Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 30

Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 ✝ Þórarinn Björnsson fæddist 11. júlí 1940 í Austur- görðum í Keldu- hverfi. Hann lést 23. mars 2022 á dvalarheimilinu Hvammi á Húsa- vík. Foreldrar hans voru Þorbjörg Þór- arinsdóttir, f. 2. maí 1908, d. 31. mars 1991, frá Kollavík í Þistilfirði, og Björn Haraldsson, f. 31. maí 1897, d. 29. maí 1985, bóndi og kennari í Austurgörðum. Eiginkona Þórarins var Ólöf Bára Ingimundardóttir, f. 4. janúar 1939, d. 15. september 1992. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Eva, f. 10. október 1967, eiginmaður Hjalti Einar Sigurbjörnsson, f. 20. júní 1967. Börn þeirra eru Bjartur, f. 6. janúar 1993, og Bríet, f. 12. september 2000. 2) Arna, f. 27. ágúst 1969, eiginmaður Áki Hauksson, f. 24. júní 1965. 18. nóvember 1982, og Ísak, f. 22. maí 1984. Einnig átti Ólöf Bára soninn Vilmund Gunn- arsson, f. 10. október 1959, d. 10. nóvember 1959. Systur Þórarins eru Sigríð- ur Hildur Svava, f. 27. maí 1946, fyrri eiginmaður Sigríð- ar var Sæmundur Eiríkur Þórðarson, f. 5. apríl 1941, og seinni eiginmaður hennar er Egill Rúnar Friðleifsson, f. 16. desember 1940. Guðný Halldóra, f. 5. september 1950, eiginmaður hennar er Jónas Þór Þórðarson, f. 4. júlí 1940. Þórarinn ólst upp í Austur- görðum, gekk í barnaskóla í Kelduhverfi, sem þá var far- skóli, oft staðsettur í Austur- görðum. Hann stundaði nám í Laugaskóla í Reykjadal 1954- 1956, en lauk landsprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði vorið 1957. Hann var alifuglabóndi frá 1960 til 1982. Trygginga- sölumaður í 20 ár og dag- skrárgerðamaður í Ríkis- útvarpinu í mörg ár. Síðustu árin dvaldi Þórarinn á dval- arheimilinu Hvammi á Húsa- vík. Útför Þórarins fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag, 2. apríl 2022, klukkan 14. Börn þeirra eru Haukur Ingi, f. 24. ágúst 1989, sam- býliskona Birta Guðlaug Amlín, f. 6. júní 1999, Kar- en Ósk, f. 16. júlí 1996, og Rakel Rán, f. 27. febrúar 1999. 3) Stúlka, f. 17. ágúst 1970, d. 17. ágúst 1970. 4) Stúlka, f. 28. ágúst 1972, d. 28. ágúst 1972. Stjúpdætur Þórarins, dætur Ólafar Báru, eru Eygló Ólafs- dóttir, f. 29. janúar 1957, eig- inmaður hennar er Þorsteinn Egilson, f. 8. apríl 1957. Börn þeirra eru: Bára, f. 20. maí 1981, dóttir hennar er Ástrós Thelma Davíðsdóttir, f. 27. júní 2006, Grétar Sveinn, f. 14. júlí 1986, d. 2. ágúst 2014, Brynja, f. 6. desember 1994. Hulda Haraldsdóttir, f. 29. jan- úar 1962, d. 22. september 2013, hennar maki var Gunn- laugur Gestsson, f. 18. júní 1959. Börn þeirra eru Alma, f. Elsku pabbi. Ég bjó með þér og mömmu Ólöfu Báru, Huldu systur og Evu fyrstu 13 árin í Austurgarði, ásamt ömmu Þor- björgu og afa Birni. Á Austurgarðsþúfunni var líka frændfólkið í Laufási og Kvistási og má segja að þetta hafi verið eins og lítið þorp. Við vorum með eggjasölu, Haraldur frændi með bílaverkstæði og útibú frá Bókabúð Þórarins Stef- ánssonar, svo var Didda frænka í Laufási með leyfin í Litluá. Allt- af einhver í kaffi hjá mömmu og hún sá oft um permó hjá sveit- ungum. Svo að það var alltaf nóg um að vera í sveitinni. Amma var líka dugleg að baka og ég skott- aðist oft niður í eldhús til að hjálpa henni. Ég skar mig stund- um svolítið úr krakkahópnum og fór til ömmu. Afi Björn spilaði mikið við okkur krakkana og var ótrúlega þolinmóður en mjög ákveðinn samt. Það sem stóð upp úr í þínu lífi var tvennt, ferðalög- in með Kára og Inda. Hitt sem stóð upp úr var Laugaskóli í Reykjadal, en þang- að sóttir þú menntun og hafðir mikið gagn af. Einnig hafði amma Þorbjörg sótt sér þangað menntun, ég dreif mig líka í Laugaskóla sem og Karen Ósk mín. Einnig má bæta við að barnabörnin áttu hug þinn allan, jafnt hjá stjúpdætrum sem og okkur Evu. Barnabörnin minnast sund- ferða, bíltúra, ferðalaga í sveit- ina og góðrar samveru, sérstak- lega síðustu árin hér á Húsavík. Okkur fannst ánægjulegt að hafa þig hér með okkur og ná að upp- lifa jól með þér. Síðustu fjögur árin dvaldir þú hér á Húsavík á Dvalarheimilinu Hvammi, þann- ig náðum við að kynnast upp á nýtt, það var bæði ánægjulegt og stórbrotið á köflum hvernig þú tæklaðir lífið og hversu tilsvörin sem þú gafst frá þér voru mögn- uð á dvalarheimilinu. Þegar Hvammur lokaðist í Covid þá tókst þér að strjúka á göngu- grindinni sem þú skildir eftir við N1 og komst gangandi til mín. Þú hafðir mjög gott lag á að ná til fólks og hafðir þann hæfileika að ná upp úr fólki sögum sem þú útvarpaðir lengi. Einnig veit ég að það var stjanað við þig á Hvammi, sá það með eigin aug- um, þar sem húmor þinn og glettni var allsráðandi. Ferðalög voru þér hugleikin, þú keyrðir um landið þvert og endilangt og seldir tryggingar sem og tókst viðtöl. Í tryggingasölunni nýttir þú þér nútímamarkaðssetningu á undan samtíðinni, fékkst hjá mér nöfn skólafélaga á Laugum 85-86 og heimsóttir foreldra þeirra. Blessuð, ég er pabbi Örnu sem er með syni þínum eða dóttur á Laugum. Það var ekki flókið, svo næsta haust komu allir mínir skóla- félagar og sögðu mér þá sögu að pabbi minn hefði komið í heim- sókn. Veit ekki alveg hversu kát ég var með það þá, en finnst það snilld í dag. Enda fékkstu marga bikara á hillu. Þú hafðir líka orð á því að vera næsthæstur á landsprófi og taldir það mjög gott en þið voruð bara tveir sem þreyttuð prófið. Ég bið að heilsa. Þakklát og sátt. Gamli maðurinn og lífshjólið Hann fæddist Hann eldist Hann er persóna Hann syrgir Hann hræðist Hann verkjar Hann sefur Hann lúrir Hann sér Hann átti konur Hann átti sjálfstæði Hann missti dætur Hann gleymdi Hann gaf Hann þáði Hann talaði Hann nöldraði Hann vann Hann tapaði Hann spurði Hann söng Hann lúffaði Hann fékk engu ráðið Hann var bitur Hann var sár Hann elskaði Hann kom sér undan Hann fór Hann kom Hann er, hann var. (A.Þ.) Þín Arna. Jæja pabbi minn, nú ertu far- inn í lengstu ferðina þína – ferðina í sumarlandið. Þú kvaddir að kvöldi miðvikudagsins 23. mars sl. Margar minningar koma upp í kollinn – ég trítlandi vestur í hænsnahús, fá að tína egg í körfu, skoða litlu ungana uppi á lofti í hænsnahúsinu – ferðir í Ásbyrgi, ferðir upp á Þeystareyki, að Dettifossi og fleiri staði, bæði þegar ég var lítil og eins eftir að ég stofnaði fjölskyldu og við fór- um að ferðast um landið. Ófáar voru ferðirnar í Ásbyrgi, heilag- asta stað landsins eins og þú hafð- ir oft orð á, að Dettifossi og í Hljóðakletta og eins vestur á firði. Lífið breyttist hjá okkur eftir að þú fluttir norður, varð tóm- legra, en þú hafðir fyrir sið að koma flesta daga í kaffi og taka í spil með krökkunum eða bara kíkja við. Jólin urðu að sama skapi einmannalegri eftir að þú fluttir norður en við eigum minn- ingarnar sem eru geymdar og gleymast ekki. Síðasti bíltúrinn okkar saman var austur í sveit í fyrrasumar. Við gengum upp að útsýnisskíf- unni á Imbuþúfu, heimsóttum frændfólk í Vogum og trítluðu inn í Ásbyrgi. Yndisleg minning um síðustu ferð okkar í sveitina sem var og verður okkar. Þú hafðir fyrir sið að skrifa heilræði niður á miða, eitt ljóð hafðir þú alla tíð uppi við og finnst mér við hæfi að enda þessa litlu kveðju á því. Í dag. Dagurinn í dag er dagurinn þinn. Þú getur gert við hann hvað sem þú vilt Gærdaginn áttir þú. Honum getur þú ekki breytt. Um morgundaginn veist þú ekki neitt. En daginn í dag átt þú. Gefðu honum allt sem þú megnar svo einhver finni í kvöld að það er gott að þú ert til (A. Rosenbladt) Með kærleik og hlýju, Eva. Afi Tóti. Hann hænsni ræktaði. Aldrei illa um fólk hann talaði. Fjöll hann kleif og heiminn sá. Til allra honum tókst að ná. Viðtöl tók og í útvarpi vann. Víðförull farandsölumaður sem fólki ann. Sundlaugum landsins hann sinnti. Um mikilvægi umhverfisins hann áminnti. Ostakökur honum þótti lostæti. Lopapeysur jafnframt mikil verðmæti. Sopa af Bola hann unni. Ást hans á Ásbyrgi og Kelduhverfi í forgrunni. Þegar allt kemur til alls þá var hann maður góður sem um flest allt var fróður Þangað til næst afi, Þinn vinur og afabarn, Bjartur. Elsku afi minn, mér finnst mjög erfitt að kveðja þig og vildi óska þess að þú værir hérna enn þá hjá mér, en ég veit að þér líður vel núna og fyrir það er ég þakk- lát. Þú varst allra besti afi sem ég kynntist, ég geymi minningarnar okkar að eilífu. Allar sundferðirn- ar, ísferðirnar, sveitaferðirnar og hlátursköstin sem við áttum. Ég man sérstaklega eftir ferðinni þegar þú fórst með okkur Karen í bíltúr sem endaði í bílakjallara og við læstumst öll þar inni og kom- umst ekki út en samt náðir þú ein- hvern veginn að gera þá ferð skemmtilega og eftirminnilega, ég man líka eftir límmiðanum mínum sem þú límdir í bílinn þinn til þess að hafa „alltaf einhvern hluta af mér með þér“. Elsku afi þú passaðir mig svo vel og hugg- aðir mig alltaf þegar ég var lítil í mér öll mín 23 ár. Þú passaðir alltaf að minna mig á hversu stolt- ur þú varst af mér og eins og þú sagðir þá var flestallt skynsam- legt sem ég sagði og gerði. Ég ætla að halda áfram að gera þig stoltan og hlakka til að sjá þig aft- ur seinna afagullið mitt. Þín Rakel. Þórarinn Björnsson er látinn. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja mág minn og vin og þakka góða viðkynningu. Það var árið 1976 sem ég kom með konu minni í fyrsta skipti að Austur- görðum, en þar var Þórarinn, eða Tóti eins og hann var ævinlega kallaður, fæddur og uppalinn og bjó þar með fjölskyldu sinni og rak hænsnabú. Okkur varð fljótt vel til vina. Nokkrum árum seinna urðu mikil umskipti í hans lífi er hjónabandi hans lauk og hann hætti búskap og fluttist suður. Eftir það vann hann aðallega sem tryggingasali og settist að í Kópa- vogi. Um nokkurra ára skeið fékkst hann einnig við útvarps- þáttagerð á Rás 1 og hétu þættir hans „Þá var ég ungur“, þar sem viðmælendur hans sögðu frá ævi sinni og störfum. Nokkrir þessara þátta voru gefnir út á geisladisk- um og eru því aðgengilegir öllum. Má þar glögglega heyra hve lag- inn hann var að fá fólk til að tjá sig. Á yngri árum tók hann virkan þátt í starfi leikfélags sveitarinn- ar og m.a. má geta þess að hann kom fram í litlu aukahlutverki í kvikmyndinni „Rauðu skikkj- unni“ sem einmitt var tekin upp í Kelduhverfi árið 1966 ef ég man rétt. Tóti var félagslyndur, frænd- rækinn og mannblendinn. Hann fór létt með að taka menn tali og gilti þá einu hver í hlut átti. Með- an heilsan leyfði hafði hann unun af útivist og ferðalögum. Hann gekk m.a. á Herðubreið og ég minnist með mikilli ánægju ferðar okkar inn í Öskju í blíðskapar- veðri auk margra gönguferða um Jökulsárgljúfur, Tunguheiði og strandlengju sveitarinnar. Þótt Tóti væri fluttur suður sótti hann ævinlega mikið á heimaslóðir og dvaldi þar löngum. Árið 2012 fór- um við í ógleymanlegt ferðalag í hópi góðra félaga og gengum svo- kallaðan Jakobsveg frá austri til vesturs um fjöll og dali Norður- Spánar að borginni Santiago De Compostela. Tveimur árum seinna endurtókum við leikinn en þá frá suðri til norðurs frá Portú- gal. Þá kom í ljós að heilsu hans var farið að hraka og skömmu síð- ar greindist hann með Parkinson- sjúkdóminn, sem gerði honum erfitt fyrir. Síðustu árin dvaldist hann á Hvammi á Húsavík við gott atlæti í nálægð og skjóli dótt- ur sinnar Örnu, sem hugsaði vel um föður sinn. Það varð honum til mikillar ánægju þegar myndar- lega var haldið upp á áttræðisaf- mæli hans með veislu í Skúlagarði á fallegum sumardegi þar sem ættingjar hans, vinir og sveitung- ar fögnuðu með honum. Ég kveð mág minn og vin með trega og þakklæti. Þórarinn Björnsson var drengur góður. Blessuð sé minning hans. Egill Friðleifsson. Þórarinn Björnsson - Fleiri minningargreinar um Þórarin Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Kæri bróðir okkar, KRISTJÁN KARL SIGMUNDSSON, Suðurhólum 16, sem lést mánudaginn 7. mars, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 13. Freyja Helgadóttir Kjartan Tómasson Heiður Helgadóttir Drífa Helgadóttir Guðbrandur Kristvinsson Erla Kristjánsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Ásta S. Halldórsdóttir Ástkær móðurbróðir okkar og vinur, OTTI PÉTURSSON, Orrahólum 5, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 24. mars á Hrafnistu Laugarási. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. apríl klukkan 11. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Miklatorgi fyrir frábæra umönnun og aðhlynningu. Guðrún Guðbjartsdóttir Guðjón Þ. Sigfússon Kristinn H. Guðbjartsson Laufey Ó. Hilmarsdóttir Álfheiður J. Guðbjartsdóttir Olaf Sveinsson og fjölskyldur Kær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BRAGI FRIÐFINNSSON rafvirkjameistari, Norðurbakka 21a Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 26. mars. Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 6. apríl klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað. Þeir sem vilja minnast hans geta látið Einstök börn njóta. Ólöf Ester Karlsdóttir Celin Albert I. Bragason Finnur Bragason Steinunn Braga Bragadóttir Þórir Karl Bragason Celin tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri TRAUSTI HVANNBERG ÓLAFSSON rafmagnsverkfræðingur, Sturlu-Reykjum, Reykholtsdal, lést af slysförum við Bröttubrekku þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. apríl klukkan 13. Elísabet Jóna Ingólfsdóttir Nanna Kristjana Traustad. Ólafur Sveinn Jóhannesson Elís Traustason Edda Marín Einarsdóttir Ragnheiður Traustadóttir Mikkel Kjær Regnér Ragnheiður S. Kristjónsd. Brynjólfur Þorkell Brynjólfss. Valdimar Páll Brynjólfsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.