Morgunblaðið - 11.04.2022, Side 4
„Vakúmpökkuð föt undir Bankastræti“ er ef-
laust bókstaflegasta lýsingin á þeim gjörn-
ingi sem átti sér stað í Núllinu Galleríi um
helgina. Um er að ræða sýningu á vegum
listaflokksins AMA, undir yfirskriftinni Varð-
veisla.
Aníta Theodórsdóttir, einn meðlimur hóps-
ins, segir hugmyndina hafa kviknað í samtali
þeirra á milli um hlutverk varðveislu og gildi
minjagripa, en stelpurnar þrjár er skipa hóp-
inn búa nálægt Minjastofnun.
„Hugmyndin var að ramma inn ákveðinn
tíðaranda,“ segir Anna Ólöf Jansdóttir, ann-
ar meðlimur hópsins. Þær hafi því leitað til
einstaklinga sem að þeirra mati voru lýsandi
fyrir tíðarandann, t.d. Jóns Gnarrs, Magna
Ásgeirssonar, Dorritar Moussaieff og sjón-
varpsmannsins Nilla, en öll gáfu þau þeim
flíkur til varðveislu.
„Okkur langaði til þess að velta upp kómík-
inni í því að taka eitthvað ómerkilegt eins og
gamla flík og upphefja hana,“ segir Emma
Aðalsteinsdóttir, þriðji meðlimur AMA. Flík-
in sé aðeins merkileg fyrir þær sakir að vera
af frægum einstaklingi. Þá hafa stelpurnar
þegar haft samband við Minjastofnun og
Þjóðminjasafnið um að taka á móti flíkunum
að sýningunni lokinni.
Flíkur frægra til sýnis undir Bankastræti
Morgunblaðið/Ari
Gengi AMA samanstendur af Anítu Theodórsdóttur, Önnu Ólöfu Jansdóttur og Emmu Kristinu Hjördísi Aðalsteinsdóttur. Bindið hans Nilla og bolur Magna voru á meðal gripa til sýnis.
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u
At
h
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
raVerona
á
sl
ík
g
re
ys
tá
n
BEINT FLUG Í ALLT SUMAR
a.
Flugsæti
595 1000 www.heimsferdir.is
19.950
Flug aðra leið frá
Flugsæti
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Lífið heldur áfram hjá Úkraínu-
mönnum sem búa við stríð í heima-
landinu. Á meðal þeirra er úkraínska
skákkonan Evgeniya Doluhanova
sem lenti í Keflavík í síðustu viku og
keppir á Reykjavíkurskákmótinu
sem fer fram í Hörpu þessa dagana.
245 keppendur frá 50 löndum taka
þátt og eiga allir eitt sameiginlegt:
að elska að tefla.
,,Þetta stingur í hjartað. En hvað á
maður að gera? Ég get ekki verið
heima og grátið mig í svefn. Lífið
bara heldur áfram og maður verður
að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir
Evgeniya.
Evgenyia er fædd í Baku í Aser-
baídsjan. Fjögurra ára að aldri flúði
hún frá Baku til Armeníu vegna
stríðsátaka en eftir mannskæða jarð-
skjálfann í Armeníu 1988 var lítið eftir
fyrir fjölskylduna þar og var þá haldið
til Úkraínu, hvar Dolochova átti eftir
að alast upp, læra að tefla og verða á
meðal sterkustu skákkvenna í heima-
landinu. Hún var stödd á skákmóti í
Þýskalandi þegar hörmungarnar
dundu yfir heimalandið 24. febrúar
þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.
Þá varð ekki aftur snúið til heima-
borgarinnar, Kharkiv, og neyddist
hún þá til að leigja íbúð í Lviv í vest-
urhluta Úkraínu. Að skákmótinu
loknu snýr hún aftur til Lviv.
Þorirðu alveg að vera þar?
,,Það er öruggara í vesturhlutan-
um en í austurhlutanum,“ útskýrir
Evgenyia.
Hins vegar vill hún halda áfram að
ferðast og tefla í sem lengstan tíma, í
von um að hún geti snúið aftur heim
þegar átökunum linnir. „Mig langar
að reyna að ferðast og tefla eins og
ég get, það er engin ástæða til að
vera heima. Fjölskyldan mín er á
nokkuð öruggum stað og ég get að-
stoðað hana fjárhagslega,“ segir
hún.
Evgeniya segir dapurlegt að horfa
upp á áróður rússneskra stjórnvalda
sem hafa endurtekið neitað að taka
ábyrgð á árásum á almenna borgara
í stríðinu. „Pútín vill færa okkur aft-
ur yfir á 12. öldina. En við lifum á 21.
öldinni, við viljum bara vera þar,“
segir hún. Ástandið hefur lagst
þungt á Evgenyu og fjölskyldu henn-
ar sem lagði í erfitt ferðalag frá
Kharkiv til Lviv, hvar 86 ára amma
hennar þurfti að standa á lestarstöð
og bíða í sjö klukkutíma. Skák getur
reynst gott tól til þess að dreifa hug-
anum og reynir Evgenya sitt besta
til þess að njóta skákmótsins, þótt
áfallið sé mikið. Hún státar af 2.280
elo-stigum og er með þrjá og hálfan
vinning að loknum sex umferðum.
Og yfir í allt annað – hvers vegna
ákvaðstu að hella þér í skákina?
Ég held að ég hafi dottið inn í
þetta því ég er svo mikil keppnis-
manneskja. Mér finnst leiðinlegt að
tapa,“ segir hún létt og á það eflaust
sameiginlegt með þeim fjölbreytta
hópi sem teflir nú á Reykjavíkur-
mótinu í Hörpu.
Lýkur mótinu með seinustu um-
ferð á þriðjudaginn klukkan níu en
áttunda og næstseinasta umferð
hefst í Hörpu klukkan fjögur í dag.
Flúði stríð og teflir á Reykjavíkurmóti
- Þyngra en tárum taki fyrir Evgeniyu Doluhanova að sjá heimalandið verða fyrir innrás - Teflir á
skákmótum og reynir að dreifa huganum á stríðstímum - Flúði frá austri til vesturs og býr í Lviv
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalag Evgeniya reynir að einbeita sér að skákinni á næstunni.
Morgunblaðið/Eggert
Úkraína Neglur í réttu litunum.
Davíð Scheving Thor-
steinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, lést
síðastliðinn föstudag 92
ára að aldri. Davíð fædd-
ist 4. janúar 1930, sonur
hjónanna Magnúsar
Scheving Thorsteinsson
(1893-1974) og Lauru
Scheving Thorsteinsson,
f. Havstein (1903-1955).
Davíð lauk stúdents-
prófi frá MR árið 1949
og prófi í heimspeki-
legum forspjallsvís-
indum frá HÍ ári síðar.
Hann var um árabil at-
kvæðamikill í atvinnulífinu. Hann var
framkvæmdastjóri hjá Smjörlíki hf.
og Sól hf. á árunum 1964 til 1995 og
gegndi á sama tíma og síðar fjölda
ábyrgðarstarfa í atvinnulífi og fyrir
hið opinbera, auk þess að starfa að
góðgerðarmálum.
Davíð var formaður nefndar sem
samdi reglur um starfshætti hluta-
félaga á Íslandi, og þær reglur eru
núna orðnar reglur
Kauphallar Íslands.
Hann sat í stjórn Fé-
lags íslenskra iðnrek-
enda 1968-1974, og var
formaður 1974-1982, í
framkvæmdastjórn
samtaka atvinnulífsins
og varaformaður 1978-
1990, formaður banka-
ráðs Iðnaðarbankans
1982-1989, varamaður í
bankaráði Landsbanka
Íslands 1972-1980, vara-
maður í bankaráði
Seðlabanka Íslands
1980-1993 og aðalmaður
í stjórn bankans 1993-1998.
Davíð lét sig þjóðfélagsmál varða
og átti meðal annars sæti í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. Árið 2009 fékk
hann frelsisverðlaun SUS og í rök-
stuðningi með þeim sagði að hann
hefði „allan starfsferil sinn farið
ótroðnar slóðir í íslensku viðskiptalífi.
Á tímum viðskiptahafta og skömmt-
unar lagði Davíð til atlögu við hið opin-
bera í því skyni að geta boðið Íslend-
ingum upp á meira úrval og fjöl-
breytni. Þannig hefur athafnasemi
hans og útsjónarsemi í viðskiptum
verið meðborgurum hans til hags-
bóta.“
Davíð var formaður Rauða kross
Íslands um árabil og sat í stjórn minn-
ingarsjóðs frú Stefaníu Guðmunds-
dóttur 1984-2006. Davíð var formaður
ráðgjafarnefndar Íslands hjá EFTA,
ræðismaður Írlands og síðar aðalræð-
ismaður 1977-2018 og formaður
Ræðismannafélags Íslands 2007-2018.
Davíð var sæmdur fálkaorðunni árið
1982.
Fyrri kona Davíðs var Soffía Mat-
hiesen (1930-1964), húsmóðir og kenn-
ari, og eignuðust þau börnin Lauru
(1954), Hrund (1957) og Jón (1963).
Seinni kona Davíðs er Stefanía
Svala Borg (1940), húsmóðir og
læknaritari. Börn Davíðs og Stefaníu
eru Magnús (1968), Guðrún (1971) og
Stefanía (1986).
Útförin fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík 25. apríl nk. kl. 13.
Andlát
Davíð Scheving Thorsteinsson