Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 14

Morgunblaðið - 11.04.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frans páfi hvatti í gær til vopnahlés í Úkraínu um páskana til að leggja grunn að „raunverulegum samningaviðræðum“ um frið. Eflaust geta flestir tekið undir hvatningu páfa en jafn ljóst er að litlar vonir eru um að vopna- hlé verði að veruleika á næstu dögum. Pútín forseti Rússlands hefur skipað nýjan yfirmann hersins til að samhæfa betur að- gerðir innrásarhersins og liðs- safnaður hans og sprengingar benda ekki til annars en að þungi innrásarinnar í austur- héruðum Úkraínu muni aukast á næstunni. Nýi herforinginn tók við eftir að í ljós kom að innrásin gengi ekki sem skyldi. Rússneski her- inn er farinn frá Kænugarði, sem tæpast var ætlunin, þó að sagt hafi verið að markmiðum þar hafi verið náð og talsmaður Pútíns haldi því nú fram að brottförin sé til að sýna sátta- vilja. Ömurleg ummerkin sem rússneski herinn skildi eftir sig og sprengjuflaugar sem sendar voru á sama tíma benda þó til annars. Ekki þarf að koma á óvart að umræður um stríðsglæpi hafi farið af stað eftir að voðaverk rússneskra hermanna komu í ljós á þeim svæðum sem þeir hafa yfirgefið. Þau verk verða aldrei réttlætt með þeim rökum sem Pútín forseti hefur sett fram fyrir innrásinni, enda er það ekki einu sinni reynt. Þvert á móti er reynt að skella sökinni á varnarliðið, svo ótrúlegt sem það er. Í nýjasta tölublaði The Spectator er grein eftir Michael Bryant, prófessor og höfund bókar um stríðsglæpi í gegnum tíðina, A World History of War Crimes: From Antiquity to the Present. Höfundurinn fer þar stuttlega í gegnum þau viðhorf sem ríkt hafa til stríðsátaka og þess hvað leyfilegt sé í slíkum átökum og byrjar þá umfjöllun fyrir þúsundum ára. Þá nefnir hann sem dæmi að á miðöldum hafi konungur Bretlands sett reglur um stríð sem hafi falið í sér að vernda almenning fyrir óhæfuverkum. Þetta hafi þróast áfram en eftir síðari heimsstyrj- öld hafi einstaklingar í fyrsta sinn sætt ákærum fyrir stríð- glæpi og þá hafi til dæmis Genf- arsáttmálinn verið gerður árið 1949. Það hafi svo verið á síðasta áratug síðustu aldar sem aftur hafi verið ákært vegna stríðs- glæpa, bæði vegna voðaverka í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu og í Rúanda. Árið 1998 hafi Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta sinn sett á fót varanlegan stríðs- glæpadómstól. En eitt er að elta stríðsglæpamenn í litlum ríkjum á Balkanskaga eða í Afríku, annað að ætla sér að beita stríðsglæpadómstóli á hermenn eða stjórnendur í Rússlandi. Michael Bryant telur það ekki útilokað, en óhætt er að segja að það sé að minnsta kosti langsótt. Um- ræður um þetta og mögulegar málshöfðanir geta þó orðið til að draga úr vilja einstakra her- manna eða herforingja til að sýna glæpsamlega grimmd. Þeir kunna til dæmis að hugsa með sér að ef til vill vilji þeir geta heimsótt önnur lönd eftir stríð án þess að þurfa að óttast hand- tökur. Að málshöfðanir hafi mikil áhrif á þá sem ráða ferð- inni um framhald innrásarinnar er þó harla ólíklegt sem stend- ur. Eins og áður segir bendir allt til þess að átökin í austurhér- uðunum fari harðnandi, eins og flótti almennings þaðan er til marks um. Og þau átök geta orðið býsna þýðingarmikil fyrir þróun Evrópu næstu áratugi. Brýnt er að Úkraínumenn fái þar alla þá aðstoð vesturveld- anna sem þeir óska eftir og mögulegt er að veita þeim, en felur ekki í sér að þau ríki verði að beinum þátttakanda í átök- unum. Á það ekki síst við um þau ríki Evrópu, sem trössuðu fram til síðustu stundar að veita Úkra- ínumönnum aðstoð, og neituðu jafnvel að gera nokkuð það sem gæti „styggt björninn“ og egnt hann til innrásar, sem Rússar höfðu greinilega ætlað sér að gera hvort sem var. Í því sam- bandi er ekki síst horft til Þýskalands, sem segist raunar búið að tæma megnið af þeim birgðageymslum sem landið geti gripið til, en telja verður ólík- legt að ríki með framleiðslugetu Þýskalands, meðal annars á sviði vopnaframleiðslu, geti ekki haldið áfram að útvega vopn til varnar Úkraínu. Í því sambandi gætu ríki á borð við Þýskaland tekið sér Bretland til fyrirmyndar, en það hefur sýnt meira frumkvæði en flestar þjóðir í þessum átökum og staðið þétt við bak Úkraínu- manna, ekki aðeins í að útvega vopn heldur einnig í því að tak- marka kaup á orku frá Rúss- landi, sem Þýskaland treystir sér ekki til að gera vegna alvar- legra afleikja í orkumálum á síð- ustu árum. Í óvæntri heimsókn forsætisráðherra Bretlands til Kænugarðs um helgina kom fram að Bretland hygðist auka aðstoð sína við úkraínska her- inn, meðal annars með bryn- vörðum ökutækjum, flug- skeytum og drónum. Aðstoð af þessu tagi getur skipt sköpum og verður vonandi til að Rússar átti sig á að sigur á Úkraínu verður þeim of dýr- keyptur. En þó að vona verði að friður náist hið fyrsta er ekki þar með sagt að það sé líklegt. Því miður er líklegra að barist verði með miklu mannfalli yfir páskana og raunar mun lengur. Þó að beðið sé fyrir friði í Úkraínu er ekki mikil von um frið á næstunni} Lítil friðarvon Þ að er haft fyrir satt að klókt fólk læri af reynslu annarra, meðan aðrir læri af eigin reynslu. Það var með þetta í huga sem ég fór til Færeyja í liðinni viku. Færeyingar hafa stundað fiskeldi um áratuga skeið og greinin, stjórnsýslan og samfélagið lært mikið. Færeyingar hafa gengið í gegnum erfiðar krís- ur, m.a. vegna laxasjúkdóma. Í dag hins vegar stendur greinin vel, hún skapar drjúgan hluta af útflutningstekjum þeirra og fjöldann allan af störfum í þjónustu og tengdum rannsóknum. Færeyingar tóku okkur frábærlega Móttökurnar sem við fengum hjá þessari vinaþjóð okkar voru frábærar og jafnt stjórnmálamenn, embættismenn og aðilar úr greininni voru ófeimnir að miðla til okkar af reynslu sinni. Það er einmitt vegna þess að ég vil læra af reynslu annarra sem ég setti af stað vinnu við að kortleggja það sem hefur verið gert þegar ég tók við ráðuneyti mat- væla. Í þeim tilgangi leitaði ég eftir því að Ríkisendur- skoðun myndi hefja stjórnsýsluúttekt á fiskeldi. Á það hefur stofnunin fallist og niðurstöðu er að vænta í haust. Þá stend- ur til að fá stórt ráðgjafarfyrirtæki til þess að aðstoða við að stilla upp þeim áskorunum og tækifærum sem fyrir eru í greininni svo hægt sé að móta stefnu fyrir næstu skref. Eftir þessa heimsókn til Færeyja, þar sem við skoðuðum lokaðar kvíar, rafmagnsknúna báta og metnaðarfull áform stjórnvalda og fyrirtækja að gera sífellt betur stendur eftir hversu mikilvægt það er að byggja þessa grein rétt upp. Það er greinilegt að stór hluti af virðis- aukningunni sem verður af þessari starfsemi hjá nágrönnum okkar er við afleidd störf. Það getur verið ýmiskonar þjónusta við greinina, við skipasmíðar, sölu, nýsköpun og fleira. Það er talsverð ábyrgð sem fylgir þeim forréttindum að hafa fengið leyfi til þess að nýta firði við Ís- land til þess að rækta lax. Hluti af þeirri ábyrgð er skilgreindur í lögum og í skilmálum leyfanna. En annar hluti snýr að samfélagslegri ábyrgð sem snýst um að greinin skilji eftir sem mest verðmæti á Íslandi. Að það verði til fjölbreytt störf til hliðar við iðnaðinn, við nýsköpun, við framleiðslu fóðurs, við nýtingu afurða og svona mætti lengi telja. Þessa samfélagslegu ábyrgð þarf greinin að axla – en stjórnvöld geta skapað ákveðinn ramma. Greinin þarf að axla samfélagslega ábyrgð Ég tel að stjórnvöld þurfi að stilla upp ramma fyrir greinina sem tryggi vernd náttúrunnar, bæði staðbund- ins lífríkis og líffræðilegan fjölbreytileika, en tryggi jafn- framt það að greinin byggist upp á grundvelli verðmæta- sköpunar frekar en magnframleiðslu. Þannig vonast ég til að við lærum af reynslu Færeyinga og byggjum upp fiskeldi í sátt við umhverfi, efnahag og samfélag. Það er til mikils að vinna. Svandís Svavarsdóttir Pistill Lærum af nágrönnum okkar Höfundur er matvælaráðherra. svandis.svavarsdottir@mar.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is H eimsfaraldur kórónuveir- unnar hafði gríðarmikil áhrif á gestakomur í þjóðgarðinn á Þingvöll- um. Ferðamönnum hafði fjölgað ört á seinasta áratug og náði fjöldi gesta í þjóðgarðinum hámarki 2018 þegar rúmar 1,6 milljónir gesta gengu um Almannagjá. Eftir að faraldurinn reið yfir taldi gönguteljari í Al- mannagjá rúmlega 300 þúsund gesti. „Síðustu fimm ár hafa verið mjög krefjandi í starfsemi þjóðgarðsins vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og svo algerrar fækkunar ferða- manna í kjölfar heimsfaraldurs Co- vid-19 sem hafði gríðarleg áhrif á starfsemi þjóðgarðsins,“ segir í um- fjöllun á vef þjóðgarðsins, þar sem greint er frá því að nýkjörin Þing- vallanefnd hafi nýverið haldið sinn fyrsta fund og lagt fram starfs- skýrslu fráfarandi nefndar fyrir árin 2017-2021. Fram kemur í formála Ara Trausta Guðmundssonar, formanns fráfarandi nefndar, að á síðasta fundi hennar var óformlega rætt um ná- læga framtíð þjóðgarðsins. „Þar kom fram von um að lögð yrði áhersla á fornleifarannsóknir í þinghelginni, á nýtt deiliskipulag og frekari stefnu- mótun sem snertir stækkun þjóð- garðsins, bætt aðgengi á austursvæð- inu og þolmörk þjóðgarðsins,“ segir hann. Starfsskýrslan varpar ljósi á hversu mikil áhrif fækkun ferða- manna hafði á tekjur og rekstur þjóð- garðsins. Á árinu 2020 þegar fækk- unin var mest var 281 milljónar kr. halli á rekstrinum en á árinu á undan 15 milljóna kr. afgangur. Áætlanir benda svo til að snúist hafi til betri vegar í fyrra og 38,6 milljóna kr. af- gangur verið af rekstrinum. Með auknum fjölda ferðamanna 2017-2019 jukust sértekjur þjóð- garðsins verulega en útgjöldin sömu- leiðis. Með fækkun gesta hrundu svo tekjurnar. Þannig minnkuðu t.a.m. þjónustutekjur af bílastæðum úr 186 milljónum 2019 í 45,8 milljónir á árinu á eftir en jukust svo á ný í fyrra og voru 81 milljón. Miklar sviptingar voru einnig í starfsmannamálum. „Þetta kemur glöggt fram í árs- verkum en árið 2018 voru ársverkin orðin 38,5. Í lok ársins 2020 og í byrj- un 2021 var tala starfsmanna hins vegar komin niður í 5,“ segir í starfs- skýrslunni. Á umliðnu ári hefur þó snúist til betri vegar og margir starfsmenn verið endurráðnir. Í dag eru 70 sumarhús í einka- eigu með gildan lóðarleigusamning í þjóðgarðinum en þjóðgarðurinn er skráður fyrir 19 lóðum sem áður voru í útleigu. Kemur fram að hann hefur leyst til sín tíu sumarhús á árunum 2017 til 2021 og eru m.a. allar lóðir og eignir á austurhluta svæðisins í um- sjón þjóðgarðsins. „Bústaðirnir verða allir fjarlægðir fyrir utan einn sem verður nýttur sem aðstaða fyrir þjóð- garðinn á austursvæðinu.“ Gengið var í fyrra frá nýjum lóðarleigusamn- ingum við eigendur sumarhúsa innan þjóðgarðsins og sett inn skilyrði um að óheimilt sé að leigja þá út til lengri eða skemmri tíma, þ.m.t. til Airbnb. Gestum fjölgar á ný eftir krefjandi tíma Fjöldi gesta í þjóðgarðinum á Þingvöllum Mánaðarlegur fjöldi á gönguteljurum frá ársbyrjun 2017 2,0 1,5 1,0 0,5 0 2018 2019 2020 2021 Kárastaðastígur í Almannagjá Stekkjargjá (Öxarárfoss) Milljónir Heimild: Þingvallanefnd Morgunblaðið/Eggert Almannagjá Ferðamönnum fjölgaði á ný í fyrra eftir mikinn samdrátt. Stefnt verður að því í nýju deili- skipulagi sem kynna á á þessu ári að almenningsvagnar knúnir rafmagni gangi um innan þjóð- garðsins á Þingvöllum á 15-30 mínútna fresti milli kl. 9-17 alla daga og komi við á Haki, við nýju þjónustumiðstöðina, Leir- ur/tjaldsvæði, Furulund, Flosa- gjá, Silfru og Valhallarplan. Þetta kemur fram í starfs- skýrslu þjóðgarðsins. Munu gestir þjóðgarðsins sem koma á einkabílum geta lagt þeim við Hakið eða nýju þjónustu- miðstöðina og farið um þjóð- garðinn með litlum eða meðal- stórum almenningsvögnum. Ný þjónustumiðstöð og stórt bílastæði á skv. þessum hug- myndum að vera norðan við nú- verandi bílastæði við Hakið. Mögulega verði reist veit- ingahús sem jafnframt geti ver- ið fundarstaður, m.a. fyrir Al- þingi, suðvestan við Hakið með góðu útsýni yfir þinghelgina og vatnið. Þá eru áætlanir um að meginaðstaða þeirra sem bjóða upp á köfun í Silfru verði í nýrri þjónustumiðstöð við Langastíg og gestir ferjaðir þaðan með rafknúnum vögnum. Rafvagnar og veitingahús NÝTT DEILISKIPULAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.