Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 48
Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is GRÍMSEY ha Kr. 2.990 RUMUR flannel skyrta Kr. 9.990.- SÓLA zip-off göngubuxur Kr. 17.990.- ARCTIC EXPLORER göngustafir Kr. 5.990.- Þín útivist - þín ánægja HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- MÁR tveggja laga regnjakki Kr 22 990 BRIMNES meðalþykk göngusokk Kr. 2.15 . . .- ASOLO Falcon Kr. 29.990.- DRANGSNES merino buxur Kr. 11.990.- DRANGSNES hálfrennd peysa Kr. 11.990.- ir ar 0.- nskar .- Kór Langholtskirkju kemur fram á sínum fyrstu tón- leikum á árinu í kirkjunni annað kvöld, sunnudag, klukkan 20. Á efnisskránni eru tvö verk eftir þekktustu tónjöfra barokksins, Dixit Dominus eftir Händel og Messa í g-moll eftir J.S. Bach. Händel samdi Dixit Dom- inus árið 1707, þá 22 ára að gamall. Verkið hefur aðeins verið flutt þrisvar hér á landi. Missae breves í g-moll er ein af að minnsta kosti fimm messum sem Bach samdi á árunum 1737-1748. Hún hefur aðeins verið flutt tvisv- ar hér. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju flytur tónverk eftir Bach og Händel á tónleikum LAUGARDAGUR 2. APRÍL 92. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Tvær af þeim átta þjóðum sem hafa orðið heimsmeist- arar karla í knattspyrnu, Spánn og Þýskaland, drógust saman í riðil í lokakeppni HM 2022 í Katar en dregið var í átta riðla keppninnar í gær. Hollendingar höfðu heppnina með sér og lentu í riðli með gestgjöfunum og þá eru líkur á að Englendingar þurfi að mæta annað- hvort Walesbúum eða Skotum í riðlakeppninni. »41 Stórþjóðir lentu saman í HM-riðli ÍÞRÓTTIR MENNING Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Það er ákveðin útrás að standa með uppreista öxi, viðbúinn að kasta í mark,“ segir Elvar Ólafsson sem rek- ur fyrirtækið Berserkir axarkast í Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði. „Hug- myndin kviknaði þegar ég var á ferðalagi í Toronto í Kanada með vin- um mínum og við fórum inn á stað þar sem hægt var að kasta öxum. Mér fannst þetta strax mjög skemmtilegt og vildi helst fara strax aftur að kasta daginn eftir. Þetta er svo frábær blanda af keppni og vit- leysu og svo er hluti af gamninu að það er eins og maður sé að gera eitt- hvað af sér.“ Elvar hugsaði með sér að fyrst honum þætti þetta svona skemmtilegt væri kannski málið að kynna Íslendingum axarkastið. Þegar heim var komið var Elvar að ræða þetta í fjölskyldunni og mág- konu hans, Helgu Kolbrúnu Magn- úsdóttur, fannst þetta mjög spenn- andi, en hún hafði prófað axarkast í Nýja-Sjálandi þar sem hún var að keppa í bogfimi. Elvar segir að þau séu mjög íþróttalega sinnuð og með gott keppnisskap. Þótt flestir komi í hóp hafa líka pör komið sem vilja fara á öðruvísi stefnumót. „Mest koma samt hópar frá fyrirtækjum og svo erum við með mikið af steggja-og gæsahópum. Við erum með tvær brautir og fjögur skotmörk og við kynnum allar örygg- isreglur og aðstoðum við tæknina og svo gerum við alltaf smá keppni fyrir hópana, svo einhver gangi frá leikum sem sigurvegari.“ Segir Elvar að á sumrin skipuleggi þau stundum úti- viðburði og komi þá með búnaðinn á staðinn. Keppt er í axarkasti víða um heim- inn og hægt að fara á heimsmeistara- mót í íþróttinni og aldrei að vita nema íslenskur víkingur mæti í keppni í framtíðinni. Elvar segir að það sé ákveðin tækni í axarkasti og sumir nái henni fyrr en aðrir. „Maður byrjar hægt og svo fer maður að safna stigum.“ Öxin er 700 g að þyngd, svo það er talsvert önnur tækni en í pílukasti. „Við að- stoðum fólk í byrjun og ég hef fengið eldri mann í göngugrind sem réð vel við kastið og einu sinni kom Banda- ríkjamaður sem var blindur, og með aðstoð gekk þetta alveg upp hjá hon- um.“ Það þarf ekki að koma í þungum víkingaskrúða og grár fyrir járnum þegar mætt er í axarkastið, því axirn- ar eru á staðnum og best er að vera í þægilegum fatnaði. Hægt er að fá léttar veitingar á staðnum, en ekki áfengi, og sextán ára aldurstakmark er á staðnum nema í fylgd með full- orðnum. „Þótt ég vilji nú ekki ganga svo langt að kalla þetta reiðistjórnun, þá veit ég að ef maður mætir pirraður á staðinn fer maður út léttari á brún.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Axarkast Elvar við eitt skotmarkið, en axarkast er ekki bara pílukast á sterum, heldur þarf ákveðna tækni. „Frábær blanda af keppni og vitleysu“ - Í Hafnarfirði er nú hægt að tengjast sínum innri víkingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.