningin er ólýsanleg, ég hef viljað komst í landsliðið fyrir Íslands hönd síðan pabbi minn fór með landsliðinu á Norðurlandamót í Noregi árið 2016. Segðu mér frá keppnum sumarsins og hvernig hafa þær gengið hjá þér? -Stærstu mót sumarsins voru Fjórð- ungsmót Vesturlands og Íslandsmót. Það gekk vel, sumt gekk betur en ég bjóst við en annað gekk ekki alveg upp. Helstu íþróttaafrek: Þrefaldur Íslands- meistari í hestaíþróttum árið 2018 og einnig 2019. Ég hef tvisvar sinnum unnið Fjórðungsmót, árin 2017 í barnaflokki og árið 2021 í unglingaflokki, og ég sigraði einnig í tölti á Fjórðungsmóti 2021. Skemmtilegasta augnablikið: -Að vinna Fjórðungsmót í unglingaflokki 2021. Neyðarlegasta atvikið: -Ég reyni að hafa ekki áhyggjur af þannig málum. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég verð alltaf að pissa áður en ég keppi. Uppáhalds íþróttamaður? -Allir sem koma heiðarlega fram inni á vellinum sem og utan hans. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ísak bróðir minn væri andstæðingurinn, ég myndi keppa á móti honum í frisbígolfi. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Við verðum báðir brjálaðir í keppnis- skapi og myndum hætta. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Ég fór í fyrstu fimm daga göngur á hesti upp á miðhálendi Íslands í haust. Lífsmottó: -Stefndu hátt en lifðu samt í núinu. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Pabbi og mamma, vegna þess að þau gera allt til þess að mér líði vel og gangi vel í lífinu. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Undirbúa mig og hestana fyrir næsta keppnistímabil sem byrjar í febrúar. Hvað er framundan? -Meistaradeild Æskunnar í hestaíþróttum. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? Followoið mig (gudmarisolfsson) og Sindrastaði á samfélagsmiðlum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.