Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Umhverfisáhrif Hvammsvirkj-
unar í neðri hluta Þjórsár yrðu
mikil og óafturkræf og svo lengi
sem mér endist líf og kraftur berst
ég á móti,“ segir Sigþrúður Jóns-
dóttir, náttúrufræðingur í Eystra-
Geldingaholti í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi.
„Stundum er látið sem svo að
málið sé komið í höfn og fátt
stöðvi að hefjast megi handa.
Raunin er önnur þótt áróður sé
stífur. Að búa til fjögurra ferkíló-
metra stórt jökullón inni í miðri
sveit, grafa aðrennslisskurði, reisa
stífur, vegi og fleira eru mikil inn-
grip sem hæfa ekki landslagi hér
og umhverfi. Þá þarf að meta
áhrif framkvæmdar á mannlíf hér
í sveitasamfélaginu. Við verðum
að lifa samkvæmt því að ganga
ekki á höfuðstól náttúrunnar.
Vera í anda sjálfbærrar þróunar,
þar sem taka þarf inn í myndina
umhverfi, samfélag og efnahag.“
Erum gerð tortryggileg
Hjá Landsvirkjun er þess nú
vænst að framkvæmdir við
Hvammsvirkjun í Þjórsá fari í út-
boð síðar á þessu ári, enda séu öll
leyfi þá fengin. Verklok yrðu þá
væntanlega árið 2027. Umrætt
orkuver yrði með 93 MW uppsett
afl og væri eitt þriggja slíkra í
neðri hluta árinnar. Hinar stöðv-
arnar yrðu neðar í ánni, ein kennd
við Holtin í Rangárvallasýslu og
sú neðsta við Urriðafoss. Síðar-
nefndu virkjunarkostirnir eru þó
enn í biðflokki rammaáætlunar,
sem nú liggur fyrir Alþingi.
„Margir hér í sveit eru tengd-
ir náttúrunni sterkum böndum og
hér er talsverð andstaða við
Hvammsvirkjun. Fyrirætlanir um
virkjunina hafa lengi verið í um-
ræðu og áhrif þeirra á samfélagið
hér eru neikvæð og erfið. Ég líki
áformunum við eitur eða sprengju
sem kastað var inn í samfélagið.
Mér finnst dapurlegt að við and-
stæðingar virkjunar séum nánast
gerð tortryggileg af sumum,“ seg-
ir Sigþrúður.
Óafturkræf áhrif á stóru svæði
Þaðan sem Þjórsá fellur fram,
frá Búrfellsvirkjun til sjávar, eru
92 kílómetrar. Sigþrúður segir
mikla rangfærslu að halda því
fram að land við ána sé spillt eða
mjög manngert. Þvert á móti sé
víða fallegt og friðsælt við ána,
þar sem eru göngu- og reiðleiðir.
„Í áliti Skipulagsstofnunar frá
2018 um áhrif Hvammsvirkjunar á
landslag segir að virkjunin muni
hafa veruleg og óafturkræf áhrif í
ljósi þess að stóru svæði verði
raskað. Mjög margir verði fyrir
neikvæðum áhrifum vegna breyt-
inga á ásýnd og yfirbragði. Einnig
mat Skipulagsstofnun að
Hvammsvirkjun væri líkleg til að
hafa neikvæð áhrif á útivist og
ferðaþjónustu vegna þeirra óhjá-
kvæmilegu breytinga sem munu
verða á upplifun ferðamanna af
svæðinu. Í dag einkennist áhrifa-
svæðið af landbúnaði en með
virkjun fengi það yfirbragð um-
fangsmikilla mannvirkja,“ segir
Sigþrúður.
Laxastofni stefnt í hættu
Í Þjórsá lifa allar ferskvatnsteg-
undir fiska sem fundist hafa í ís-
lenskum ám og þjórsárlaxinn er
stærsti villti laxastofn landsins. Á
áhrifasvæði Hvammsvirkjunar eru
mikilvægar hrygningar- og upp-
eldisstöðvar hans. Sigþrúður seg-
ist alls óvíst hvort boðaðar mót-
vægisaðgerðir virki og því er
laxastofninum stefnt í hættu.
Fyrir neðan áformaða stíflu
Hvammsvirkjunar er svo Viðey í
Þjórsá. Þar er gróskumikill birki-
skógur sem vaxið hefur án áhrifa
manna og dýra. Gróin eyjan, um-
lukin straumþungri á, nýtur því
náttúrulegrar verndar sem skerpt
var á formlega með friðlýsingu
sem gekk í gegn fyrir um áratug
vegna birkis og einstaks nátt-
úrulegs gróðurfars. Með stíflu of-
an eyju fer náttúruleg vörn og í
stað hennar á að reisa mannhelda
girðingu sem Sigþrúði líst ekki á.
„Viðey er einstakur staður; er
ónumið land en þó nánast inni í
byggð. Stíflur, girðingar og annað
slíkt yrði lýti í landinu.“
Sigþrúður segir að Hvamms-
virkjun muni ekki skila Skeiða- og
Gnúpverjahreppi tekjum, nema á
framkvæmdatíma. Stöðvarhús og
fleiri slík mannvirki yrðu öll sunn-
an ár og því innan landamæra
Rangárþings ytra, sem fengi fast-
eignagjöldin. Gnúpverjar muni,
verði af þessu, sitja upp með mikil
inngrip í náttúru og landslag sem
gæfi sveitinni nýjan svip mann-
virkja. „Slíkt vil ég ekki og þykist
þar mæla fyrir munn margra. “
Ríkið afhenti Landsvirkjun
vatnsréttindin í Þjórsá rétt fyrir
alþingiskosningar vorið 2007, sem
var ólöglegur gjörningur eins og
Ríkisendurskoðun kvað upp úr
með síðar sama ár. Sigþrúður seg-
ir að með meint vatnsréttindi í
hendi hafi verið gengið hart að
landeigendum að gefa eftir land
vegna mannvirkja, svo sem lón í
farvegi Þjórsár. Hótanir um eign-
arnám hafi verið undirliggjandi.
Rafmagnsskortur er ekki raun-
in
Staðhæft hefur verið að undan-
förnu að auka þurfi raforkufram-
leiðslu í landinu í fylgni við eftir-
spurn. Um það segir Sigþrúður:
„Rafmagnsskortur á Íslandi er
ekki raunin heldur offramboð á
eftirspurn, eins og Halla Hrund
Logadóttir orkumálastjóri hefur
sagt. Í raun er sama hve mikið
verður virkað; eftirspurn verður
aldrei fullnægt.Við verðum að
draga línu í sandinn og segja hing-
að og ekki lengra. Við getum ekki
endalaust fórnað náttúru og Guðs
góðu sköpun fyrir rafmagn og
óljósan gróða.“
Áform um virkjun í Þjórsá eru sprengja og eitur í samfélagi, segir Sigþrúður Jónsdóttir í Eystra-Geldingaholti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Náttúruvernd Segja hingað og ekki lengra. Við getum ekki endalaust
fórnað Guðs góðu sköpun, segir Sigþrúður, hér með tíkinni Kvísl.
Sjálfbærni og sveitin haldi sama svip
- Sigþrúður Jónsdóttir er
fædd árið 1962 og er Gnúp-
verji í húð og hár. Hún nam
landbúnaðar- og síðar beit-
arfræði við Bangor-háskóla í
Wales í Bretlandi og er með
meistarapróf þaðan. Hefur
starfað hjá Landgræðslunni í
nærri 30 ár og er nú sérfræð-
ingur í beitarfræðum og land-
nýtingu.
- Á Náttúruverndarþingi á
dögunum var Sigþrúður ein
fjögurra sem fengu Náttúru-
verndarann, viðurkenningu
fyrir ötula náttúruverndarbar-
áttu. Þar var tiltekin barátta
Sigþrúðar fyrir verndun neðri
hluta Þjórsár og Þjórsárvera.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjórsársvæði Á myndinni til vinstri er skógi vaxin Viðey, óspillt nátt-
úruvin sem gæti verið hætta búin verði Þjórsá virkuð. Töluvumyndin til
hægri sýnir fyrirhugaða stíflu og stöðvarhús Hvammsvirkjunar.
Tölvugerð mynd/Landsvirkjun
„Markmið stjórnvalda hafa verið sett
fram í aðgerðaáætlun Íslands í lofts-
lagsmálum árið 2018 og 2020. Það er
hins vegar öllum
ljóst að nú er
komið að næsta
áfanga í vegferð-
inni sem er að ís-
lenskt atvinnulíf
stígi inn í að-
gerðaáætlunina af
fullum þunga,“
sagði Guðlaugur
Þór Þórðarson,
umhverfis-, orku-
og loftslags-
ráðherra, á ársfundi Grænvangs,
samstarfsvettvangs stjórnvalda og
atvinnlífs um loftslagsmál og grænar
lausnir, sem haldinn var nýverið.
Guðlaugur Þór sagði að í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar væri
skýrt kveðið á um að sett yrðu
áfangaskipt losunarmarkmið fyrir
hvern geira í samstarfi við sveitar-
félög og atvinnulíf.
„Næsta skref í mínu ráðuneyti er
að vinna með fulltrúum atvinnulíf-
isins að útfærslu markmiða og geira-
skiptingar. Ég vil fá að heyra frá ykk-
ur hvernig atvinnulífið vill nálgast
verkefnið fram undan. Hvernig viljið
þið ná kolefnishlutleysi, hvernig viljið
þið nálgast lausnir loftslagsvandans?
Hverjar eru ykkar hugmyndir um
það hvernig við tryggjum samkeppn-
ishæfni atvinnulífsins í kolefnis-
hlutlausu hagkerfi? Við horfum til
góðra fyrirmynda í nágrannaríkjum
okkar og hlökkum til að móta okkar
íslensku leið í sameiningu,“ sagði ráð-
herra.
Undir lok ræðu sinnar ítrekaði
Guðlaugur Þór að næstu skrefin í
loftslagsmálum yrðu unnin með at-
vinnulífinu.
„Það er rökrétt skref og okkar eina
leið til að ná markmiðum okkar og til
að hagkerfi okkar verði kolefn-
ishlutlaust og samkeppnishæft.
Það er stórt en skemmtilegt verk-
efni fram undan, tryggja þarf að
raddir sem flestra í samfélaginu
heyrist og mikilvægt að sérstaklega
sé hlustað eftir röddum unga fólksins.
Markmið loftslagsvegferðarinnar er
kolefnishlutlaus, réttlát, samkeppn-
ishæf framtíð sem byggir á hug-
myndafræði hringrásarhagkerfis.
Ábyrgð atvinnulífsins og skuldbind-
ing er mikil en við vitum að þið sjáið
tækifærin, metnaður ykkar og vilji
stendur til góðra verka,“ sagði Guð-
laugur Þór.
Atvinnulífið stígi
inn af fullum þunga
- Komið að næsta áfanga, segir ráðherra
Guðlaugur Þór
Þórðarson