Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 39

Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 „ÞAU HJÁLPA ÞÉR KANNSKI AÐ MUNA HVERS VEGNA ÞÚ ENDAÐIR HÉR.“ „EIGUM VIÐ AÐ FLÝTA KLUKKUNNI UM 4000 ÁR EÐA SEINKA HENNI UM SAMA ÁRAFJÖLDA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þægindaramminn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEISTU, ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT GÓÐUR INN VIÐ BEINIÐ ÞAÐ ER BARA SVOLÍTIÐ DJÚPT Á ÞVÍ HVERNIG HEFURÐU ÞAÐ, KÆRA HER- TOGAYNJA? ÉG HEF VERIÐ ÓSKÖP NIÐURDREGIN! ÉG HEF SJÁLF VERIÐ NOKKUÐ ÓSÁTT. HRÓLFUR VILL FLYTJA TIL ÚTLANDA! MEINARÐU ÞETTA Í ALVÖRUNNI, EÐA ERTU BARA AÐ SEGJA ÞETTA TIL AÐ GLEÐJA MIG? SMELL! LÍFTÆKNILYF og Guðbjörn hófu búskap í Laug- arnesinu og bjuggu síðan í stuttan tíma við Skólabraut á Seltjarn- arnesi en lengst af bjuggu þau á Digranesvegi 55 og síðar á Digra- nesvegi 89 (nú Digranesheiði 11) í Kópavogi. Þau skildu 1978. Hrafn- hildur býr núna á heimili sínu í Lerkihlíð í Reykjavík, ásamt sínum ástkæra ketti, Grímu Líf. Börn Hrafnhildar og Guðbjörns: 1) Hulda Guðbjörnsdóttir, f. 27.12. 1951 í Eyjum, d. 16.5. 2010, hjúkr- unarfræðingur. Synir hennar eru Hrafn, f. 1970, verkamaður og Steingrímur, f. 1977, verkamaður; 2) Björn Guðbjörnsson, f. 10.6. 1955 í Reykjavík, læknir og prófessor. Kona hans er Kolbrún Alberts- dóttir, svæfingarhjúkrunarfræð- ingur og vinnur einnig við ritstörf. Börn þeirra eru Guðbjörn Logi, f. 1979, heilbrigðisverkfræðingur og líffræðingur, Aron Hjalti, f. 1990, læknir, Helgi Hrafn, f. 1991, verk- fræðingur og Hulda Hrund, f. 1995, læknir; 3) Hrafnhildur Soffía Guð- björnsdóttir, f. 5.3. 1962 í Reykja- vík, læknir og prófessor. Maður hennar er Kristján Kárason, læknir og dósent. Börn þeirra eru Kári, f. 1992, stærðfræðingur og háskóla nemi, Hrafn, f. 1994, heimspek- ingur og háskólanemi, Saga, f. 1999, háskólanemi og Ísar, f. 2005, nemi. Langömmubörn Hrafnhildar eru orðin fimm og eru á aldrinum 9 mánaða til 25 ára. Systir Hrafnhildar er Helga, f. 12.1. 1943 á Hásteinsvegi 7 í Vest- mannaeyjum. Maður Helgu er Georg Valdimar Hermannsson, þau búa í Borgarnesi. Foreldrar Hrafnhildar voru hjón- in Helgi Guðmar Þorsteinsson, f. 2.12. 1904 á Upsum í Svarfaðardal, d. 23.6. 1978, vélstjóri og Steinunn Hulda Guðmundsdóttir, f. 20.6. 1911 í Stakkagerði í Vestmanna- eyjum, d. 9.1. 2009, hárgreiðslu- kona, en þau giftust 1932. Hrafnhildur Helgadóttir Guðbjörg Sigurðardóttir vinnukona á Brekkum í Hvolhr., Rang., varð úti Þorkell Guðmundsson trésmiður og járnsmiður í Reykjavík Soffía Þorkelsdóttir húsfreyja í Stakkagerði Guðmundur Ólafsson útvegsbóndi og vélstjóri í Stakkagerði í Vestmannaeyjum Hulda Guðmundsdóttir hárgreiðslukona og húsfreyja í Vestmannaeyjum Vilborg Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Skíðbakka Ólafur Ögmundsson bóndi á Skíðbakka í Austur-Landeyjum Hólmfríður Gísladóttir húsfreyja á Upsum Benedikt Jónsson bóndi og bóksali í Miðsamtúni í Kræklingahlíð, Eyjaf. Anna Björg Benediktsdóttir húsfreyja á Upsum Þorsteinn Jónsson bóndi og formaður á Upsum í Svarfaðardal Rósa Sigríður Þorvaldsdóttir húsfreyja á Upsum Jón Magnús Magnússon bóndi og formaður á Upsum Ætt Hrafnhildar Helgadóttur Helgi Guðmar Þorsteinsson vélstjóri í Vestmannaeyjum Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Bærist hún í brjósti manns. Belgingur er hér til sanns. Mun svo tróna á mæni ranns. Munnur litla barnungans. Guðrún B. á þessa lausn: Golu síðast geispa má. Gola í montnum dela. Gola á toppi, túða grá, en tók munngolan pela? Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna svona: Bærist gola í brjósti manns. Belging nefna golu má. Trónir gola á toppi ranns. Túli er gola barnungans. Þá er limra: „Mikil er blessuð blíðan, og betri er nú mín líðan, eg lifna við allur og yngist,“ kvað Hallur, en geispaði golunni síðan. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Daginn líður óðum á, ekki lengur drolla má, um hádegi mig hef á stjá, hérna gátu líta má: Orð um tóskap höfum hér. Hetjudáð, sem lofa ber. Það í mínu úri er. Ávallt það oss vanda ber. Hér er limra eftir Pál Jónasson í Hlíð: „Við síladráp áður ég undi,“ sagði aldraður værukær lundi. „Þá hræddist ég fátt og hafið var blátt og gaman á Grímseyjarsundi.“ Heimir Pálsson yrkir og kallar „Fjeritigi kringlur í Rússlandi“: Ég hef andstyggð á þessu auðmagni sem æðir um heiminn á nauðvagni þeirra sem eiga ekkert né mega; ég óttast að það verði að dauðmagni. Þorsteinn Gylfason orti: „Ég var eins og vera ber,“ mælti Vera. „En ekki hver? Fæst má nú gera…“ Og fyrr má nú vera að vera eins og Vera ber. Jón frá Garðsvík orti: Ekki má á milli sjá meiri fjöll þó augum leiði. Höfuðborgin Esju á Akureyri Vaðlaheiði. Guðmundur Ketilsson Illuga- stöðum orti: Velríðandi var ég fyr, við það kannast nenni. það er eins og þrotinn byr, þar fór nú hann Renni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er gola í honum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Betri svefn Melissa Dream er hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Valið besta bætiefni við streitu hjá National Nutrition í Kanada Þvílíkur munur! „Ég sofna fyrr og sef fastar, ligg ekki lengur andvaka á koddanum né vakna upp á nóttinni. Nú vakna ég endurnærð og úthvíld á morgnanna. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.