Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ég hef verið að reyna að ná í Ólaf,
en hann skellir bara á mig. Hann
ætlar bara ekkert að gera í þessu,“
segir Hafsteinn Hafsteinsson, eldri
borgari og fv. forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, um samskipti sín við Ólaf
Arnarson, pistlahöfund og fv. for-
mann Neytendasamtakanna.
Málavextir eru þeir að 20. apríl
2019 var Hafsteinn að fara í Costco í
Garðabæ. „Það var bíll sem bakkaði
út úr bílastæði og ég keyrði inn í
stæðið. Þegar ég er kominn út úr
bílnum, kemur Ólafur Arnarson og
segir að ég hafi tekið bílastæðið af
honum og að hann hafi gefið stefnu-
ljós. Ég sagðist ekki hafa séð hann,
en fékk reiðilestur frá honum sem ég
vil ekkert hafa eftir. Hann nálgaðist
mig mjög ógnandi og sparkaði í aft-
urhurðina á bíl mínum og dældaði
hana. Mér fannst ég lítið geta gert og
settist inn í bílinn. Ungur maður
bankaði svo á gluggann hjá mér og
sagðist hafa orðið vitni að þessu.“
Hafsteinn hringdi í lögregluna,
sem tók af honum skýrslu og vitninu.
Málið var tekið fyrir 18. maí 2020 og
féll dómur 29. maí 2020 þar sem Ólafi
var gert að greiða ríkissjóði 95.000
krónur og allan sakarkostnað máls-
ins, 350.000 krónur. Kröfu Hafsteins
um greiðslu viðgerðarkostnaðar á
bílnum var vísað frá þar sem gögn
þóttu vanreifuð, vegna áætlaðs
kostnaðar í stað greiddra reikninga.
Hafsteinn segist búinn að marg-
reyna að ná í Ólaf án árangurs. „Svo
birtir Fréttablaðið, þar sem Ólafur
skrifar pistla, frétt í janúar 2020 þar
sem hann segist alsaklaus. En því
var ekkert fylgt eftir þegar dómur
var felldur. Ég hef rætt þetta við rit-
stjóra Fréttablaðsins og sent honum
þrjú bréf, en þó að hann hafi fullyrt
við mig að hann svaraði öllum bréf-
um þá heyrist ekki múkk frá honum.
Það er ekkert hlustað á eldri borg-
ara.“ Þegar haft var samband við
Ólaf vildi hann ekki láta hafa neitt
eftir sér í tengslum við málið.
„Ekkert hlustað
á eldri borgara“
- Hafsteinn ósáttur við Ólaf Arnarson
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Við bílinn Hafsteinn Hafsteinsson, fv. forstjóri Landhelgisgæslunnar, er
ósáttur við að bera kostnað af 214 þúsund króna tjóni sem hann varð fyrir.
Sameyki, fjölmennasta stéttarfélag
opinberra starfsmanna, býr sig und-
ir harða kjarabaráttu þegar kjara-
samningar verða endurnýjaðir.
Samþykkt var á aðalfundi Sameykis
sl. fimmtudag með miklum meiri-
hluta í atkvæðagreiðslu að hækka
gjald félagsmanna til að styrkja
vinnudeilusjóð félagsins.
Haft er eftir Þórarni Eyfjörð, for-
manni Sameykis, í tilkynningu í gær
að í ljósi þess hvernig umræðan hef-
ur verið í samfélaginu á vettvangi at-
vinnurekenda og samtaka þeirra
beri Sameyki að búa sig undir átök
með því að efla vinnudeilusjóð.
Hugsanlega séu atvinnurekendur að
hlaða í átök. Þá segir Þórarinn að
þrengt sé að lífgæðum með ásókn í
opinbera innviði þjóðarinnar ásamt
aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun
launa á milli markaða og Sameyki
verði tilbúið undir þær deilur með
sterkari vinnudeilusjóði. „Sagði Þór-
arinn að síðasta stóra verkfallið hafi
verið 2015 og fram undan má ætla að
kjarasamningsviðræður verði erf-
iðar og kröfugerðin fyrir næstu
kjarasamninga verður önnur en í
þeim síðustu þegar samið var á
grundvelli samninga sem tókust á
milli almenna vinnumarkaðarins og
Samtaka atvinnulífsins,“ segir þar.
Morgunblaðið/Ómar
Baráttufundur Sameyki býr sig
undir harðar vinnudeilur.
Sameyki
býr sig
undir átök
- Bætt í vinnudeilusjóð
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is
Klassískir
vorfrakkar
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Söfnunarsímar:
908-1101 fyrir 1000 kr.
908-1103 fyrir 3000 kr.
908-1105 fyrir 5000 kr.
Landssöfnun Lions
Rauða fjöðrin 31. mars - 3. apríl
Til styrktar leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins
Hringdu núna!
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður á
Morgunblaðinu, hlaut Blaðamanna-
verðlaun Blaðamannafélagsins fyrir
viðtal ársins 2021 við hátíðlega at-
höfn í húsakynnum Blaðamanna-
félagsins í gær.
Viðtalið tók hún við Óla Björn
Pétursson, þar sem hann greinir frá
grófu kynferðisofbeldi sem hann
varð fyrir á unglingsaldri.
Í rökstuðningi fyrir verðlauna-
veitingunni er frásögnin talin slá-
andi en afar upplýsandi, enda sæki
hún á lesandann sem fái raunsanna
lýsingu á því hvernig unglingur er
ginntur af barnaníðingi. Var Óla
haldið með hótunum og ofbeldi en
tókst honum síðar að losa sig og end-
urheimta líf sitt.
Arnar Þór Ingólfsson og Þórður
Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarn-
anum, fengu verðlaun fyrir rann-
sóknarblaðamennsku ársins.
Verðlaun fyrir bestu umfjöllun
ársins hlaut Sunna Karen Sigur-
þórsdóttir, blaðamaður á Stöð 2,
Bylgjunni og Vísi, fyrir umfjöllun
um tilefnislausar lífslokameðferðir
af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Loks hlaut Aðalsteinn Kjart-
ansson, blaðamaður á Stundinni,
blaðamannaverðlaun ársins fyrir
umfjallanir sínar um fjölda mála á
borð við eignatengsl íslenskra sjáv-
arútvegsfyrirtækja, rannsókn lög-
regluyfirvalda á Samherja, skæru-
liðadeild Samherja og aflandsleka í
svonefndum Pandóruskjölum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verðlaunahafi Ásdís hlaut verðlaunin fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson þar sem hann greinir frá grófu ofbeldi.
Ásdís með viðtal ársins
- Hlaut Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélagsins 2021