Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
sem er 3,785 lítrar. Nú kostar gal-
lonið að meðaltali um 4,20 dali, en
það reiknast sem um það bil 153 kr.
á hvern lítra. Bandarískir neytendur
eru ekki vanir að greiða svo hátt
verð fyrir sitt bensín, en til sam-
anburðar má nefna að fyrir heims-
faraldurinn kostaði gallonið að með-
altali 2,6 bandaríkjadali árið 2019,
en það eru um 86 kr. á lítra.
„Pínan við pumpuna“
Vestanhafs hafa fjölmiðlar og
stjórnmálamenn rætt mjög um „pín-
una við pumpuna“, sem bandarískir
neytendur þurfi nú að gjalda, og
sagði Biden að aðgerðum sínum
væri ætlað að „draga úr þjáningum“
þeirra fjölskyldna sem nú þyrftu að
greiða meira fyrir bensínið. Biden
kallaði þróunina „Pútín-hækkunina“
til að koma þeim skilaboðum á fram-
færi að hana mætti alfarið rekja til
styrjaldarrekstursins í Úkraínu.
Hvort þau skilaboð Bidens og
annarra helstu demókrata komist til
skila er svo annað mál, því kannanir
benda nú til þess að repúblikanar
eigi mjög góða möguleika á að ná að
minnsta kosti neðri deild Banda-
ríkjaþings aftur á sitt vald, þegar
kosið verður í nóvember.
Forysta Repúblikanaflokksins á
Bandaríkjaþingi gagnrýndi því
ákvörðun Bidens mjög, og sagði að
olíuforðann ætti ekki að nýta í „póli-
tísk örþrifaráð“, heldur einungis
þegar þjóðaröryggi eða veður-
hamfarir lægju við.
Leita lausna til lengri tíma
En mun útspil Bidens hafa ein-
hver áhrif? Bensínverð lækkaði ör-
lítið eftir tilkynninguna í fyrradag,
en sú lækkun gekk svo að einhverju
leyti til baka. Rachel Ziemba, sem
sæti á í hugveitunni Center for New
American Security, sem einbeitir
sér að þjóðaröryggismálum, sagði
við vefinn Politico að aðgerðin væri
hugsuð sem skammtímalausn með-
an leitað væri leiða til að ná verðinu
niður til lengri tíma.
Meðal þess sem Bandaríkjastjórn
hefur reynt er að fá OPEC-ríkin til
að auka framleiðslu sína, en Banda-
ríkjamönnum hefur gengið illa að ná
eyrum forystumanna í þeim ríkjum.
Þá gagnrýndi Biden í ræðu sinni á
fimmtudaginn bandaríska olíu-
framleiðendur fyrir að hafa dregið
lappirnar við nýtingu þeirra leyfa
sem þeir hafa fyrir olíuborun á landi
sem bandaríska alríkið á.
Gagnrýnendur Bidens segja hins
vegar að hann hafi átt sinn þátt í
ástandinu, þar sem eitt fyrsta verk
hans í embætti var að stöðva útgáfu
nýrra slíkra leyfa til olíuborunar á
alríkislandi. Var sú aðgerð í sam-
ræmi við kosningaloforð hans, en
Biden einsetti sér að vera „græn-
asti“ forseti í sögu Bandaríkjanna
um leið og hann myndi ýta orku-
skiptunum í fastari farveg en fyrri
forsetar hafa gert.
Rás atburðanna virðist hins vegar
hafa sett strik í þann reikning, því
að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum
hefur aldrei verið meiri en nú og
mun hún enn aukast á þessu ári.
AFP/Saul Loeb
Hátt verð Sumir Bandaríkjamenn
vilja kenna Biden um mikla hækkun
á bensínverði að undanförnu.
Óvíst um áhrif innspýt-
ingarinnar á bensínverð
- Þrjátíu ríki til viðbótar seilast í varabirgðirnar
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Joe Biden Bandaríkjaforseti til-
kynnti í gær að þrjátíu ríki til við-
bótar hefðu ákveðið að setja hluta af
varabirgðum sínum af olíu á mark-
að. Ríkin þrjátíu fylgja þar með í
fótspor Bandaríkjanna, en Biden
lýsti því yfir í fyrradag að þau
myndu setja á markað 180 milljónir
tunna næstu sex mánuði, eða sem
nemur einni milljón tunna af olíu á
dag.
Þetta er langmesta magn af olíu
sem Bandaríkjastjórn hefur sett á
markað, en áætlað er að innspýt-
ingin muni svara um 5% af daglegri
eftirspurn í Bandaríkjunum.
Með framlagi hinna ríkjanna 30
munu tugir milljóna tunna bætast
við þann forða, en markmiðið er að
róa olíumarkaðinn, sem hefur of-
hitnað nokkuð eftir innrás Rússa í
Úkraínu, með tilheyrandi hækk-
unum á eldsneyti sem aftur hefur
sést í aukinni verðbólgu.
Stríð ofan á orkukreppu
Orkukreppan fyrir áramót hafði
þegar þrýst olíuverði upp á við, og
varð hækkunin mest í október 2021,
en þá var verðið á hráolíu í Evrópu
um 84 bandaríkjadalir á tunnu. Sú
hækkun hafði gengið að nokkru til
baka þegar Rússar hófu innrás sína
í Úkraínu, sem aftur ýtti verðinu
upp, en Rússland er þriðji stærsti
olíuframleiðandi í heimi á eftir
Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Nú
selst hver tunna af hráolíu á um 114
bandaríkjadali, miðað við rétt rúm-
lega 65 dali á tunnu á þessum tíma
fyrir ári.
Hækkunin hefur ekki síst haft
áhrif á bensínverð í Bandaríkjunum,
en þar miða neytendur við gallon,
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússnesk stjórnvöld sögðu í gær að
Úkraínumenn hefðu gert loftárás á
olíubirgðastöð í borginni Belgorod,
sem er um 40 kílómetra frá landa-
mærum Rússlands að Úkraínu. Væri
það í fyrsta sinn frá upphafi stríðsins
sem Úkraínumenn gera loftárás á
Rússland sjálft. Stjórnvöld í Kænu-
garði vildu hvorki staðfesta né þver-
taka fyrir að Úkraínuher hefði staðið
að baki árásinni, en á myndböndum
mátti sjá tvær úkraínskar herþyrlur
fljúga mjög lágt og skjóta á stöðina,
sem hefur séð rússneskum hersveit-
um í nágrenni Karkív fyrir eldsneyti.
Friðarviðræður Rússa og Úkra-
ínumanna hófust aftur í gær og fóru
fram að þessu sinni með fjarfunda-
búnaði. Dmitrí Peskov, talsmaður
Pútíns Rússlandsforseta, sagði hins
vegar að þyrluárásin myndi ekki
„skapa þægilegar aðstæður fyrir
áframhald viðræðna“.
Flúnir frá Kænugarði
Brottför rússneskra hersveita í
norðri hélt áfram í gær og náðu
Úkraínumenn öllum helstu bæjum í
nágrenni Kænugarðs aftur á sitt
vald. Þar á meðal voru Hostomel-
flugvöllurinn og borgin Bucha, en
hart hefur verið barist um þessar
borgir í stríðinu til þessa. Var Kænu-
garðs-hérað aftur sagt að fullu á
valdi Úkraínumanna um eftirmið-
daginn og var búist við að hersveitir
þeirra myndu fljótlega reka flótta
Rússa aftur að landamærum Hvíta-
Rússlands. Þá stóðu enn harðir bar-
dagar yfir um borgina Kerson, sem
er eina stórborgin sem Rússar hafa
náð á sitt vald í innrásinni til þessa.
Volodimír Selenskí, forseti Úkra-
ínu, varaði hins vegar við því í gær-
morgun að brotthvarf Rússa í norðri
táknaði líklega að þeir hygðust setja
meiri kraft í baráttuna um Donbass-
héruðin tvö og Karkív, og að þeir
væru að safna liði til gera öflugar
árásir þar. Bandaríska varnarmála-
ráðuneytið tók undir það mat, og
sagði að tilfæringar Rússa gætu ver-
ið ávísun á mun lengri og kostnaðar-
samari átök í austur- og suðurhluta
Úkraínu.
Í suðri hélt umsátur Rússa um
Maríupol áfram og lýsti Rauði kross-
inn því yfir um eftirmiðdaginn að
ekki hefði verið hægt að flytja al-
menna borgara þaðan í gær, líkt og
stefnt hafði verið að. Hugðust sam-
tökin hins vegar reyna aftur í dag.
Urðu fyrir geislavirkni
Óstaðfestar fregnir fyrr í vikunni
hermdu að sjö rútur hefðu flutt rúss-
neska hermenn frá Tsérnóbyl-kjarn-
orkuverinu og á sjúkrahús í Hvíta-
Rússlandi, mögulega vegna geislun-
ar sem þeir hefðu orðið fyrir í
nágrenni versins.
Ekki var enn vitað í gær, hvort
þau tíðindi voru rétt, en Energoa-
tom, kjarnorkumálastofnun Úkra-
ínu, lýsti því yfir að rússneskir her-
menn hefðu mjög líklega orðið fyrir
geislavirkni á þeim fjórum vikum
sem þeir voru við verið.
Sagði stofnunin að bæði hefðu
farartæki Rússa þyrlað upp geisla-
virku ryki og hermennirnir hefðu
einnig grafið skotgrafir við verið, um
það bil á þeim stað þar sem mest
geislavirkni væri í jörðu. Sagði Va-
lerí Seida, yfirmaður versins, að það
væri mögulegt að hermennirnir í
þeim skotgröfum hefðu orðið fyrir
„umtalsverðu magni af geislavirkni“.
Rafael Grossi, framkvæmdastjóri
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar IAEA, sagði hins vegar að stofn-
unin hefði ekki fengið neinar tilkynn-
ingar um slík tilvik. Sagði hann
einnig að geislavirkni við verið
mældist í eðlilegu magni, en hún
hefði hækkað aðeins bæði þegar
bryndrekar Rússa komu og aftur
þegar þeir yfirgáfu verið á fimmtu-
daginn. Er stofnunin nú að leita
staðfestingar á því hvort hermenn
hafi orðið fyrir geislun.
Vara Kínverja við
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, varaði í gær Xi Jinping,
forseta Kína, við því að veita Rússum
stuðning í herför þeirra gegn Úkra-
ínu þegar forsvarsmenn ESB fund-
uðu með honum í gegnum fjarfunda-
búnað. Sagði hún að slíkur
stuðningur gæti skaðað viðskipta-
tengsl Kínverja og Evrópu.
„Enginn Evrópubúi myndi skilja
hvers kyns stuðning við getu Rússa
til að heyja stríð. Að auki myndi það
stórskaða orðspor Kína hér í Evr-
ópu,“ sagði hún á fjarfundinum og
bætti við að evrópsk fyrirtæki fylgd-
ust náið með afstöðu ríkja í stríðinu.
Von der Leyen hvatti um leið
Jinping til að beita áhrifum sínum til
þess að binda enda á stríðið og fá
Rússa til að samþykkja friðsamlega
lausn við samningaborðið.
Kínverskir ríkisfjölmiðlar sögðu
að Jinping hefði sagt að Kínverjar og
Evrópuríkin gætu leikið „uppbyggi-
legt hlutverk“ í stórum álitamálum
sem vörðuðu heimsfriðinn og þróun-
armál, sem og veitt stöðugleika í
„órólegum heimi“.
Sprengdu birgðastöð í Rússlandi
- Rússar búnir að hörfa alfarið frá Kænugarði - Vara við hertum átökum í austur- og suðurhluta
Úkraínu - Segja líklegt að rússneskir hermenn hafi orðið fyrir geislavirkni - ESB og Kína funda
AFP
Árás Mikill eldur kviknaði í olíubirgðastöðinni í Belgorod og glímdu rúss-
neskir slökkviliðsmenn við eld í olíutönkum langt fram eftir degi.
Embættismenn í bandaríska fjár-
málaráðuneytinu sögðu í gær að
hagkerfi Rússlands myndi dragast
saman um 10% vegna refsiaðgerða
vesturveldanna. Sögðu þeir jafn-
framt að styrking rúblunnar síðustu
daga væri einungis svikalogn.
„Efnahagslegu afleiðingarnar sem
Rússland stendur frammi fyrir eru
miklar, há verðbólga sem mun bara
aukast og djúp kreppa sem mun
bara dýpka,“ sagði háttsettur emb-
ættismaður í fjármálaráðuneytinu
við fjölmiðla í gær.
Sagði hann að Rússum hefði verið
ýtt út í horn til að verða að „lokuðu
hagkerfi“ og sagði að þeir myndu
ekki ná sér á strik, þar sem hagkerfi
þeirra treysti mjög á innflutning á
framleiðslutólum og neysluvörum,
en Rússar framleiði aðallega hráefni.
„Sem lokað hagkerfi geta Rússar
bara neytt þess sem þeir framleiða,
sem kallar á mikla breytingu,“ sagði
hann.
Annar embættismaður í ráðuneyt-
inu spáði því að þjóðarframleiðsla
Rússa myndi skerðast um 10%
vegna kreppunnar, og að verðbólgan
legðist þar ofan á.
Rúblan hríðféll eftir að Rússar
hófu innrás sína, en gengi hennar
hefur styrkst nokkuð síðustu daga.
Sagði embættismaðurinn að sú
styrking væri eingöngu komin til
vegna inngripa rússneskra stjórn-
valda.
Bætti hann við að heimildir
Bandaríkjastjórnar gæfu til kynna
að rúblur væru nú seldar á svörtum
markaði á mun lægra gengi en því
opinbera.
Spá miklum sam-
drætti í Rússlandi
- Styrking rúblunnar ekki varanleg