Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.04.2022, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 Sýning Margir lögðu leið sína á Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem sýningin Sprengikraftur mynda, eftir Erró, hófst á laugardag. Stendur sýningin yfir þar til í lok september. Sigurður Bogi Á dögunum lagði ég ásamt öllum þing- mönnum Suður- kjördæmis nema Framsóknarflokks fram þingsályktun- artillögu um að Garð- yrkjuskólinn á Reykj- um verði gerður að sjálfseignarstofnun og ráðherra falið að gera þjónustusamning við hann. Það er nauðsynlegt að fjölga námsleiðum fyrir fólk og efla starfsmenntun með hagnýtu námi sem geta t.d. gagnast fólki sem vill breyta um kúrs á miðri starfs- ævi. Sjálfstæðir starfsmennta- skólar eru öflugur valkostur fyrir fólk á öllum aldri og atvinnulífinu nauðsynlegir. Nám við Garðyrkju- skólann er nú skilgreint sem starfsmenntanám á framhalds- skólastigi og þar gefst nemendum tækifæri til að afla sér verklegrar færni og þekkingar á mismunandi starfsvettvangi sem tengist garð- yrkju. Það sjá öll sem sækja Garð- yrkjuskólann á Reykjum heim að húsakostur þar er í algjörri nið- urníðslu og með öllu óboðlegur starfseminni. Sem er sorglegt því skólinn á sér langa og merkilega sögu. Garðyrkjuskólinn á Reykj- um hefur nú verið starfrækur í rúm 80 ár en árið 1936 voru sam- þykkt lög á Alþingi um skólann þar sem staðsetningin á Reykjum var ákveðin. Árið 2005 var Garð- yrkjuskólinn á Reykjum samein- aður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Sú sameining var um- deild og þannig segir t.d. formað- ur Félags garðplöntuframleiðenda í afmælisgrein skólans sem birtist í Bændablaðinu hinn 13. desember 2019 að það hafi reynst óheilla- spor. Starfsmenntanám og há- skólanám fari ekki vel saman og aðvörunarorðum hagsmunaaðila og velunnara skólans þar að lútandi hafi ekki verið sinnt. Í ársbyrjun 2021 tilkynnti Lilja Al- freðsdóttir, þáv. mennta- og menning- armálaráðherra, ákvörðun sína um að hefja skuli undirbún- ing að tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju á Reykjum í Ölfusi undir ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands, og þar með frá Landbúnaðarskóla Ís- lands. Að mínu mati verður það önnur óheillaför enda samlegð með annarri starfsemi Fjölbrauta- skóla Suðurlands lítil sem engin. Nýnemar Fjölbrautaskóla Suður- lands eru til að mynda unglingar á aldursbilinu 16-18 ára en mun eldra fólk velur að hefja nám í Garðyrkjuskólanum. Það er því brýnt að standa vörð um slíkt val- frelsi. Nauðsynlegt er að renna styrk- um stoðum undir Garðyrkjuskól- ann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamningi við ríkið. Garð- yrkja nýtur vaxandi hylli á Íslandi og þegar horft er til aðgerða stjórnvalda til að bregðast við loftslagsvandanum skýtur skökku við að húsakostur Garðyrkjuskól- ans á Reykjum sé í niðurníðslu og fyrirhugað að veikja skólastigið fremur en styrkja. Við megum ekki láta það gerast. Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur »Nauðsynlegt er að renna styrkum stoð- um undir Garðyrkju- skólann sem sjálfseign- arstofnun með þjónustusamningi við ríkið. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er 1. þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi. Sjálfstæður Garðyrkjuskóli framtíðin Íslensk tunga er full af yndislegum orðum og orðmyndum og ein af þeim er upphrópunin hamingjan hjálpi mér. Reyndar heyrist þessi upphrópun ekki oft nú til dags þótt hún eigi einna mest við nú á tím- um. Ég er á þeirri skoðun að hamingjan geti átt stóran þátt í að hjálpa okkar ófullkomna samfélagi þegar kemur að velferð, stöðugleika, jafnrétti, sanngirni og vellíðan. Enginn maður skapar sig sjálfur Í aldaraðir hafa hinir færustu hugs- uðir og vísindamenn freistast til að skilgreina hegðun mannanna en ekki fundið einhlítt svar. Grettir Ásmund- arson, hinn ódæli víkingur, var á þeirri skoðun að enginn maður skapaði sig sjálfur og í Njálu er því haldið fram að fjórðungi bregði til fósturs, þ.e. að sá sem elur upp barn móti það eftir sínu skaplyndi að einum fjórða, þrír fjórðu eru erfðir og umhverfi. Með nýjustu tækni er hægt að mæla og sannreyna, að hvernig við hugsum og um hvað við hugsum hefur áhrif á rafboð heilans og framleiðslu efnaboða. Sú vitneskja að við getum breytt líðan okkar með hugsunum okkar en ekki einvörðungu atferli opnar nýjar víddir og ótal möguleika. Öflugt verkfæri í þessum tilgangi er samkennd, íhugun og með- vitað þakklæti. Við getum á marg- víslegan og markvissan hátt mótað framkomu okkar, hegðun og líðan með sannreyndum aðferðum jákvæðrar sálfræði. Verkfæri í eigin þágu Kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks getur gefið vísbendingar um almennt heilsufar á vinnustað yfir lengri tíma. Árið 2017 ræddu stjórn- endur Borgarholtsskóla um mögu- legar leiðir til að snúa við mjög ugg- vænlegri þróun varðandi langtímaveikindi sem jukust jafnt og þétt. Árið 2017 var kostnaðurinn kom- inn í 52 milljónir króna og til mikils að vinna því fátt er mikilvægara en góð heilsa, vellíðan og heil- brigði starfsfólks. Farn- ar voru hefðbundnar leiðir með vinnuvernd en einnig var ákveðið að fara ótroðnar slóðir og innleiða innhverfa íhug- un (transcendental me- ditation) í skólastarfið. Skemmst er frá því að segja að kostnaður vegna langtímaveikinda dróst verulega saman á þeim tíma sem verkefnið stóð yfir. Lækkun kostn- aðar milli áranna 2017 og 20 18 var 37 m.kr. og þ.a.l. má ætla að heilsa og líðan starfsfólks hafi batnað til muna. Nú er erfitt að fullyrða að vinna starfsfólks með innhverfa íhug- un og umræðan um leiðir til betri heilsu og vellíðunar sé eina skýringin en breytingin er svo mikil að ekki verður hjá því komist að ætla að áhrifin séu veruleg. Erlendar rann- sóknir sýna á óyggjandi hátt að já- kvæð inngrip, hugleiðsla og núvitund- aræfingar hafa veruleg áhrif til hins betra á einstaklinga og samfélög. Jákvæð sálfræði lykillinn Hin miklu jákvæðu áhrif sem til- raunin með innhverfa íhugun í Borg- arholtsskóla hafði beindu sjónum að jákvæðri sálfræði og þeim mögu- leikum sem viðurkenndar aðferðir eða inngrip innan hennar hafa upp á að bjóða. Ávinningurinn er mikill og mikilvægt að skapa farveg til að gera starfsfólki og nemendum kleift að kynnast leiðum og læra að stunda íhugun og andlegar æfingar. Það er hægt að gera svo margt uppbyggj- andi með sjálfan sig sem fækkar lyf- seðlum og sálgæslutímum og eykur hamingju og velferð. Andleg heilsa var fram til aldamót- anna síðustu oftast skilgreind út frá veikindafjarveru en hin síðari ár hafa augu vísindamanna og fagfólks á sviði sálgæslu æ meira beinst að því hvað gerir fólk hamingjusamt, hvað skapar vellíðan og hvað fær fólk til að blómstra í leik og starfi. Breytt skil- greining eða nálgun á andlega heilsu hefur leitt vísindamenn inn á nýjar brautir þar sem sjónum er beint markvisst að þeim verkfærum (inn- gripum) sem hægt er að beita og hver og einn einstaklingur getur nýtt sér til að auka hamingju og velferð. Af hverju er það ekki kennt í skólum? Í stuttu máli þá skoða rannsak- endur innan jákvæðrar sálfræði fólk- ið sem blómstrar í lífinu, er ham- ingjusamt þrátt fyrir erfiðleika og skilgreinir hvað sé hamingja og vel- ferð og þau inngrip sem geta hjálpað okkur til að ná því marki. Vísinda- menn hafa rannsakað hvernig heila- bylgjur haga sér eftir því hvort manneskjan er að hugsa jákvæðar hugsanir eða neikvæðar. Einnig hvaða efni líkaminn framleiðir eftir tegund hugsunar. Að sama skapi og líkaminn framleiðir endorfín við lík- amlega áreynslu framleiðir heilinn serótónín (hamingjuhormónið) þegar við hugsum jákvæðar hugsanir. Þetta er eitt dæmið um vitneskju sem hægt er að nýta í skólastarfi við að „kenna“ fólki leiðir til hamingjuríkara lífs og aukinnar vellíðunar, sem léttir á heil- brigðiskerfinu til lengri tíma litið og sparar háar fjárhæðir. Rannsóknir hafa einnig sýnt að markviss hug- leiðsla eykur viðnám líkamans gegn inflúensu og framleiðslu mótefna. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nem- endur sem stunda hugleiðslu bæta sig verulega í námi; einkunnir hækka og einbeiting vex. Það er brýnt að huga að markvissri innleiðingu hugmynda- fræði jákvæðrar sálfræði í skólakerf- ið. Ef góð heilsa, góð samskipti, ham- ingja og velferð er okkar æðsta ósk og helsta takmark í lífinu – því hefur kennsla í þeim efnum ekki öðlast sterkari stöðu í skólum? Eftir Ársæl Guðmundsson » Sú vitneskja að við getum breytt líðan okkar með hugsunum okkar en ekki einvörð- ungu atferli opnar nýjar víddir og ótal möguleika. Ársæll Guðmundsson Höfundur er uppeldis- og mennt- unarfræðingur og skólameistari Borgarholtsskóla. arsaell@bhs.is Jákvæð sálfræði er vannýtt auðlind

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.