Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 13
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Fyrri umferð frönsku forsetakosn-
inganna fór fram í gær. Kjörstöðum
var lokað klukkan sex og útgöngu-
spár birtar skömmu síðar.
Emmanuel Macron, sitjandi for-
seti, leiddi með 28 til 29% atkvæða
samkvæmt útgönguspám. Marine
Le Pen varð í öðru sæti með 23 til
24% atkvæða. Samkvæmt því munu
þau tvö mætast í síðari umferð kosn-
inganna sem fer fram sunnudaginn
24. apríl en í gær voru tólf í framboði,
einungis er kosið um tvo frambjóð-
endur í síðari umferðinni.
Í þriðja sæti varð vinstri maðurinn
Jean-Luc Melenchon með rúm 20%
atkvæða. Hann hefur hvatt stuðn-
ingsmenn sína til að styðja hvorki
Macron né Le Pen.
„Gerið ekki mistök, ekkert er
ákveðið,“ sagði Macron er hann
ávarpaði stuðningsmenn sína í gær-
kvöldi.
Le Pen hvatti alla sem kusu ekki
Macron að styðja hana til þess að
„koma Frakklandi aftur í lag“.
Jafnari barátta
Talið er að barátta Macron og Le
Pen verði mun jafnari nú en hún var
fyrir fimm árum, árið 2017, er þau
mættust síðast í síðari umferð for-
setakosninganna. Þá fór það svo að
Macron vann nokkuð örugglega og
fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni
umferðinni.
AFP
Forsetakosningar Emmanuel Macron ávarpaði stuðningsmenn sína í gær-
kvöldi eftir að hafa fengið tæplega 30% atkvæða í fyrri umferð.
Macron hefur forystu
- Emmanuel Macron og Marine Le Pen mætast í síðari um-
ferð eftir 2 vikur samkvæmt spám - Minni munur en síðast
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Fólk sem hefur verið bólusett þrí-
vegis gegn kórónuveirunni nær sér
mun fyrr eftir að hafa sýkst af Ómík-
ron-afbrigði veirunnar en þeir sem
sýktust af Delta-afbrigðinu. Þetta er
niðurstaða umfangsmikillar breskr-
ar rannsóknar sem birt var í síðustu
viku í læknablaðinu Lancet.
Rannsóknin sýndi einnig að þeir
sem sýktust af Ómíkron-afbrigðinu
misstu síður bragð- og lyktarskyn
en þeir sem sýktust af öðrum af-
brigðum. Þá staðfestir hún þá niður-
stöðu fyrri rannsókna að sjúkdóms-
einkenni Ómíkron eru vægari.
Þeir sem gerðu rannsóknina not-
uðu farsímaapp sem nefnist ZOE en
rúmlega 63 þúsund bólusettir ein-
staklingar á aldrinum 16-99 ára
skráðu þar sjúkdómseinkenni eftir
kórónuveirusmit á tímabilinu frá
júní á síðasta ári til janúar á þessu
ári.
Þeir sem höfðu verið bólusettir
tvívegis og síðan fengið örvunar-
bólusetningu fundu fyrir einkennum
í 4,4 daga að jafnaði eftir að hafa
smitast af Ómíkron borið saman við
7,7 daga hjá þeim sem höfðu smitast
af Delta.
Þeir sem höfðu verið bólusettir
tvívegis en ekki fengið örvunar-
bólusetningu voru að jafnaði 8,3
daga að ná sér að fullu eftir að hafa
smitast af Ómíkron en 9,6 daga ef
þeir höfðu smitast af Delta. Rann-
sakendurnir segja í umfjöllun um
niðurstöðurnar að munurinn bendi
til að tímabilið þar sem sjúklingar
eru smitandi sé styttra og það geti
haft áhrif á sóttvarnir á vinnustöð-
um og almennt á ráðleggingar
stjórnvalda í heilbrigðismálum.
Þá benda niðurstöður rannsókn-
arinnar til þess að aðeins 17% þeirra
sem smitast af Ómíkron missi
bragð- og lyktarskyn borið saman
við 53% þeirra sem smitast af Delta.
Hins vegar voru 55% meiri líkur á að
þeir sem smituðust af Ómíkron
fyndu fyrir fyrir sárindum í hálsi og
voru líklegri til að fá hæsi en þeir
sem smituðust af öðrum afbrigðum.
Einnig komust rannsakendurnir að
því, að 25% minni líkur voru á að
Ómíkron-sjúklingar þyrftu að leggj-
ast inn á sjúkrahús.
Ritrýnd rannsókn
Fjallað verður sérstaklega um
þessa rannsókn á stórri ráðstefnu
um smitsjúkdóma, sem haldin verð-
ur í Lissabon í Portúgal síðar í apríl.
Cristina Menni hjá King’s College í
Lundúnum, sem er aðalhöfundur
greinarinnar í Lancet, sagði að um
væri að ræða fyrstu ritrýndu rann-
sóknina, sem gerð er með fjölda
þátttakenda á mismunandi einkenn-
um afbrigðanna tveggja.
Hún sagði við AFP að þótt rann-
sóknin næði einkum yfir tímabil áð-
ur en Ómíkron BA.2-afbrigðið fór að
breiðast hratt út þá bentu nýlegar
tölur úr ZOE-appinu ekki til þess að
mikill munur væri á áhrifum BA.2
og BA.1.
Staðfestir mun
á áhrifum Ómí-
kron og Delta
- Örvunarbólusetning áhrifarík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning Örvunarbólusetning
gegn kórónuveiru er áhrifarík.
Sérfræðingar segja að sjónvarps-
fyrirtæki verði að laga sig hratt að
hinni hröðu þróun sem nú er í af-
þreyingarefni á netinu eigi þau að
lifa af.
Sjónvarpsfyrirtæki eru þegar að
dragast aftur úr í samkeppninni við
netleikjafyrirtæki um athygli ung-
menna og auglýsingatekjur sem
fylgja í kjölfarið.
Svonefndir sýndarheimar eða
metaverse, stafræn eftirlíking af
raunveruleikanum, eru ekki langt
undan en þetta hugtak er notað yfir
ört vaxandi heim gagnvirkra tölvu-
leikja og samfélagsmiðla hverskon-
ar, sem laðar einkum að sér yngri
kynslóðina.
Nýlegar rannsóknir sem þýska
markaðsrannsóknafyrirtækið Stat-
ista hefur gert benda til þess að þótt
eldri neytendur horfi enn mikið á
hefðbundið sjónvarp hafi sjónvarps-
áhorfendum 35 ára og yngri fækkað
um helming síðasta áratuginn og sú
þróun verði enn hraðari eftir því sem
sýndarheimunum fleygir fram.
„Ungt fólk hefur þróast frá því að
vera óvirkir áhorfendur sjónvarps-
efnis í að verða virkir þátttakendur í
samfélagi snjallsímanna,“ sagði Fre-
deric Cavazza, stofnandi franska
greiningafyrirtækisins Sysk, við
AFP. „Sjónvarpsrásirnar munu
deyja með áhorfendum sínum.“
Sjónvarpsfyrirtækin verða að
keppa við tölvuleikjafyrirtæki og
samfélagsmiðla á borð við Roblox,
Fortnite og Minekraft sem voru
einskonar undanfarar í sýndar-
heimaþróuninni og hafa sterka stöðu
á þessum markaði. Ný rannsókn
bendir til að nærri helmingur allra
barna á aldrinum 9-12 ára í Banda-
ríkjunum noti Roblox að minnsta
kosti einu sinni í viku til að spila
tölvuleiki, horfa á tónleika eða
spjalla við vini sína.
AFP
Sýndarveruleiki Sýndarheimar
ógna nú hefðbundnu sjónvarpi.
Sýndarheimarnir
ógna sjónvarpinu
- Hörð samkeppni fram undan
Fulltrúar ríkja Evrópusambandsins
munu í dag hittast og ræða næstu
skref í refsiaðgerðum sambandsins
gegn Rússalandi vegna innrásar
þess síðarnefnda í Úkraínu. Enn eru
skiptar skoðanir innan sambandsins
er varða bann á innflutningi á rúss-
nesku gasi og olíu.
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, sagði í opinberri heimsókn
sinni í Kænugarði á föstudaginn að
sambandið hygðist beita frekari
refsiaðgerðum gegn Rússum.
„Við munum notfæra okkur okkar
efnahagslega kraft til þess að Pútín
gjaldi mjög dýru verði,“ sagði von
der Leyen í ávarpi sínu.
Fyrrverandi ráðgjafi Vladimírs
Pútíns Rússlandsforseta sagði um
helgina að algjört viðskiptabann á
alla rússneska orku gæti stöðvað
stríðið í Úkraínu. Þá teldi hann yfir-
völd í Rússlandi ekki taka hótanir frá
öðrum ríkjum um skert kaup á rúss-
neskri orku alvarlega.
Ýmis ríki hafa reynt að minnka
eða hætta kaupum á rússnesku jarð-
gasi og olíu en mörg halda þó við-
skiptum áfram.
40% jarðgass og 27% olíu sem ríki
Evrópusambandsins (ESB) keyptu á
síðasta ári voru frá Rússlandi.
Joseph Borell, utanríkismála-
stjóra Evrópusambandsins, sagði í
síðustu viku að ESB borgaði Pútín
um milljarð evra á hverjum degi
fyrir orku.
Undirbúa harðari aðgerðir
- Skiptar skoðanir um innflutning á gasi og olíu - Gæti ver-
ið það sem þarf - ESB ræðir næstu skref - Milljarður á dag
AFP
Forseti Úrsula von der Leyen í
Kænugarði á föstudag.