Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 85. tölublað . 110. árgangur .
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is
Sjáumst á fjöllum
VALUR
DEILDAR-
MEISTARI
VAKÚMPÖKK-
UÐ FÖT UNDIR
BANKASTRÆTI
BERST GEGN
VIRKJUN SVO
LENGI SEM LIFIR
NÚLLIÐ GALLERÍ, 4 SIGÞRÚÐUR JÓNS 10HANDKNATTLEIKUR 26
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég var ekki hlynnt þeirri aðferða-
fræði sem varð ofan á við söluna á
bréfum í Íslandsbanka. Vildi al-
mennt útboð en ekki að bréfin yrðu
seld til valins hóps fjárfesta. Þessum
sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á
framfæri í aðdraganda útboðsins,“
segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokks, í samtali við Morgun-
blaðið.
Vanda þurfti til verka
Mikil umræða á sér nú stað um
sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslands-
banka sem gekk í gegn á dögunum.
Selt var hlutafé
fyrir 450 millj. kr.
að nafnvirði á
genginu 119.
Nokkrir þeirra
fjárfesta sem áttu
þess kost að
kaupa bréf hafa
þegar selt þau á
hærra gengi og
innleyst hagnað
með því móti.
Hverjir nákvæmlega áttu þess kost
að kaupa hlutafé hefur verið gagn-
rýnt, en sú leið sem farin var, var til-
laga Bankasýslu ríksins. Skiptar
skoðanir eru einnig um málið innan
ríkisstjórnarflokkanna.
Lilja Alfreðsdóttir minnir á að Ís-
landsbanki hafi á sínum tíma komið í
hlut ríkissjóðs Íslands sem partur af
stöðugleikaframlögunum svonefndu,
sem öfluðu ríkissjóði rúmlega 700
milljarða króna.
„Það var alltaf ljóst í mínum huga
að ríkið yrði ekki með um 67% eign-
arhald á íslenskum fjármálamarkaði.
Því þurfti að selja hlut ríksins í Ís-
landsbanka, en vanda til verka í ljósi
fjármálahrunsins. Ég hef alltaf talið
skynsamlegt að taka lítil og hægfara
skref. Hafa vaðið fyrir neðan sig.
Ekki einblína á verð, heldur gæði
framtíðareigenda. Önnur leið var
hins vegar valin og því miður er fátt
sem kemur á óvart í þessu máli og
hver útkoman varð,“ segir Lilja, sem
auk viðskipta hefur ferðamál á sinni
könnu í ríkisstjórn janframt því sem
hún situr í ráðherranefnd um efna-
hagsmál. Þar hafi komið fram að rík-
issjóður sé í góðri stöðu um þessar
mundir. Ekkert hafi því kallað á asa
við sölu á bréfum í Íslandsbanka.
Ferðamannasumarið líti einnig vel
út, sem gefi væntingar um að staða
ríkissjóðs styrkist fljótt. „Miðað við
aðstæður og umræðuna nú tel ég að
hægja verði á einkavæðingunni. Í
mínum huga er líka alveg ljóst að
Landsbankinn skuli vera áfram í
eigu þjóðarinnar. Sala á honum kem-
ur ekki til greina.“
Í ljósi gagnrýni á bankasöluna nú
segir Lilja brýnt að Ríkisendurskoð-
un skoði mál: framkvæmd og aðferð-
ir. Einnig kunni að vera rétt að fela
fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands
að fara yfir málið.
Ábyrgðin stjórnmálamanna
„Í fyrsta útboðinu á sölu á hlut rík-
isins í Íslandsbanka gekk vel, það er
að bjóða almenningi að kaupa hluti.
Þá leið hefði ríkissjóður einnig átt að
fara nú. Evróputilskipun fylgir hins
vegar sú kvöð að ekki var hægt að
fara í annað almennt útboð eins og
sakir standa. Slíkt hefði þurft að
bíða, sem hefði verið í góðu lagi. Ég
er þó ekki á því að hægt sé að skella
skuldinni alfarið á stjórnendur
Bankasýslunnar og þykir miður að
málið sé einfaldað þannig. Ábyrgðin
hlýtur að vera stjórnmálamanna sem
tóku ákvörðun í málin,“ segir Lilja.
Óeining í ríkisstjórn um bankasölu
- Var mótfallin aðferð, segir viðskiptaráðherra - Fjármálaeftirlit skoði mál - Sitjum uppi með klúður
Lilja
Alfreðsdóttir
Starfsmaður sveitarfélagsins Búsóva, vestan við Kænugarð,
styður sig við ónýtan skriðdreka rússneska hersins og kastar
mæðinni.
Fulltrúar ríkja í Evrópusambandinu munu koma saman í
dag til þess að ræða frekari efnahagsaðgerðir gagnvart Rúss-
um.
Andrei Illarionov, fyrrverandi ráðgjafi Rússlandsforseta,
sagði í gær að aðeins algjört viðskiptabann á hendur Rússum
gæti haft áhrif á stríðsrekstur þeirra. »4,13,14
AFP/Sergei Supinsky
Virðir fyrir sér ónýtan
rússneskan skriðdreka