Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtals höfðu liðlega 56 þúsund börn, 17 ára og yngri, þurft að sæta sóttkví frá upphafi kórónuveiru- faraldursins til 10. febrúar sl. Þar af höfðu nærri 26 þúsund börn þurft að sæta sóttkví oftar en einu sinni og nærri þúsund sætt sóttkví oftar en fjórum sinnum. Frá upphafi farald- ursins og til 24. febrúar höfðu 35 þús- und börn þurft að sæta einangrun í kjölfar greiningar á Covid-19. Þessar upplýsingar koma fram í svörum sóttvarnasviðs embættis landlæknis við fyrirspurn umboðs- manns barna. „Við vorum búin að heyra að börn væru að fara í sóttkví oftar en einu sinni og þótti mikilvægt að fá úr því skorið hversu mörg börn þetta væru,“ segir Salvör Nordal, umboðs- maður barna, þegar hún er spurð hvort fjöldinn hafi komið á óvart. Salvör segir að embættið hafi verið að kalla eftir því að áhrif kórónu- veirufaraldursins væru metin, sér- staklega sóttvarnaaðgerðir gagnvart börnum. Með því væri hægt að fá yf- irsýn yfir stöðuna og betra að meta það hvernig hægt sé að bregðast við. Salvör vekur jafnframt athygli á því að afleiðingar geti verið mörg ár að koma fram. Róðurinn hefur þyngst Embætti umboðsmanns barna hef- ur frá upphafi faraldursins safnað frásögnum barna og verður unnið úr þeim á næstunni. Segir Salvör að í fyrstu könnuninni hafi áhrifin al- mennt verið jákvæð. Börn hafi upp- lifað ýmsa kosti, meðal annars að minni asi hafi verið í skólum og á heimilum. Þegar á leið hafi róðurinn þyngst verulega og komið hafi fram að börnum liði miklu verr en í upp- hafi. Segir Salvör að það komi heim og saman við upplýsingar frá öðrum sem fylgst hafi með andlegri líðan barna. Hún segir að áhrif kórónu- veirufaraldursins bitni sérstaklega illa á þeim börnum sem átt hafi í erf- iðleikum fyrir, til dæmis staðið höll- um fæti í skólakerfinu eða átt við fé- lagslega erfiðleika að etja. „Við vitum að andleg heilsa barna var ekki góð áður en faraldurinn byrjaði og upp- lýsingar sem við höfum fengið benda til að heilsu þeirra hafi hrakað síðan,“ segir Salvör. Áhyggjur af þeim eldri Mikið hefur verið að gera í sál- fræðiþjónustu við börn í faraldrinum. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sál- fræðingur hjá Litlu kvíðamiðstöðinni, segir að mikil aukning hafi verið í eft- irspurn eftir viðtölum síðastliðin tvö ár. Hún bendir þó á að fyrir þann tíma hafi einnig verið aukning á milli ára og þess vegna sé erfitt að fullyrða að faraldurinn sé ástæða aukinnar að- sóknar. Steinunn hefur eftir leik- skólastjóra að hún hafi aldrei fengið jafn kvíðin börn í skólann eins og síð- astliðið haust og það bendi til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi haft áhrif á börn. Sjálf hefur Steinunn Anna meiri áhyggjur af eldri unglingunum. Þar beri á vanvirkni, sum hafi fallið út úr tómstundum og eigi í erfiðleikum með að koma sér af stað aftur. Það eigi þó alls ekki við um alla. Í þessu sambandi vekur hún at- hygli á ungmennum sem hafi verið að koma inn í menntaskóla án öflugs hóps vina úr grunnskóla eða lendi í sóttvarnarhólfi án vina. Þau geti ein- angrast. Ofan á vandann bætist ef erfiðleikar eru á heimilinu vegna far- aldursins, til dæmis fjárhagserfið- leikar. Það hafi bein áhrif á börnin. „Heilt yfir upplifum við meiri þyngsli í fólki. Við erum með hala af málum sem við höfum ekki getað veitt þjónustu, ekki síst fólk sem átti við vanlíðan að etja fyrir. En um leið og veðrið batnar eins og við sjáum núna, faraldurinn er að ganga yfir og menntaskólanemar byrjaðir að tengj- ast, held ég að þessi önn verði betri,“ segir Steinunn Anna. Þúsund börn sett fjórum sinnum í sóttkví - Umboðsmaður barna hvetur til heildstæðs mats á aðgerðum - Skapar grundvöll til að bregðast við Börn sem hafa sætt einangrun eða sóttkví Fjöldi barna eftir aldurshópum frá upphafi Covid-19 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Oftar en einu sinni ...tvisvar ...fjórum sinnum 0-5 ára 6-12 ára 13-17 ára Einangrun Sóttkví 8.623 16.143 10.279 0-5 ára 6-12 ára 13-17 ára 16.612 25.320 16.545 Heimild: Embætti landlæknis Salvör Nordal Steinunn Anna Sigurjónsdóttir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fimm dómarar Hæstaréttar finna að vinnubrögðum Landsréttar í dómi sem kveðinn var upp á miðvikudaginn í máli sem snýst um ofbeldisbrot karl- manns gegn fyrrverandi kærustu sinni. Hæstiréttur bendir á að í héraði hafi liðið eitt ár frá þingfestingu máls- ins til dóms og í dómi Landsréttar sé að finna athugasemd við þann drátt sem talinn var vera úr hófi fram. „Á hinn bóginn liðu rétt tæpir 19 mánuðir frá áfrýjun málsins til Landsréttar og þar til dómur var þar upp kveðinn. Ekki eru fram komnar skýringar á þeim drætti sem einnig verður að telja aðfinnsluverðan,“ seg- ir Hæstiréttur. Fram kemur í dómnum að karl- maðurinn, sem um ræðir, hafi veist að fyrrverandi kærustu sinni á heimili hennar, ýtt henni þannig að hún féll niður stiga, tekið í hár hennar, skallað hana í höfuðið og tekið hana kverka- taki. Segir Hæstiréttur að árásin hafi í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola auk þess sem fram væri komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Er refsing ákveðin fang- elsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár í ljósi þess hve langur tími sé liðinn frá at- vikum máls. Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar, segir að tafir á málinu eigi sér skýringar. Hann bendir á að ferill sakamála eftir dómsuppkvaðn- ingu héraðsdóms sé sá að ákæruvald- ið gefur út áfrýjunarstefnu sem birt er fyrir ákærða og eftir atvikum brotaþola. Eftir birtingu fái Lands- réttur áfrýjunarstefnu senda og sé málið þá skráð hjá réttinum. Þingfest 9 mán. eftir áfrýjun „Eiginleg málsmeðferð hjá Lands- rétti hefst hins vegar ekki fyrr en ákæruvaldið hefur tekið saman öll gögn málsins og sent réttinum og telst málið þá þingfest. Afar misjafnt er hversu langur tími líður frá skrán- ingu máls hjá Landsrétti fram að þingfestingu,“ segir Gunnar. „Í því tilviki sem hér um ræðir var áfrýj- unarstefna gefin út 3. desember 2019 og markar sá dagur upphaf þeirra 19 mánaða sem Hæstiréttur tiltekur. Þingfesting málsins fór fram 16. sept- ember 2020 eða ríflega 9 mánuðum síðar. Eftir þingfestingu var ákæru- valdi og síðan ákærða veittur frestur til að skila greinargerðum og var greinargerð ákærða skilað 21. októ- ber 2020.“ Gunnar segir að þegar gagnaöflun sé lokið og greinargerðum skilað sé máli úthlutað til dómara og á þeim tímapunkti sé fyrst unnt að koma því á dagskrá Landsréttar til aðalmeð- ferðar. „Eins og kunnugt er gætti áhrifa Covid-19-faraldursins víða í sam- félaginu á þessum tíma og riðlaðist dagskrá Landsréttar nokkuð af þeim sökum,“ segir hann. Einnig megi nefna að aðalmeðferð umrædds máls, sem upphaflega átti að vera í maí 2021, var frestað í tvígang vegna vandkvæða við að fá ákærða og vitni til að gefa skýrslur fyrir Landsrétti. Aðalmeðferð málsins hafi lokið 7. júní 2021 og dómur verið kveðinn upp 23. júní 2021. Dráttur hafði áhrif á refsingu - Hæstiréttur gagnrýnir Landsrétt fyrir drátt á afgreiðslu ofbeldismáls Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Fimm dómarar Hæsta- réttar finna að vinnubrögðum rétt- arins í dómsmáli. Landsbankinn hefur ákveðið að fylgja fordæmi Arion banka og fella niður gjöld af millifærslum til fólks í Úkraínu sem á um sárt að binda vegna stríðsins þar í landi. Í blaðinu í gær kom fram að Arion hefði rukkað tæpar 6.000 krónur fyrir millifærslu til fjölskyldu á flótta en bankinn breytti verklagi sínu eftir fyrirspurn blaðsins og ákvað að endurgreiða öll slík gjöld. „Í kjölfar fréttar Morgunblaðsins ákváðum við þegar í stað að fella nið- ur öll gjöld sem innheimt eru af ein- staklingum vegna millifærslna til og frá Úkraínu,“ segir í svari Lands- bankans við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. „Við munum endurgreiða þau gjöld sem hafa verið innheimt frá upphafi innrásarinnar. Við þessar aðstæður finnst okkur sjálfsagt að fella gjöldin niður og þykir gott að athygli hafi verið vakin á málinu. Gjald fyrir greiðslur í evrum innan Evrópu (SEPA), framkvæmt í appi eða netbanka, er 700 krónur.“ Þær upplýsingar fengust frá Ís- landsbanka að bankinn tæki ekki gjald fyrir millifærslur til Úkraínu. „Það er þó í sumum tilfellum þannig að ef gjald er tekið fyrir millifærsl- una þá fá viðskiptavinir endur- greitt,“ sagði í svari bankans. hdm@mbl.is Landsbankinn endurgreiðir líka gjöld af millifærslum til Úkraínu Morgunblaðið/Eggert Landsbankinn Fellir niður gjöld af milli- færslum til Úkraínu og endurgreiðir fólki. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ALICANTE GOLF RESORT ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS ÆFÐU SVEIFLUNA Á ALICANTE INNIFALIÐ Í VERÐI: ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI 07. - 13. APRÍL VERÐ FRÁ 239.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 19. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 214.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 20. - 28. APRÍL VERÐ FRÁ 288.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 24. APRÍL - 03. MAÍ VERÐ FRÁ 298.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 28. APRÍL - 03. MAÍ VERÐ FRÁ 206.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Komdu með til Alicante, hitaðu upp fyrir sumarið á Spáni. Í þessum ferðum til Alicante Golf Resort getur þú ráðið lengdinni á þinni ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.