Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
10. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.54
Sterlingspund 167.47
Kanadadalur 102.1
Dönsk króna 18.771
Norsk króna 14.682
Sænsk króna 13.586
Svissn. franki 137.47
Japanskt jen 1.0351
SDR 176.12
Evra 139.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.5972
Það vakti mikla athygli fyrr í mán-
uðinum þegar milljarðamæring-
urinn og raðfrumkvöðullinn Elon
Musk upplýsti að hann hefði eign-
ast um 9,2% hlut
í bandaríska
samfélagsmiðl-
inum Twitter.
Með kaupunum
varð Musk
stærsti hluthafi
fyrirtækisins og
mun hann taka
sæti í stjórn fé-
lagsins.
Hækkaði
hlutabréfaverð Twitter um þriðj-
ung þegar fréttist af kaupunum og
binda margir vonir við að með að-
komu Musks muni draga mjög úr
ritskoðunartilburðum samfélags-
miðilsins sem m.a. úthýsti á sínum
tíma Donald Trump, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta.
Greinir Reuters frá að Musk
hafi sent frá sér tíst þar sem hann
lýsir sumum hugmyndum sínum
um framtíð Twitter. Vill hann m.a.
lækka verðið á áskriftarþjónust-
unni Twitter Blue úr 2,99 dölum á
mánuði niður í um það bil 2 dali,
en í staðinn rukka eingreiðslu fyr-
ir ársáskrift. Þá vill Musk að Twit-
ter verði auglýsingalaus miðill:
„Það vald sem fyrirtæki hafa til að
hafa áhrif á stefnu [samfélagsmið-
ilsins] eykst til muna ef Twitter er
háð auglýsingatekjum,“ sagði
hann.
Einnig lagði Musk til að Twitter
tæki við greiðslum með rafmynt-
inni dogecoin. Loks lagði Musk
könnun fyrir Twitter-notendur þar
sem hann spurði hvort breyta ætti
höfuðstöðvum Twitter í San
Francisco í athvarf fyrir heim-
ilislausa, þar eð starfsmenn fyrir-
tækisins virðast tregir til að mæta
á vinnustaðinn. ai@mbl.is
Vill gera
breytingar
hjá Twitter
Elon Musk
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með því að nota snjallforrit íslenska
sprotafyrirtækisins Verna ættu neyt-
endur að geta lækkað iðgjöld öku-
tækjatrygginga sinna um allt að 40%.
Verna er fjártæknifélag á trygging-
armarkaði en
snjallforritið not-
ar þau mælitæki
sem eru í farsím-
um til að greina
aksturslag og
akstursvenjur
notandans. Er
varan sett á mark-
að í samstarfi við
TM.
Friðrik Þór
Snorrason er for-
stjóri Verna: „Forritið okkar tengist
við nema í símanum og gefur einkunn
fyrir fimm þætti: mýkt aksturs, ein-
beitingu við akstur, hvort ekið er
hraðar eða hægar en bílarnir í kring,
hvort ekið er að nóttu eða degi til, og
hvort ekið er í mjög langan tíma í
senn,“ útskýrir Friðrik. „Öll viðkvæm
persónugreinanleg gögn eru geymd á
síma notandans og það eina sem for-
ritið sendir okkur er einkunnin sem
reiknuð er út frá mæliþáttunum
fimm.“
Hreyfiskynjarar og GPS-búnaður
símans greina aksturslag, s.s. ef ekið
er mjög hratt eða hægt, eða rykkjótt,
og eins vaktar forritið hvort verið er
að tala í síma eða senda skilaboð á
meðan ekið er.
Að sögn Friðriks sýna mælingar að
stór hluti ökumanna greiðir hærri ið-
gjöld en aksturslag þeirra og hegðun í
umferðinni gefur tilefni til. „Flestir
eru mun betri ökumenn en þeir gera
sér grein fyrir. Þegar ökuskor Verna
er lagt ofan á hið hefðbundna áhættu-
mat tryggingafélaganna kemur í ljós
að einhvers staðar á bilinu 70 til 80%
fólks borga of há iðgjöld fyrir öku-
tækjatryggingar. Með ökuskori
Verna er hægt að meta af meiri ná-
kvæmni hversu líklegur einstakling-
urinn er til að lenda í óhappi í umferð-
inni.“
Hafa prófanir Verna leitt í ljós að
dæmigerður notandi snjallforritsins
getur vænst um 20% afsláttar af ið-
gjöldum en með því að vanda sig enn
betur við aksturinn og lágmarka
áhættuþætti má ná fram allt að 40%
sparnaði.
„Ekki refsivöndur“
Friðrik segir það taka um þrjár
mínútur að sækja snjallforrit Verna í
forritabúð Apple eða Google og flytja
ökutækjatryggingarnar yfir í hug-
búnaðinn. „Forritið sér um að segja
upp gömlu tryggingunni en uppsagn-
arfresturinn er mánuður hjá því fé-
lagi þar sem fólk er fyrir. Aksturs-
mælingin byrjar aftur á móti strax og
getur fólk séð að nokkrum dögum
liðnum hvaða einkunn forritið veitir
þeim og hve há iðgjöldin verða á
næsta reikningi.“
Ef aðrir nota bílinn er í boði að
skrá t.d. maka eða unglinginn á heim-
ilinu sem aukaökumann. „En al-
menna reglan er að aðalnotandi bíls
ekur að jafnaði 92% allra ferða og ef
notandi forritsins situr ekki í eigin bíl
getur hann eytt út ferðum. Við þurf-
um ekki að ná 100% nákvæmri mæl-
ingu til að geta gert gott mat á
áhættuþáttum í akstri,“ segir Frið-
rik. „Forritið lærir líka að greina hve-
nær notandinn er t.d. að ferðast með
strætó, eða á reiðhjóli, og telur þær
ferðir ekki með. Forritið getur jafn-
framt greint hvenær notandinn stíg-
ur upp í lest eða flugvél og þarf fólk
því ekki að óttast að mælast á 450
km/klst. hraða uppi á miðju hálendi
eftir flug til Akureyrar eða Egils-
staða.“
Aka þarf að lágmarki um 200 km í
mánuði til að forritið gefi notand-
anum einkunn og segir Friðrik að
hinn dæmigerði notandi aki að jafn-
aði 1.500-2.000 km á mánuði. Akst-
urssagan er núllstillt í hverjum
mánuði og getur notandinn skoðað
frammistöðu sína í rauntíma. Þá
leyfir forritið að stroka út ferðir t.d.
ef það gerist að farþegi í bílnum fær
síma ökumanns að láni og byrjar að
hringja á meðan ekið er, eða hrista
símann í gríð og erg svo að hreyfi-
skynjararnir haldi að bílnum sé ekið
mjög rykkjótt. „Hugmyndin er ekki
sú að nota forritið sem einhvers
konar refsivönd heldur draga upp
raunsanna mynd af því hvernig fólk
ekur. Ef t.d. kemur upp neyðartil-
vik þar sem aka þarf greitt á bráða-
móttöku er hægt að eyða þeirri ferð
út og óþarfi að óttast að iðgjalda-
afslátturinn hverfi þann mánuð-
inn.“
Þjónustugátt í símanum
Friðrik bætir við að snjallforrit
Verna eigi að gera meira en bara að
fylgjast með aksturslaginu. „Forritið
er hugsað sem þjónustugátt þar sem
notandinn getur t.d. tilkynnt tjón,
beðið um vegaaðstoð og fengið til-
kynningar og tilboð þegar er kominn
tími á skoðun eða dekkjaskipti,“ segir
Friðrik en iðgjaldaafslátturinn sem
forritið reiknar út nær bæði til
skyldutygginga og viðbótartrygginga
s.s. kaskó- og framrúðutryggingar.
Forrit Verna fer í loftið í dag og
vonast Friðrik eftir góðum viðtökum.
„Ökutækjatryggingar eru góður
staður til að byrja með svona þjón-
ustu enda hafa iðgjöld hækkað tölu-
vert umfram verðbólgu á undan-
förnum árum og mikið svigrúm til
lækkunar með nákvæmari mælingu á
ökulagi fólks. Okkar sýn er að gefa
ökumönnum á öllum aldri tækifæri til
að hafa áhrif á sínar tryggingar. Því
betri ökumaður sem notandinn er því
betra verð býðst honum og um leið
hjálpar hann til við að bæta ökumenn-
inguna á Íslandi. Gangi okkur vel á
Íslandsmarkaði er markmiðið að ráð-
ast tiltölulega hratt í sölu á lausninni
út fyrir landsteinana.“
Snjallsíminn greinir aksturs-
lagið til að lækka iðgjöld
Morgunblaðið/Hari
Umferð Friðrik segir að með hefðbundinni áhættugreiningu greiði flestir hærri iðgjöld en ástæða er til.
- Fjártæknifélagið Verna býður, í samstarfi við TM, upp á nýja vöru á íslenskum
tryggingamarkaði - Skynjarar greina ef ekið er rykkjótt - Fá allt að 40% afslátt
Friðrik
Snorrason