Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 43

Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 43
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Maður finnur að kófið er að minnka. Smátt og smátt. Eitt merki þess eru hreinlega fleiri til- kynningar um tónleika, veri þeir með heimabrugguðu hæfileikafólki eða erlendum gestum. Rak mig í rogastans er ég sá að Aldous Har- ding hefur verið bókuð til að spila í Hljómahöllinni í ágúst. Eitt af því síðasta sem ég gerði fyrir kóf var að sjá Tindersticks spila í téðri Höll, í febrúar 2020. Harding lék reyndar á Íslandi árið 2017, á Iceland Airwaves. Kom fram í Fríkirkjunni og tróð upp í kjölfar magnaðs setts frá Báru Gísla. Ég vissi af henni þá, þó ég væri ekki á bólakafi, en fer- ill hennar átti heldur betur eftir að taka kipp stuttu síðar. Harding fæddist sem Hannah Harding en tók sér listakon- unafnið sem við þekkjum síðar. Hún ólst upp í bænum Lyttelton á suðureyju Nýja-Sjálands, bæ sem telur rúmlega 3.000 manns. Hann er rétt hjá borginni Christchurch, hvar Hera okkar ól manninn en Christchurch var líka varnarþing hinnar merku útgáfu Flying Nun sem gaf út tímamótanýbylgju á ní- unda áratugnum (The Verlaines, The Chills o.fl.). Móðir hennar er þekkt tónlistarkona, Lorina, en Aldous forðaðist lengi vel að feta í hennar fótspor. Fyrr en varði var hún samt farin að spila með vinkonu sinni Nadiu Reid (sem er í dag með þekktari tónlistarkonum Nýja- Sjálands) og árið 2014 kom fyrsta plata hennar út, samnefnd henni. Nýsjálenska tónlistar- konan Aldous Harding leikur í Hljómahöll í ágúst. Það er mikill hvalreki fyrir íslenska tónlistaraðdáendur. Engin undanbrögð Listakona Aldous Harding er á ótrúlegu skriði um þessar mundir og færir pistlahöfundi gleðiyl í hjartað. Tónlistin þar er nokkuð ólík þeirri sem hefur gefið henni frægð og frama. Einslags gotnesk þjóðlaga- tónlist með indíbrag og einkar áhrifarík sem slík. Söngröddin í handanheimsgír, hátónuð í hálf- gerðum fornum Appalasíustíl. Galdrarnir voru þarna alveg en hún átti svo eftir að verða ramm- göldrótt á næstu misserum. Hið ægivirta 4AD fór nú að eltast við okkar konu og næsta plata, Party, kom út á þess vegum árið 2017. Upptökustjórnandi eng- inn annar en John Parish sem hef- ur unnið mikið með PJ Harvey. Tónlistin var breytt. Skríti- og jaðarpopp var orðið miðlægt, andi Nico yfir jafnvel, og tilfinnanlegt hugrekki gagnvart því að búa til eitthvað nýtt og vera ekkert að festast. „Imagining my Man“ lík- ast til besta dæmið um þessa nýju stefnu. Hún og Parish héldu svo áfram sínu góða samstarfi á hinni stórkostlegu Designer þar sem allt raðast saman í dásamlegu jafn- vægi. „The Barrel“ sló í gegn, eins vel og hægt er að slá í gegn í neðanjarðarpoppi/rokki. Fjórða platan, Warm Chris, kom svo út sama dag og ég hóf skrif á þessum pistli. Parish er enn á sleðunum og samstarf hans og Harding augljóslega gefandi bæði og næringarríkt. Í viðtali við Mojo er Harding spurð út í vinnu- ferli plötunnar og hún er afar lykluð og dularfull í öllum svörum sínum. Ég hvet þá sem eru að lesa þennan pistil að fletta upp viðtali við hana á Youtube (FaceCulture, 2019) hvar hún nær að vera af- strakt og heimspekileg um leið og hún er í djúpri einlægni og heiðar- leika. Ótrúlegt að sjá þetta! Og þegar ég tala um að mig hafi rek- ið í rogastans þá var það nákvæm- lega þannig. Fékk gleðiyl í hjart- að, því að það er tiltölulega auðvelt að nema það þegar fólk er „alvöru“. Aldous Harding er þann- ig listakona og það verður frábært að sjá það á sviði í ágúst komandi. » Galdrarnir voru þarna alveg en hún átti svo eftir að verða rammgöldrótt á næstu misserum. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ EMPIRE VARIET Y SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 75% Sýning á nýjum verkum eftir Lilju Birgisdóttur, It’s not you, it’s me, verður opnuð í galleríinu Þulu við Hjartatorg í dag, laugardag, kl. 14. Í tilkynningu segir að sýningin fjalli um samband okkar við hvers- dagslega hluti sem tapað hafa til- gangi sínum og þannig ef til vill einnig fagurfræðilegu gildi. Ljós- myndirnar sem Lilja sýnir eru handmálaðar með olíulitum á silfurprent og eru eins konar „port- rettmyndir af þessum hlutum sem gefur þeim ákveðið rými og endur- vekur að vissu leyti tilverurétt þeirra.“ Lilja nam við Konunglega listaháskólann í Hollandi. Hún er einn aðstandenda Kling & Bang og hefur verið ötul við sýningahald á undanförnum árum. Sýnir handmáluð ljósmyndaverk Sýnir Í verkunum fjallar Lilja Birgisdóttir um samband við hversdagslega hluti. Frá haustinu 2020 hafa píanó- leikarar landsins flutt hverja píanósónötu Ludwigs van Beethovens á fætur annarri í tilefni af því að þá voru 250 ár fá fæðingu tón- skáldsins. Fjórar til af píanósónötum Beethovens verða fluttar í Salnum í dag, laugardag, kl. 16. Helgi Heið- ar Stefánsson flytur sónötu nr. 6 í F-dúr, op. 10 nr. 2, Thomas Higger- son sónötu nr. 7 í D-dúr, op. 10 nr. 3, Valgerður Andrésdóttir sónötu nr. 12 í As-dúr, op. 26 og Anna Mál- fríður Sigurðardóttir sónötu nr. 30 í E-dúr, op. 109. Leika fjórar són- ötur Beethovens Anna Málfríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.